Eiturlyf til sölu á Facebook: Lögregla beitir tálbeitum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. september 2014 14:05 Ýmis efni er hægt að nálgast í gegnum samskiptamiðla. „Virkilega vel blandað og gott kók fyrir helgina! Finnur það á fyrstu línu að þú þarft ekki strax aðra eftir korter, stk er á 15k. Ekki kaupa kók af hverjum sem er, fáðu að smakka það fyrst.“ Þessi skilaboð er að finna á Facebook síðu sem ætluð er til sölu fíkniefna hér á landi. Ýmsa eiturlyfjamarkaði, ef svo má að orði komast, má finna víðsvegar um internetið. Markaðina er meðal annars hægt að nálgast í gegnum Facebook og hefur fjöldi þeirra færst töluvert í vöxt undanfarin ár. Fíkniefni, læknadóp og stera er hægt að nálgast með einföldum hætti . Notendur á síðunum skiptast á upplýsingum og má þar meðal annars finna upplýsingar um seljendur og dreifingu fíkniefnanna. Notendurnir eru á öllum aldri og skipta hundruðum. Símanúmer fylgja flestum færslum.E-töflur til sölu.mynd/skjáskotBreyttir tímar Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn, segir þetta annan veruleika en áður hefur verið. „Það eru jú fleiri sem hafa aðgang að þessu. Kannski eru þetta bara breyttar áherslur, breyttir tímar og nýr veruleiki,“ segir Friðrik í samtali við Vísi. Hægt er að finna upplýsingar um fjölmörg hörð fíkniefni sem og kókaín, e-töflur, MDMA og spítt. Þá er jafnframt mikið um læknadóp. Þar á meðal er Rítalín, örvandi lyf skylt amfetamíni, Oxycontin sem hefur róandi og verkjastillandi áhrif og Concerta, örvandi lyf skylt rítalíni og amfetamíni. Þá er mikið um morfínskyld lyf, róandi lyf og svefnlyf. „Er með Ketagon, Tafil retard 1 mg, Tafil 0,5, Kali Mist eðal smókur. Tandurhreinan Súlfa/methablöndu og endist fyrir allan peninginn,“ segir í einni færslunni.Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn.vísir/anton brinkBeita tálbeitum og skrá niður upplýsingar Lögregla hefur heimild til þess að beita tálbeitum á síðum sem þessum og að sögn Friðriks Smára hefur lögregla rannsakað nokkur sambærileg mál. Þá er lögreglu heimilt að fylgjast með og skrá upplýsingar um það sem birtist á vefsíðum sem opnar eru almenningi að öllu leyti eða að hluta til. „Mál, þar sem uppruna rannsókna má rekja til samfélagsmiðla, hafa leitt til ákæra í einhverjum tilvikum en án þess þó að það hafi sérstaklega komið fram í atvikalýsingu í ákærum,“ segir Friðrik. Stera má jafnframt finna á ýmsum samskiptamiðlum, en sterar eru ólöglegir hér á landi nema í læknisfræðilegum tilgangi. „Lögreglan hefur, sem endranær samkvæmt lögum nr. 88/2008 um meðferð sakamála, ýmis úrræði við rannsóknir mála af þessum toga. Um umfang sölu fíkniefna á samskiptasíðum er erfitt að segja. Hægt að fullyrða að umfangið er ekki mikið en fjöldi slíkra „sölusíðna“ hefur þó farið vaxandi síðustu misseri,“ segir Friðrik jafnframt. Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
„Virkilega vel blandað og gott kók fyrir helgina! Finnur það á fyrstu línu að þú þarft ekki strax aðra eftir korter, stk er á 15k. Ekki kaupa kók af hverjum sem er, fáðu að smakka það fyrst.“ Þessi skilaboð er að finna á Facebook síðu sem ætluð er til sölu fíkniefna hér á landi. Ýmsa eiturlyfjamarkaði, ef svo má að orði komast, má finna víðsvegar um internetið. Markaðina er meðal annars hægt að nálgast í gegnum Facebook og hefur fjöldi þeirra færst töluvert í vöxt undanfarin ár. Fíkniefni, læknadóp og stera er hægt að nálgast með einföldum hætti . Notendur á síðunum skiptast á upplýsingum og má þar meðal annars finna upplýsingar um seljendur og dreifingu fíkniefnanna. Notendurnir eru á öllum aldri og skipta hundruðum. Símanúmer fylgja flestum færslum.E-töflur til sölu.mynd/skjáskotBreyttir tímar Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn, segir þetta annan veruleika en áður hefur verið. „Það eru jú fleiri sem hafa aðgang að þessu. Kannski eru þetta bara breyttar áherslur, breyttir tímar og nýr veruleiki,“ segir Friðrik í samtali við Vísi. Hægt er að finna upplýsingar um fjölmörg hörð fíkniefni sem og kókaín, e-töflur, MDMA og spítt. Þá er jafnframt mikið um læknadóp. Þar á meðal er Rítalín, örvandi lyf skylt amfetamíni, Oxycontin sem hefur róandi og verkjastillandi áhrif og Concerta, örvandi lyf skylt rítalíni og amfetamíni. Þá er mikið um morfínskyld lyf, róandi lyf og svefnlyf. „Er með Ketagon, Tafil retard 1 mg, Tafil 0,5, Kali Mist eðal smókur. Tandurhreinan Súlfa/methablöndu og endist fyrir allan peninginn,“ segir í einni færslunni.Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn.vísir/anton brinkBeita tálbeitum og skrá niður upplýsingar Lögregla hefur heimild til þess að beita tálbeitum á síðum sem þessum og að sögn Friðriks Smára hefur lögregla rannsakað nokkur sambærileg mál. Þá er lögreglu heimilt að fylgjast með og skrá upplýsingar um það sem birtist á vefsíðum sem opnar eru almenningi að öllu leyti eða að hluta til. „Mál, þar sem uppruna rannsókna má rekja til samfélagsmiðla, hafa leitt til ákæra í einhverjum tilvikum en án þess þó að það hafi sérstaklega komið fram í atvikalýsingu í ákærum,“ segir Friðrik. Stera má jafnframt finna á ýmsum samskiptamiðlum, en sterar eru ólöglegir hér á landi nema í læknisfræðilegum tilgangi. „Lögreglan hefur, sem endranær samkvæmt lögum nr. 88/2008 um meðferð sakamála, ýmis úrræði við rannsóknir mála af þessum toga. Um umfang sölu fíkniefna á samskiptasíðum er erfitt að segja. Hægt að fullyrða að umfangið er ekki mikið en fjöldi slíkra „sölusíðna“ hefur þó farið vaxandi síðustu misseri,“ segir Friðrik jafnframt.
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira