Segir stjórnsýslufræðing blindaðan af fortíðinni Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. september 2014 22:18 Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra ver ákvörðun flokksbróður síns og meðráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssonar, um að flytja starfsemi Fiskistofu til Akureyrar í pistli á vefsíðunni Feykir.is í dag. Þar vísar Gunnar gagnrýni fræðasamfélagsins á bug og ásakar lektor við Háskóla Íslands um að láta pólitíska þátttöku sína hafa ráðandi áhrif á fræðilegt mat. „Ýmsir í höfuðborginni finna nú ákvörðun ráðherrans allt til foráttu. Talsmenn stéttarfélaga steyta hnefann m.a. BHM sem mótmælir harðlega,“ segir Gunnar. Ákvörðun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um flutning Fiskistofu hefur mætt töluverðum aðfinnslum – nú síðast þegar fréttir bárust af því að til stæði að greiða þeim starfsmönnum stofnunarinnar sem flyttust með henni norður þrjár milljónir króna í ríkisstyrk. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur og lektor við Háskóla Íslands, sagði í kvöldfréttum Stöðvar Tvö tilboð ráðherrans í raun engu breyta því að flutningur Fiskistofu sé svo afleit stjórnsýsla að það jaðri við skemmdarverk.Sigurbjörg Sigurðardóttir, stjórnsýlsufræðingur„Ákvörðunin sem núna er verið að taka er að fara út í umtalsverð útgjöld til að mæta kostnaði starfsfólks og þá er ekki talinn sá kostnaður sem fylgir því að flytja heila stofnun. Það er ekkert gefið í því að fólk fylgi stofnuninni, jafnvel þó því sé boðið einhverjir fjármunir. Þannig að þetta er áhætta og þetta er vond stjórnsýsla,“ sagði Sigurbjörg. Gunnar Bragi gefur lítið fyrir þessar gagnrýni í pistli sínum á þeim forsendum að Sigurbjörg sé „dyggur stuðningsmaður Samfylkingarinnar“ og „stjórnarandstæðingur“ eftir að hafa setið í umbótanefnd flokksins. „Það er áberandi andúð hennar á ákvörðunin en köllum hlutina réttum nöfnum. Sá sem hefur setið í ábyrgðarstöðum fyrir Samfylkinguna er fremur óheppilegur álitsgjafi til að gefa faglegt álit á pólitískum andstæðingi sínum sérstaklega ef hann titlar sig stjórnsýslufræðing!,“ segir Gunnar í pistli sínum. Þá segir hann einnig: „Hvar hafa þessir varðmenn borgarstarfanna og álitsgjafar verið þegar við sem búum útiá landi bendum á þá gríðarlegu starfa og fólksflutninga sem átt hafa sér stað frá landsbyggðinni til Reykjavíkur,“ og bætir við ákalli til Bandalags Háskólamanna, BHM. „Landsbyggðarfólk afhendir tvær af hverjum þremur krónum sem það framleiðir til höfuðborgarinnar þar sem þær krónur eru m.a. nýttar til að ráða opinbera starfsmenn til vinnu. Ein króna af þessum þremur verður eftir úti landi,“ segir Gunnar og endar á orðunum: „Fleiri störfum þarf að skila.“ Pistil Gunnars í heild sinni má nálgast á síðu Feykis. Tengdar fréttir Framlag til Fiskistofu lækkar um 30 milljónir króna Gert ráð fyrir 10 milljóna króna lækkun vegna ráðstafana til að draga úr ríkisútgjöldum. 9. september 2014 16:00 „Svo vond stjórnsýsla að það jaðrar við skemmdarverk“ Lektor í opinberri stjórnsýslu segir flutning Fiskistofu gera stofnuninni erfiðar um vik að sinna hlutverki sínu. 18. september 2014 19:30 „Einhver vanhugsaðasta aðgerð sem ég man eftir“ Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, segir að það muni kosta meira en þrjár milljónir að þjálfa upp einn nýjan starfsmann á Fiskistofu ef núverandi starfsfólk flyst ekki með. 18. september 2014 13:30 Býður starfsfólki Fiskistofu þrjár milljónir Starfsmenn Fiskistofu geta fengið styrk ef þeir flytjast með stofunni norður til Akureyrar. Ráðuneytið mun ekki segja upp því starfsfólki sem flytur ekki norður né leggja niður störf þess. Starfsmenn þurfa sjálfir að segja upp. 18. september 2014 10:57 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra ver ákvörðun flokksbróður síns og meðráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssonar, um að flytja starfsemi Fiskistofu til Akureyrar í pistli á vefsíðunni Feykir.is í dag. Þar vísar Gunnar gagnrýni fræðasamfélagsins á bug og ásakar lektor við Háskóla Íslands um að láta pólitíska þátttöku sína hafa ráðandi áhrif á fræðilegt mat. „Ýmsir í höfuðborginni finna nú ákvörðun ráðherrans allt til foráttu. Talsmenn stéttarfélaga steyta hnefann m.a. BHM sem mótmælir harðlega,“ segir Gunnar. Ákvörðun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um flutning Fiskistofu hefur mætt töluverðum aðfinnslum – nú síðast þegar fréttir bárust af því að til stæði að greiða þeim starfsmönnum stofnunarinnar sem flyttust með henni norður þrjár milljónir króna í ríkisstyrk. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur og lektor við Háskóla Íslands, sagði í kvöldfréttum Stöðvar Tvö tilboð ráðherrans í raun engu breyta því að flutningur Fiskistofu sé svo afleit stjórnsýsla að það jaðri við skemmdarverk.Sigurbjörg Sigurðardóttir, stjórnsýlsufræðingur„Ákvörðunin sem núna er verið að taka er að fara út í umtalsverð útgjöld til að mæta kostnaði starfsfólks og þá er ekki talinn sá kostnaður sem fylgir því að flytja heila stofnun. Það er ekkert gefið í því að fólk fylgi stofnuninni, jafnvel þó því sé boðið einhverjir fjármunir. Þannig að þetta er áhætta og þetta er vond stjórnsýsla,“ sagði Sigurbjörg. Gunnar Bragi gefur lítið fyrir þessar gagnrýni í pistli sínum á þeim forsendum að Sigurbjörg sé „dyggur stuðningsmaður Samfylkingarinnar“ og „stjórnarandstæðingur“ eftir að hafa setið í umbótanefnd flokksins. „Það er áberandi andúð hennar á ákvörðunin en köllum hlutina réttum nöfnum. Sá sem hefur setið í ábyrgðarstöðum fyrir Samfylkinguna er fremur óheppilegur álitsgjafi til að gefa faglegt álit á pólitískum andstæðingi sínum sérstaklega ef hann titlar sig stjórnsýslufræðing!,“ segir Gunnar í pistli sínum. Þá segir hann einnig: „Hvar hafa þessir varðmenn borgarstarfanna og álitsgjafar verið þegar við sem búum útiá landi bendum á þá gríðarlegu starfa og fólksflutninga sem átt hafa sér stað frá landsbyggðinni til Reykjavíkur,“ og bætir við ákalli til Bandalags Háskólamanna, BHM. „Landsbyggðarfólk afhendir tvær af hverjum þremur krónum sem það framleiðir til höfuðborgarinnar þar sem þær krónur eru m.a. nýttar til að ráða opinbera starfsmenn til vinnu. Ein króna af þessum þremur verður eftir úti landi,“ segir Gunnar og endar á orðunum: „Fleiri störfum þarf að skila.“ Pistil Gunnars í heild sinni má nálgast á síðu Feykis.
Tengdar fréttir Framlag til Fiskistofu lækkar um 30 milljónir króna Gert ráð fyrir 10 milljóna króna lækkun vegna ráðstafana til að draga úr ríkisútgjöldum. 9. september 2014 16:00 „Svo vond stjórnsýsla að það jaðrar við skemmdarverk“ Lektor í opinberri stjórnsýslu segir flutning Fiskistofu gera stofnuninni erfiðar um vik að sinna hlutverki sínu. 18. september 2014 19:30 „Einhver vanhugsaðasta aðgerð sem ég man eftir“ Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, segir að það muni kosta meira en þrjár milljónir að þjálfa upp einn nýjan starfsmann á Fiskistofu ef núverandi starfsfólk flyst ekki með. 18. september 2014 13:30 Býður starfsfólki Fiskistofu þrjár milljónir Starfsmenn Fiskistofu geta fengið styrk ef þeir flytjast með stofunni norður til Akureyrar. Ráðuneytið mun ekki segja upp því starfsfólki sem flytur ekki norður né leggja niður störf þess. Starfsmenn þurfa sjálfir að segja upp. 18. september 2014 10:57 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Framlag til Fiskistofu lækkar um 30 milljónir króna Gert ráð fyrir 10 milljóna króna lækkun vegna ráðstafana til að draga úr ríkisútgjöldum. 9. september 2014 16:00
„Svo vond stjórnsýsla að það jaðrar við skemmdarverk“ Lektor í opinberri stjórnsýslu segir flutning Fiskistofu gera stofnuninni erfiðar um vik að sinna hlutverki sínu. 18. september 2014 19:30
„Einhver vanhugsaðasta aðgerð sem ég man eftir“ Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, segir að það muni kosta meira en þrjár milljónir að þjálfa upp einn nýjan starfsmann á Fiskistofu ef núverandi starfsfólk flyst ekki með. 18. september 2014 13:30
Býður starfsfólki Fiskistofu þrjár milljónir Starfsmenn Fiskistofu geta fengið styrk ef þeir flytjast með stofunni norður til Akureyrar. Ráðuneytið mun ekki segja upp því starfsfólki sem flytur ekki norður né leggja niður störf þess. Starfsmenn þurfa sjálfir að segja upp. 18. september 2014 10:57