Manning sló eitt af stóru metunum í NFL-deildinni 20. október 2014 10:15 Ljósmyndarar þyrptust að Manning eftir leik í nótt. vísir/getty Goðsögnin Peyton Manning, leikstjórnandi Denver Broncos, bætti enn einni rósinni í hnappagat sitt í nótt í öruggum sigri liðsins á San Francisco 49ers. Hann sló þá met fyrrum leikstjórnanda Green Bay Packers, Brett Favre, yfir flestar snertimarkssendingar í sögu deildarinnar. Manning þurfti að ná þremur slíkum til að slá metið og hann afgreiddi málið með stæl í fyrri hálfleik. Hann jafnaði metið með glæsilegri sendingu á Wes Welker og bætti það síðan með sendingu á Demaryius Thomas. Þá skutu menn upp flugeldum og fögnuðu. Svo mikið að leikmenn andstæðinganna stóðust ekki mátið og fögnuðu með. Slík var gleðin. Manning endaði á því að kasta fjórum snertimarkssendingum í leiknum. Metið var 508 og hann er nú kominn með 510. Denver er búið að vinna fimm leiki og tapa einum en það er ekki besti árangurinn í deildinni. Dallas Cowboys hefur nefnilega unnið sex leiki í röð eftir að hafa tapað í fyrsta leik. Árangur liðsins komið flestum í opna skjöldu. Hlauparinn DeMarco Murray heldur áfram að slá í gegn en hann hefur hlaupið yfir 100 jarda í öllum sjö leikjunum sem er NFL-met.Varnarmaður 49ers klappar Manning á hjálminn rétt eftir að hann sló metið.vísir/gettyÞað eru annars fullt af áhugaverðum hlutum að gerast í deildinni. Meistarar Seattle töpuðu gegn St. Louis í gær og eru 3-3 í vetur. Hin frábæra vörn liðsins er ekki svipur hjá sjón og liðið er ekki í með sæti í úrslitakeppninni eins og staðan er núna. Arizona er með 5-1 árangur eins og Denver og Philadelphia. New England, Baltimore, Indianapolis, San Diego, Detroit og Green Bay eru öll 5-2.Úrslit: Baltimore-Atlanta 29-7 Buffalo-Minnesota 17-16 Chicago-Miami 14-27 Detroit-New Orleans 24-23 Green Bay-Carolina 38-17 Indianapolis-Cincinnati 27-0 Jacksonville-Cleveland 24-6 St. Louis-Seattle 28-26 Washington-Tennesee 19-17 San Diego-Kansas 20-23 Dallas-NY Giants 31-21 Oakland-Arizona 13-24 Denver-San Francisco 42-17Í nótt: Pittsburgh-HoustonStaðan í deildinni.Svona var gleðin er Peyton sló metið í nótt.vísir/getty NFL Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Sjá meira
Goðsögnin Peyton Manning, leikstjórnandi Denver Broncos, bætti enn einni rósinni í hnappagat sitt í nótt í öruggum sigri liðsins á San Francisco 49ers. Hann sló þá met fyrrum leikstjórnanda Green Bay Packers, Brett Favre, yfir flestar snertimarkssendingar í sögu deildarinnar. Manning þurfti að ná þremur slíkum til að slá metið og hann afgreiddi málið með stæl í fyrri hálfleik. Hann jafnaði metið með glæsilegri sendingu á Wes Welker og bætti það síðan með sendingu á Demaryius Thomas. Þá skutu menn upp flugeldum og fögnuðu. Svo mikið að leikmenn andstæðinganna stóðust ekki mátið og fögnuðu með. Slík var gleðin. Manning endaði á því að kasta fjórum snertimarkssendingum í leiknum. Metið var 508 og hann er nú kominn með 510. Denver er búið að vinna fimm leiki og tapa einum en það er ekki besti árangurinn í deildinni. Dallas Cowboys hefur nefnilega unnið sex leiki í röð eftir að hafa tapað í fyrsta leik. Árangur liðsins komið flestum í opna skjöldu. Hlauparinn DeMarco Murray heldur áfram að slá í gegn en hann hefur hlaupið yfir 100 jarda í öllum sjö leikjunum sem er NFL-met.Varnarmaður 49ers klappar Manning á hjálminn rétt eftir að hann sló metið.vísir/gettyÞað eru annars fullt af áhugaverðum hlutum að gerast í deildinni. Meistarar Seattle töpuðu gegn St. Louis í gær og eru 3-3 í vetur. Hin frábæra vörn liðsins er ekki svipur hjá sjón og liðið er ekki í með sæti í úrslitakeppninni eins og staðan er núna. Arizona er með 5-1 árangur eins og Denver og Philadelphia. New England, Baltimore, Indianapolis, San Diego, Detroit og Green Bay eru öll 5-2.Úrslit: Baltimore-Atlanta 29-7 Buffalo-Minnesota 17-16 Chicago-Miami 14-27 Detroit-New Orleans 24-23 Green Bay-Carolina 38-17 Indianapolis-Cincinnati 27-0 Jacksonville-Cleveland 24-6 St. Louis-Seattle 28-26 Washington-Tennesee 19-17 San Diego-Kansas 20-23 Dallas-NY Giants 31-21 Oakland-Arizona 13-24 Denver-San Francisco 42-17Í nótt: Pittsburgh-HoustonStaðan í deildinni.Svona var gleðin er Peyton sló metið í nótt.vísir/getty
NFL Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Sjá meira