Fótbolti

AZ tapaði niður tveggja marka forystu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron lék allan leikinn í dag.
Aron lék allan leikinn í dag. vísir/getty
Aron Jóhannsson lék allan leikinn þegar AZ Alkmaar gerði 2-2 jafntefli við Feyenoord á útivelli. Þetta var í sjötta sinn sem Aron er í byrjunarliði AZ í deildinni, en var meiddur framan af tímabilinu.

AZ leiddi 0-2 í leikhléi með mörkum frá Wesley Hoedt og Muamer Tankovic, en heimamenn jöfnuðu metin í seinni hálfleik og tryggðu sér annað stigið.

Colin Kazim-Richards minnkaði muninn í 1-2 á 53. mínútu og það var síðan hollenski landsliðsmaðurinn Jordy Clasie sem jafnaði leikinn á lokamínútunni.

Liðin eru með jafnmörg stig (28) í 4.-5. sæti deildarinnar, en Feyenoord er ofar í töflunni á betri markatölu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×