83 keppendur eru skráðir til leiks á bikarmóti Skautasambandsins í listhlaupi um helgina og hafa þeir aldrei verið fleiri.
Mótið byrjar snemma á laugardagsmorguninn, 8 ára og yngri hefja keppni laust fyrir klukkan 8 en keppt er í Skautahöllinni í Laugardag.
Reiknað er með harðri keppni í flestum flokkum og þá sérstaklega í a-flokki unglinga. Ellefu keppendur eru skráðir til leiks og hafa aldrei verið fleiri.
Þar er til mikils að vinna því þeir bestu vinna sér sæti í landsliðinu fyrir Norðurlandamótið sem verður í Noregi í febrúar.
Á meðal keppenda í þessum flokki eru Agnes Dís Brynjarsdóttir og Vala Rún B. Magnúsdóttir sem kepptu á Grand Prix mótaröð alþjóða skautasambandsins í haust. Mikill kraftur er í starfi skautafélaganna og keppendur á mótinu í Laugardalnum um helgina hafa aldrei verið fleiri.
Metþáttaka á bikarmóti í listhlaupi í skautum
Arnar Björnsson skrifar

Mest lesið



Barcelona biður UEFA um leyfi
Fótbolti


Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“
Enski boltinn

Mættur aftur tuttugu árum seinna
Körfubolti

„Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “
Íslenski boltinn

Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum
Íslenski boltinn

„Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
