Sport

Dáðasti ættleiddi Írinn síðan John Aldridge og Andy Townsend

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vísir/Getty
Það er farið fögrum orðum um bardagakappann Gunnar Nelson á heimasíðunni The Score, en vefsíðan heldur úti fréttum af norður írsku íþróttalífi.

„Ekki síðan John Aldridge og Andy Townsed voru upp á sitt besta hefur "ættleiddur" Íri verið jafn elskaður og Gunnar Nelson," hefst frétt írska miðilsins um okkar mann, Gunnar Nelson.

„Fólk hélst í fyrstu að ég væri frá Írlandi og sumt fólk heldur það ennþá. Þetta er mitt annað heimili og ég verð ekki fyrir miklum truflunum hér. Ég eyði öllum tímum mínum í ræktinni," sagði Gunnar Nelson í viðtali við síðuna.

Gunnar er sem stendur að undirbúa sig fyrir bardaga gegn Rick Story sem fer fram á UFC kvöldi í Stokkhólmi þann fjórða október.

„Hann er mjög sterkur strákur og hann hefur verið í þessu lengi og unnið nokkra af þeim af bestu. Þetta verður erfitt og ég er mjög ánægður að berjast við mann eins og hann," sagði Gunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×