Lífið

Viðurkennir bótox notkun í beinni

Ellý Ármanns skrifar
Smelltu á linkinn hér fyrir ofan og hlustaðu á viðtalið í heild sinni.
Smelltu á linkinn hér fyrir ofan og hlustaðu á viðtalið í heild sinni. mynd/visir
Ásdís Rán Gunnarsdótir fyrirsæta var gestur Mána Péturssonar og Frosta Logasonar í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun þar sem hún ræddi nýja sjónvarpsþáttinn hennar sem er væntanlegur í sýningar á Stöð 3 innan tíðar.

„Við metum það náttúrulega út frá þátttakendum, ef það eru einhverjar minniháttar aðgerðir sem þær vilja endilega gera þá bara sjáum við til og reynum að hjálpa,“ svaraði Ásdís spurð um lýtaaðgerðir á þátttakendum sem verða tveir útvaldir en um helgina fóru áheyrnarprufur fram.

Þegar talið barst að bótoxnotkun sagði Ásdís:  „Já ég hef prufað bótox. Þetta er meðferð sem virkar í þrjá mánuði. Það verður hver að velja þetta fyrir sig. Þetta er svo vinsælt í heiminum. Bótox er efni sem er  sprautað í kringum augun á þér og ennið á þér og það lamar vöðvann.“



Hér má hlusta á viðtalið.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×