„Ég ætla að klára bardagann“ Kjartan Atli Kjartansson og Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2014 13:33 Gunnar Nelson og Rick Story. Vísir/Getty Þeir Gunnar Nelson og Rick Story voru vigtaðir klukkan 14 í dag, en vigtunina er hægt að sjá hér að neðan. Gunnar reyndist vera 170 pund sem og Rick „The horror“ Story. Þulurinn spurði Rick Story hvað ætlaði að gera til að stöðva sigurför Gunnars. „Allt sem til verksins þarf,“ sagði Story. Þá spurði hann Gunnar hvað áhorfendur myndu sjá frá honum annað kvöld, sem ekki hafi sést áður. Á sinn einstaklega rólega hátt svaraði Gunnar: „Ég ætla að klára bardagann.“ Þeir Gunnar og Rick Story munu slást í stærsta bardaga kvöldsins í Svíþjóð annað kvöld. Gunnar er talinn vera sterkari aðilinn og hefur Story meðal annars sagt að margir líti svo á að hann sé sjálfur lamb sem er leitt til slátrunar. En hann er ekki sammála því:„Sumir líta á það þannig, en það geri ég ekki. Þetta er frábær bardagi fyrir mig og gefur mér tækifæri á að sýna að ég get klifrað aftur á toppinn,“ sagði Story sem hefur miklar mætur á Gunnari.„Gunnar hefur staðið sig frábærlega í UFC. Allt frá því ég sá hann í fyrsta skipti vissi ég að hann myndi komast hratt á toppinn. Því er ég mjög spenntur að mæta Gunnari og sérstaklega í Svíþjóð. Þetta er bardagi fyrir hann til að sýna hversu góður hann er og eins fyrir mig að sýna hvað ég get. Fyrir síðasta bardaga skipti ég um æfingastað og stóð mig vel. Við höfum báðir eitthvað að sanna,“ sagði Rick Story.Gunnar Nelson er í 12. sæti í sínum þyngdarflokki, á styrkleikalista UFC.Bardagi Gunnars Nelson verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á laugardagskvöldið og í beinni textalýsingu á Vísi. Fáðu þér áskrift í síma 512-5100 eða smelltu hér. MMA Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Sjá meira
Þeir Gunnar Nelson og Rick Story voru vigtaðir klukkan 14 í dag, en vigtunina er hægt að sjá hér að neðan. Gunnar reyndist vera 170 pund sem og Rick „The horror“ Story. Þulurinn spurði Rick Story hvað ætlaði að gera til að stöðva sigurför Gunnars. „Allt sem til verksins þarf,“ sagði Story. Þá spurði hann Gunnar hvað áhorfendur myndu sjá frá honum annað kvöld, sem ekki hafi sést áður. Á sinn einstaklega rólega hátt svaraði Gunnar: „Ég ætla að klára bardagann.“ Þeir Gunnar og Rick Story munu slást í stærsta bardaga kvöldsins í Svíþjóð annað kvöld. Gunnar er talinn vera sterkari aðilinn og hefur Story meðal annars sagt að margir líti svo á að hann sé sjálfur lamb sem er leitt til slátrunar. En hann er ekki sammála því:„Sumir líta á það þannig, en það geri ég ekki. Þetta er frábær bardagi fyrir mig og gefur mér tækifæri á að sýna að ég get klifrað aftur á toppinn,“ sagði Story sem hefur miklar mætur á Gunnari.„Gunnar hefur staðið sig frábærlega í UFC. Allt frá því ég sá hann í fyrsta skipti vissi ég að hann myndi komast hratt á toppinn. Því er ég mjög spenntur að mæta Gunnari og sérstaklega í Svíþjóð. Þetta er bardagi fyrir hann til að sýna hversu góður hann er og eins fyrir mig að sýna hvað ég get. Fyrir síðasta bardaga skipti ég um æfingastað og stóð mig vel. Við höfum báðir eitthvað að sanna,“ sagði Rick Story.Gunnar Nelson er í 12. sæti í sínum þyngdarflokki, á styrkleikalista UFC.Bardagi Gunnars Nelson verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á laugardagskvöldið og í beinni textalýsingu á Vísi. Fáðu þér áskrift í síma 512-5100 eða smelltu hér.
MMA Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Sjá meira