Eiturlyf til sölu á Facebook: Lögregla beitir tálbeitum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. september 2014 14:05 Ýmis efni er hægt að nálgast í gegnum samskiptamiðla. „Virkilega vel blandað og gott kók fyrir helgina! Finnur það á fyrstu línu að þú þarft ekki strax aðra eftir korter, stk er á 15k. Ekki kaupa kók af hverjum sem er, fáðu að smakka það fyrst.“ Þessi skilaboð er að finna á Facebook síðu sem ætluð er til sölu fíkniefna hér á landi. Ýmsa eiturlyfjamarkaði, ef svo má að orði komast, má finna víðsvegar um internetið. Markaðina er meðal annars hægt að nálgast í gegnum Facebook og hefur fjöldi þeirra færst töluvert í vöxt undanfarin ár. Fíkniefni, læknadóp og stera er hægt að nálgast með einföldum hætti . Notendur á síðunum skiptast á upplýsingum og má þar meðal annars finna upplýsingar um seljendur og dreifingu fíkniefnanna. Notendurnir eru á öllum aldri og skipta hundruðum. Símanúmer fylgja flestum færslum.E-töflur til sölu.mynd/skjáskotBreyttir tímar Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn, segir þetta annan veruleika en áður hefur verið. „Það eru jú fleiri sem hafa aðgang að þessu. Kannski eru þetta bara breyttar áherslur, breyttir tímar og nýr veruleiki,“ segir Friðrik í samtali við Vísi. Hægt er að finna upplýsingar um fjölmörg hörð fíkniefni sem og kókaín, e-töflur, MDMA og spítt. Þá er jafnframt mikið um læknadóp. Þar á meðal er Rítalín, örvandi lyf skylt amfetamíni, Oxycontin sem hefur róandi og verkjastillandi áhrif og Concerta, örvandi lyf skylt rítalíni og amfetamíni. Þá er mikið um morfínskyld lyf, róandi lyf og svefnlyf. „Er með Ketagon, Tafil retard 1 mg, Tafil 0,5, Kali Mist eðal smókur. Tandurhreinan Súlfa/methablöndu og endist fyrir allan peninginn,“ segir í einni færslunni.Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn.vísir/anton brinkBeita tálbeitum og skrá niður upplýsingar Lögregla hefur heimild til þess að beita tálbeitum á síðum sem þessum og að sögn Friðriks Smára hefur lögregla rannsakað nokkur sambærileg mál. Þá er lögreglu heimilt að fylgjast með og skrá upplýsingar um það sem birtist á vefsíðum sem opnar eru almenningi að öllu leyti eða að hluta til. „Mál, þar sem uppruna rannsókna má rekja til samfélagsmiðla, hafa leitt til ákæra í einhverjum tilvikum en án þess þó að það hafi sérstaklega komið fram í atvikalýsingu í ákærum,“ segir Friðrik. Stera má jafnframt finna á ýmsum samskiptamiðlum, en sterar eru ólöglegir hér á landi nema í læknisfræðilegum tilgangi. „Lögreglan hefur, sem endranær samkvæmt lögum nr. 88/2008 um meðferð sakamála, ýmis úrræði við rannsóknir mála af þessum toga. Um umfang sölu fíkniefna á samskiptasíðum er erfitt að segja. Hægt að fullyrða að umfangið er ekki mikið en fjöldi slíkra „sölusíðna“ hefur þó farið vaxandi síðustu misseri,“ segir Friðrik jafnframt. Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira
„Virkilega vel blandað og gott kók fyrir helgina! Finnur það á fyrstu línu að þú þarft ekki strax aðra eftir korter, stk er á 15k. Ekki kaupa kók af hverjum sem er, fáðu að smakka það fyrst.“ Þessi skilaboð er að finna á Facebook síðu sem ætluð er til sölu fíkniefna hér á landi. Ýmsa eiturlyfjamarkaði, ef svo má að orði komast, má finna víðsvegar um internetið. Markaðina er meðal annars hægt að nálgast í gegnum Facebook og hefur fjöldi þeirra færst töluvert í vöxt undanfarin ár. Fíkniefni, læknadóp og stera er hægt að nálgast með einföldum hætti . Notendur á síðunum skiptast á upplýsingum og má þar meðal annars finna upplýsingar um seljendur og dreifingu fíkniefnanna. Notendurnir eru á öllum aldri og skipta hundruðum. Símanúmer fylgja flestum færslum.E-töflur til sölu.mynd/skjáskotBreyttir tímar Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn, segir þetta annan veruleika en áður hefur verið. „Það eru jú fleiri sem hafa aðgang að þessu. Kannski eru þetta bara breyttar áherslur, breyttir tímar og nýr veruleiki,“ segir Friðrik í samtali við Vísi. Hægt er að finna upplýsingar um fjölmörg hörð fíkniefni sem og kókaín, e-töflur, MDMA og spítt. Þá er jafnframt mikið um læknadóp. Þar á meðal er Rítalín, örvandi lyf skylt amfetamíni, Oxycontin sem hefur róandi og verkjastillandi áhrif og Concerta, örvandi lyf skylt rítalíni og amfetamíni. Þá er mikið um morfínskyld lyf, róandi lyf og svefnlyf. „Er með Ketagon, Tafil retard 1 mg, Tafil 0,5, Kali Mist eðal smókur. Tandurhreinan Súlfa/methablöndu og endist fyrir allan peninginn,“ segir í einni færslunni.Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn.vísir/anton brinkBeita tálbeitum og skrá niður upplýsingar Lögregla hefur heimild til þess að beita tálbeitum á síðum sem þessum og að sögn Friðriks Smára hefur lögregla rannsakað nokkur sambærileg mál. Þá er lögreglu heimilt að fylgjast með og skrá upplýsingar um það sem birtist á vefsíðum sem opnar eru almenningi að öllu leyti eða að hluta til. „Mál, þar sem uppruna rannsókna má rekja til samfélagsmiðla, hafa leitt til ákæra í einhverjum tilvikum en án þess þó að það hafi sérstaklega komið fram í atvikalýsingu í ákærum,“ segir Friðrik. Stera má jafnframt finna á ýmsum samskiptamiðlum, en sterar eru ólöglegir hér á landi nema í læknisfræðilegum tilgangi. „Lögreglan hefur, sem endranær samkvæmt lögum nr. 88/2008 um meðferð sakamála, ýmis úrræði við rannsóknir mála af þessum toga. Um umfang sölu fíkniefna á samskiptasíðum er erfitt að segja. Hægt að fullyrða að umfangið er ekki mikið en fjöldi slíkra „sölusíðna“ hefur þó farið vaxandi síðustu misseri,“ segir Friðrik jafnframt.
Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira