Enski boltinn

Umdeilt rautt spjald og sigurmark í uppbótartíma á Anfield | Myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn Liverpool fagna sigurmarki Lovren.
Leikmenn Liverpool fagna sigurmarki Lovren. Vísir/Getty

Dejan Lovren var hetja Liverpool sem tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum ensku deildabikarkeppninnar með 2-1 sigri á Swansea í kvöld.

Gylfi Þór Sigurðsson var ekki með Swansea í kvöld vegna meiðsla en gestirnir frá Wales komust yfir með marki Marvin Emnes á 65. mínútu. Markið var einkar glæsilegt en Emnes skorði með viðstöðulausu skoti úr teignum.

Mario Balotelli hóf leikinn á varamannabekknum í kvöld en kom inn á sem varamaður. Honum tókst að jafna metin með sínu öðru marki á tímabilinu er hann stýrði fyrirgjöf frá Fabio Borini á hægri kantinum í netið af stuttu færi.

Það var svo nóg um að vera í uppbótartíma leiksins en lætin hófust á 90. mínútu þegar Federico Fernandez fékk rautt spjald fyrir tæklingu á Philippe Coutinho. Gestirnir mótmæltu spjaldinu mjög en högguðu ekki ákvörðun dómarans.

Stuttu síðar kom svo sigurmarkið. Coutinho tók aukaspyrnu á vinstri kantinum og sendi boltann á fjærstöng þar sem varnarmaðurinn Lovren skallaði boltann í netið og tryggði heimamönnum sætan sigur.

B-deildarliðin Fulham og Derby áttust svo við á Craven Cottage í Lundúnum. Heimamenn komust yfir, 2-0, en Derby átti ótrúlega endurkomu og vann að lokum, 5-2.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.