Flísatöngin best gegn mítlinum Samúel Karl Ólason skrifar 22. júlí 2014 14:41 Svona lítur mítill út þegar hann hefur drukkið nægt blóð. Vísir/Stefán/Getty „Í fyrsta lagi er hægt að nota skordýravarnir eins og að bera á sig krem og því líkt, til að reyna að koma í veg fyrir bitið,“ segir Þórólfur Guðnason, yfirlæknir sóttvarna hjá embætti Landlæknis. Vísir hafði samband við embættið til að fá svör við því hvernig best sé að bera sig að, verði maður fyrir biti skógarmítils. Þórólfur segir að í öðru lagi sé mjög mikilvægt að ná mítlinum rétt af. Upplýsingar um kvikindið má sjá á heimasíðu Landlæknis. „Það er oft talað um að það eigi að hella á hann ýmsum efnum, steinolíu eða kveikja í honum og fleira. Það er algert bull. Frekar á að ná honum með venjulegri flísatöng og þá þarf að ná undir nefið á honum. Klípa þar og lyfta honum beint upp. Það er meðferðin til að ná honum rétt út.“ „Ekki má taka beint um hann því þá getur maður ýtt gumsinu sem er í honum inn um bitið. Frekar á bara að ná undir hann og kippa honum beint upp og ekki til hliðanna því þá getur maður brotið broddinn.“Innlent smit aldrei staðfest Þórólfur segir margskonar rangindi vera í gangi um Lyme sjúkdóminn og heilabólgu. Þá ítrekar hann, vegna umræðunnar um smit og sýkingahættu af völdum skógarmítla, að aldrei hefur verið staðfest innlent smit vegna bits. „Þá hvorki Lyme sjúkdómur eða heilabólga. Þá hafa menn verið að blanda þessu dálítið saman. Heilabólgu og Lyme. Þetta er tvennt ólíkt því Lyme sjúkdómurinn orsakast af bakterí en heilabólga af veiru. Þá eru til bóluefni gegn veirunni sem orsakar heilabólgu en ekki gegn Lyme sjúkdómnum. Upplýsingar um bæði heilbólgu og Lyme sjúkdóminn má sjá á heimasíðu Landlæknis. Þá segir Þórólfur að ekki megi gleyma því að við svona bit geti komið roði og þrot í húðina sem ekki er hluti af Lyme sjúkdómi. „Til dæmis lundaveiðikarlar þekkja það mjög vel, sem eru bitnir af svokallaðri lundalús, en hún er reyndar mjög skyld þessu skógarmítli. Það velur alls konar staðbundnum þrota og bólgu sem ekki er partur af Lyme sjúkdómi.“ Tengdar fréttir „Þetta var öðruvísi bit en öll bit sem ég hef fengið“ Kristín Jóhanna Gunnarsdóttir sagði frá því í Bítinu í morgun þegar hún var bitin af skógarmítli í Borgarfirði. 22. júlí 2014 11:45 Skógarmítill festir sig í sessi hérlendis "Þeir geta verið með bakteríur í maganum, og þegar þeir læsast í húðina þá tengjast þeir húðinni okkar og gubba innihaldi magans inn í okkur,“ segir Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir. 28. maí 2014 10:28 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
„Í fyrsta lagi er hægt að nota skordýravarnir eins og að bera á sig krem og því líkt, til að reyna að koma í veg fyrir bitið,“ segir Þórólfur Guðnason, yfirlæknir sóttvarna hjá embætti Landlæknis. Vísir hafði samband við embættið til að fá svör við því hvernig best sé að bera sig að, verði maður fyrir biti skógarmítils. Þórólfur segir að í öðru lagi sé mjög mikilvægt að ná mítlinum rétt af. Upplýsingar um kvikindið má sjá á heimasíðu Landlæknis. „Það er oft talað um að það eigi að hella á hann ýmsum efnum, steinolíu eða kveikja í honum og fleira. Það er algert bull. Frekar á að ná honum með venjulegri flísatöng og þá þarf að ná undir nefið á honum. Klípa þar og lyfta honum beint upp. Það er meðferðin til að ná honum rétt út.“ „Ekki má taka beint um hann því þá getur maður ýtt gumsinu sem er í honum inn um bitið. Frekar á bara að ná undir hann og kippa honum beint upp og ekki til hliðanna því þá getur maður brotið broddinn.“Innlent smit aldrei staðfest Þórólfur segir margskonar rangindi vera í gangi um Lyme sjúkdóminn og heilabólgu. Þá ítrekar hann, vegna umræðunnar um smit og sýkingahættu af völdum skógarmítla, að aldrei hefur verið staðfest innlent smit vegna bits. „Þá hvorki Lyme sjúkdómur eða heilabólga. Þá hafa menn verið að blanda þessu dálítið saman. Heilabólgu og Lyme. Þetta er tvennt ólíkt því Lyme sjúkdómurinn orsakast af bakterí en heilabólga af veiru. Þá eru til bóluefni gegn veirunni sem orsakar heilabólgu en ekki gegn Lyme sjúkdómnum. Upplýsingar um bæði heilbólgu og Lyme sjúkdóminn má sjá á heimasíðu Landlæknis. Þá segir Þórólfur að ekki megi gleyma því að við svona bit geti komið roði og þrot í húðina sem ekki er hluti af Lyme sjúkdómi. „Til dæmis lundaveiðikarlar þekkja það mjög vel, sem eru bitnir af svokallaðri lundalús, en hún er reyndar mjög skyld þessu skógarmítli. Það velur alls konar staðbundnum þrota og bólgu sem ekki er partur af Lyme sjúkdómi.“
Tengdar fréttir „Þetta var öðruvísi bit en öll bit sem ég hef fengið“ Kristín Jóhanna Gunnarsdóttir sagði frá því í Bítinu í morgun þegar hún var bitin af skógarmítli í Borgarfirði. 22. júlí 2014 11:45 Skógarmítill festir sig í sessi hérlendis "Þeir geta verið með bakteríur í maganum, og þegar þeir læsast í húðina þá tengjast þeir húðinni okkar og gubba innihaldi magans inn í okkur,“ segir Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir. 28. maí 2014 10:28 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
„Þetta var öðruvísi bit en öll bit sem ég hef fengið“ Kristín Jóhanna Gunnarsdóttir sagði frá því í Bítinu í morgun þegar hún var bitin af skógarmítli í Borgarfirði. 22. júlí 2014 11:45
Skógarmítill festir sig í sessi hérlendis "Þeir geta verið með bakteríur í maganum, og þegar þeir læsast í húðina þá tengjast þeir húðinni okkar og gubba innihaldi magans inn í okkur,“ segir Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir. 28. maí 2014 10:28