UFC 180: Nær Mark Hunt að fullkomna ótrúlegustu endurkomu í sögu bardagaíþrótta? Pétur Marinó Jónsson skrifar 14. nóvember 2014 22:30 Hunt rotar Struve en Struve er 35 cm hærri en Hunt. Vísir/Getty Annað kvöld fer UFC 180 fram í Mexíkó. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Mark Hunt og Fabricio Werdum um „interim“ þungavigtartitil UFC. Sigri Mark Hunt á morgun verður það einhver ótrúlegasta endurkoma í sögu bardagaíþrótta. Saga Mark Hunt er í raun alveg ótrúleg. Mark Hunt ólst upp í Auckland í Nýja-Sjálandi og var lífið hans enginn dans á rósum. Hann sat tvisvar inni í fangelsi fyrir ýmsa smáglæpi en eitt kvöld átti eftir að breyta lífi hans. Eftir langa drykkju á skemmtistað í Auckland skömmu eftir að hann var látinn laus úr fangelsi lenti hann í enn einum slagsmálunum. Slagsmálin stóðu ekki lengi yfir þar sem Mark Hunt rotaði nokkra árásarmenn á skömmum tíma. Einn dyravarðanna á staðnum var yfir sig hrifinn af höggþunga Hunt og bauð honum að koma og æfa Muay Thai hjá sér. Hunt þáði boð dyravarðarins en viku seinna háði Hunt sinn fyrsta Muay Thai bardaga sem hann sigraði að sjálfsögðu með rothöggi. Upp frá því hófst glæsilegur sparkbox ferill hans en síðar skiptir Hunt yfir í MMA. UFC samdi við hinn 36 ára gamla Mark Hunt þegar hann var með bardagaskorið 5-6 (fimm sigrar og sex töp), á fimm bardaga taphrynu og hafði ekki sigrað bardaga síðan árið 2006. Ekki byrjaði það vel hjá Hunt í UFC en hann tapaði fyrsta bardaganum eftir uppgjafartak eftir rúma mínútu í fyrstu lotu. Því næst mætti hann Chris Tuchscherer. Það má segja að þarna hafi endurkoman byrjað þar sem Hunt rotaði Tuchscherer í fyrstu lotu og endaði sex bardaga taphrynu. Öllum að óvörum sigraði Hunt næstu þrjá bardaga og var óvænt búinn að sigra fjóra bardaga í röð í UFC – þar af þrjá með rothöggi. Enginn hefði getað spáð því að Mark Hunt ætti eftir að fá titilbardaga í UFC þegar hann kom fyrst í bardagasamtökin. Að eigin sögn var hann svo lélegur að hann hefði ekki getað sigrað brotinn stól. Í dag er hann einum bardaga frá því að vera þungavigtarmeistari UFC. Mark Hunt hefur algjörlega snúið við blaðinu en í dag er hann afar trúaður maður og þakkar hann trúnni fyrir velgengni sinni í dag. Hann er hættur að reykja og drekka og hefur umturnað lífi sínu. Á laugardaginn mætir hann Fabricio Werdum í aðalbardaga UFC 180 og með sigri getur hann orðið þungavigtarmeistari UFC – afrek sem verður sennilega minnst sem ótrúlegustu endurkomu í sögu bardagaíþrótta. Ítarlegri lesningu af Mark Hunt (m.a. hvernig hann fékk samninginn við UFC) og myndbrot af rothöggum Mark Hunt má finna á vef MMA Frétta hér. UFC 180 fer fram aðfaranótt sunnudags og hefst útsendingin kl 3 í beinni á Stöð 2 Sport. MMA Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Sjá meira
Annað kvöld fer UFC 180 fram í Mexíkó. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Mark Hunt og Fabricio Werdum um „interim“ þungavigtartitil UFC. Sigri Mark Hunt á morgun verður það einhver ótrúlegasta endurkoma í sögu bardagaíþrótta. Saga Mark Hunt er í raun alveg ótrúleg. Mark Hunt ólst upp í Auckland í Nýja-Sjálandi og var lífið hans enginn dans á rósum. Hann sat tvisvar inni í fangelsi fyrir ýmsa smáglæpi en eitt kvöld átti eftir að breyta lífi hans. Eftir langa drykkju á skemmtistað í Auckland skömmu eftir að hann var látinn laus úr fangelsi lenti hann í enn einum slagsmálunum. Slagsmálin stóðu ekki lengi yfir þar sem Mark Hunt rotaði nokkra árásarmenn á skömmum tíma. Einn dyravarðanna á staðnum var yfir sig hrifinn af höggþunga Hunt og bauð honum að koma og æfa Muay Thai hjá sér. Hunt þáði boð dyravarðarins en viku seinna háði Hunt sinn fyrsta Muay Thai bardaga sem hann sigraði að sjálfsögðu með rothöggi. Upp frá því hófst glæsilegur sparkbox ferill hans en síðar skiptir Hunt yfir í MMA. UFC samdi við hinn 36 ára gamla Mark Hunt þegar hann var með bardagaskorið 5-6 (fimm sigrar og sex töp), á fimm bardaga taphrynu og hafði ekki sigrað bardaga síðan árið 2006. Ekki byrjaði það vel hjá Hunt í UFC en hann tapaði fyrsta bardaganum eftir uppgjafartak eftir rúma mínútu í fyrstu lotu. Því næst mætti hann Chris Tuchscherer. Það má segja að þarna hafi endurkoman byrjað þar sem Hunt rotaði Tuchscherer í fyrstu lotu og endaði sex bardaga taphrynu. Öllum að óvörum sigraði Hunt næstu þrjá bardaga og var óvænt búinn að sigra fjóra bardaga í röð í UFC – þar af þrjá með rothöggi. Enginn hefði getað spáð því að Mark Hunt ætti eftir að fá titilbardaga í UFC þegar hann kom fyrst í bardagasamtökin. Að eigin sögn var hann svo lélegur að hann hefði ekki getað sigrað brotinn stól. Í dag er hann einum bardaga frá því að vera þungavigtarmeistari UFC. Mark Hunt hefur algjörlega snúið við blaðinu en í dag er hann afar trúaður maður og þakkar hann trúnni fyrir velgengni sinni í dag. Hann er hættur að reykja og drekka og hefur umturnað lífi sínu. Á laugardaginn mætir hann Fabricio Werdum í aðalbardaga UFC 180 og með sigri getur hann orðið þungavigtarmeistari UFC – afrek sem verður sennilega minnst sem ótrúlegustu endurkomu í sögu bardagaíþrótta. Ítarlegri lesningu af Mark Hunt (m.a. hvernig hann fékk samninginn við UFC) og myndbrot af rothöggum Mark Hunt má finna á vef MMA Frétta hér. UFC 180 fer fram aðfaranótt sunnudags og hefst útsendingin kl 3 í beinni á Stöð 2 Sport.
MMA Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Sjá meira