Ólafur Þórðarson: Dómarinn hafði ekki kjark í að dæma á FH Guðmundur Marinó Ingvarsson á Víkingsvelli skrifar 25. ágúst 2014 21:38 Ólafur Þórðarson þjálfari Víkinga. Vísir/Stefán Ólafur Þórðarson var ekki sáttur með ákvarðanir Þorvalds Árnasonar, dómara leiksins við FH í Pepsi-deild karla í fótbolta í kvöld, en Víkingar urðu að sætta sig við 2-3 tap eftir fimm marka seinni hálfleik. Víkingar enduðu leikinn tíu á móti ellefu. „Ég er ósáttur við aulaskap minna leikmanna að hafa gefið þennan leik frá sér í dag,“ sagði Ólafur Þórðarson þjálfari Víkings. „Mér fannst fyrsta markið ekki vera gegn gangi leiksins. Við vörðumst vel og þeir voru ekki að skapa neitt. Þeir fengu ekkert fleiri færi en við og svo skorum við fínt mark úr fyrsta færinu okkar. „Ef við byrjum á byrjuninni þá er stærsta atvikið í leiknum þegar dómarinn sleppir því að reka Jón Ragnar (Jónsson) útaf í fyrri hálfleik. Hann hafði ekki kjark í að dæma á FH eins og hann átti að gera í kvöld. „Hann var síðasti maður og Viktor (Jónsson) er sloppinn í gegn. Ef hann flautar þá er það rautt spjald,“ sagði Ólafur sem var ekki heldur sáttur við rauða spjaldið sem Ivanov fékk. „Ég sé ekki nógu vel hvort Ivanov sé með olnbogann uppi. Mér fannst hann fara upp í þetta til að skalla boltann og það tók dómarann langan tíma að ákveða hvað hann ætti að gera þarna og hann lét FH tala þetta spjald á hann.“ Ólafur var ekki heldur sáttur við fyrra spjaldið sem Ivanov fékk en þar var hann ekki síður ósáttur við leikmanninn sem fékk spjaldið fyrir dýfu. „Hann fór niður, það er klárt. Hann gat staðið og fengið markmanninn á sig. Það átti hann að gera. Markmaðurinn fór í hann, það er engin spurning og fyrir mér er það brot.“ Aron Elís Þrándarson byrjaði á bekknum í dag en innkoma hans í upphafi seinni hálfleiks breytti leiknum fyrir Víking. „Hann hefur ekki verið að standa sig nógu vel að undanförnu. Það er þannig að ungir strákar spila upp og niður og hann er ungur og á langt í land ennþá. Það var ekki verið að refsa honum. Maður velur það lið sem maður treystir best hverju sinni. Það var vitað að Aron myndi koma inn í leiknum. Hann stóð sig nokkuð vel eftir að hann kom inn á,“ sagði Ólafur að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl. myndir og einkunnir: Víkingur - FH 2-3 | FH á toppinn á ný FH tyllti sér á topp Pepsí deildar karla í fótbolta á nýjan leik í kvöld þegar liðið lagði Víking 3-2 á útivelli. Staðan í hálfleik var 0-0. 25. ágúst 2014 15:41 Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Sjá meira
Ólafur Þórðarson var ekki sáttur með ákvarðanir Þorvalds Árnasonar, dómara leiksins við FH í Pepsi-deild karla í fótbolta í kvöld, en Víkingar urðu að sætta sig við 2-3 tap eftir fimm marka seinni hálfleik. Víkingar enduðu leikinn tíu á móti ellefu. „Ég er ósáttur við aulaskap minna leikmanna að hafa gefið þennan leik frá sér í dag,“ sagði Ólafur Þórðarson þjálfari Víkings. „Mér fannst fyrsta markið ekki vera gegn gangi leiksins. Við vörðumst vel og þeir voru ekki að skapa neitt. Þeir fengu ekkert fleiri færi en við og svo skorum við fínt mark úr fyrsta færinu okkar. „Ef við byrjum á byrjuninni þá er stærsta atvikið í leiknum þegar dómarinn sleppir því að reka Jón Ragnar (Jónsson) útaf í fyrri hálfleik. Hann hafði ekki kjark í að dæma á FH eins og hann átti að gera í kvöld. „Hann var síðasti maður og Viktor (Jónsson) er sloppinn í gegn. Ef hann flautar þá er það rautt spjald,“ sagði Ólafur sem var ekki heldur sáttur við rauða spjaldið sem Ivanov fékk. „Ég sé ekki nógu vel hvort Ivanov sé með olnbogann uppi. Mér fannst hann fara upp í þetta til að skalla boltann og það tók dómarann langan tíma að ákveða hvað hann ætti að gera þarna og hann lét FH tala þetta spjald á hann.“ Ólafur var ekki heldur sáttur við fyrra spjaldið sem Ivanov fékk en þar var hann ekki síður ósáttur við leikmanninn sem fékk spjaldið fyrir dýfu. „Hann fór niður, það er klárt. Hann gat staðið og fengið markmanninn á sig. Það átti hann að gera. Markmaðurinn fór í hann, það er engin spurning og fyrir mér er það brot.“ Aron Elís Þrándarson byrjaði á bekknum í dag en innkoma hans í upphafi seinni hálfleiks breytti leiknum fyrir Víking. „Hann hefur ekki verið að standa sig nógu vel að undanförnu. Það er þannig að ungir strákar spila upp og niður og hann er ungur og á langt í land ennþá. Það var ekki verið að refsa honum. Maður velur það lið sem maður treystir best hverju sinni. Það var vitað að Aron myndi koma inn í leiknum. Hann stóð sig nokkuð vel eftir að hann kom inn á,“ sagði Ólafur að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl. myndir og einkunnir: Víkingur - FH 2-3 | FH á toppinn á ný FH tyllti sér á topp Pepsí deildar karla í fótbolta á nýjan leik í kvöld þegar liðið lagði Víking 3-2 á útivelli. Staðan í hálfleik var 0-0. 25. ágúst 2014 15:41 Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl. myndir og einkunnir: Víkingur - FH 2-3 | FH á toppinn á ný FH tyllti sér á topp Pepsí deildar karla í fótbolta á nýjan leik í kvöld þegar liðið lagði Víking 3-2 á útivelli. Staðan í hálfleik var 0-0. 25. ágúst 2014 15:41