Tveir sendifulltrúar Rauða krossins á Íslandi taka þátt í baráttunni gegn ebólu í Síerra Leone Randver Kári Randversson skrifar 19. júlí 2014 17:13 Magna Björk Ólafsdóttir og Elín Jónasdóttir sendifulltrúar Rauða krossins undirbúa brottför til Síerra Leone. Mynd/Rauði krossinn Tveir heilbrigðisstarfsmenn Rauða krossins á Íslandi fara á næstu dögum til starfa í alþjóðlegu teymi sem vinnur gegn útbreiðslu ebólufaraldurs í Síerra Leone. Þegar hafa 843 tilfelli ebólu verið greind í þremur löndum Vestur-Afríku – Gíneu, Líberíu og Síerra Leone - og 315 dauðsföll staðfest. Magna Björk Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur og Elín Jónasdóttir sálfræðingur munu starfa í Síerra Leone á vegum Alþjóða Rauða krossins, sem meðal annars einbeitir sér að því að fræða almenning um smitleiðir ebólu og leiðir til að koma í veg fyrir smit.Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rauða krossinum. Þær eru báðar með mikla reynslu af sendifulltrúastörfum fyrir Rauða krossinn víða um heim, nú síðast á Filippseyjum eftir fellibylinn Haiyan. „Aðstæður eru án efa strembnar,“ segir Magna. „Fólk þekkir ekki ebólu þarna og margir tengja hana við illa anda og það gerir okkur erfiðara fyrir að fyrirbyggja smit.“ Magna mun starfa sem heilbrigðisfulltrúi Alþjóða Rauða krossins í landinu næstu þrjá mánuði. Elín verður í einn mánuð í Kailahun héraði, þar sem hennar starf verður bæði að styðja við sjálfboðaliða og starfsmenn Rauða krossins á staðnum og vinna með Rauða krossinum í Síerra Leone við að finna leiðir til að ná til almennings með fræðslu um ebólu. „Þarna er smithætta í umhverfinu og fólk á staðnum er hrætt og neikvætt,“ segir Elín. „Aðstæður eru óvenju erfiðar fyrir hjálparstarfsmenn þannig að hluti míns starfs verður að styðja þá.“ Hjálparstarfsmenn sem umgangast ebólusjúklinga nota sérstakan hlífðarbúnað. Öllum er ráðlagt að forðast snertingu, vera í lokuðum skóm og þvo sér oft og vel. Rauði krossinn á Íslandi hefur verið í nánum tengslum við Rauða krossinn í Síerra Leone um árabil. Fjarskiptakerfi sem gerir Rauða krossinum kleift að senda fræðandi SMS skilaboð til fólks á ebólusvæðinu var komið upp nýlega með stuðningi Rauða krossins á Íslandi, sem fékk til þess framlag frá utanríkisráðuneytinu. SMS skilaboð hafa verið ákaft notuð til að fræða fólk undanfarnar vikur um hvernig það geti varist því að smitast. Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Fleiri fréttir Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjá meira
Tveir heilbrigðisstarfsmenn Rauða krossins á Íslandi fara á næstu dögum til starfa í alþjóðlegu teymi sem vinnur gegn útbreiðslu ebólufaraldurs í Síerra Leone. Þegar hafa 843 tilfelli ebólu verið greind í þremur löndum Vestur-Afríku – Gíneu, Líberíu og Síerra Leone - og 315 dauðsföll staðfest. Magna Björk Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur og Elín Jónasdóttir sálfræðingur munu starfa í Síerra Leone á vegum Alþjóða Rauða krossins, sem meðal annars einbeitir sér að því að fræða almenning um smitleiðir ebólu og leiðir til að koma í veg fyrir smit.Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rauða krossinum. Þær eru báðar með mikla reynslu af sendifulltrúastörfum fyrir Rauða krossinn víða um heim, nú síðast á Filippseyjum eftir fellibylinn Haiyan. „Aðstæður eru án efa strembnar,“ segir Magna. „Fólk þekkir ekki ebólu þarna og margir tengja hana við illa anda og það gerir okkur erfiðara fyrir að fyrirbyggja smit.“ Magna mun starfa sem heilbrigðisfulltrúi Alþjóða Rauða krossins í landinu næstu þrjá mánuði. Elín verður í einn mánuð í Kailahun héraði, þar sem hennar starf verður bæði að styðja við sjálfboðaliða og starfsmenn Rauða krossins á staðnum og vinna með Rauða krossinum í Síerra Leone við að finna leiðir til að ná til almennings með fræðslu um ebólu. „Þarna er smithætta í umhverfinu og fólk á staðnum er hrætt og neikvætt,“ segir Elín. „Aðstæður eru óvenju erfiðar fyrir hjálparstarfsmenn þannig að hluti míns starfs verður að styðja þá.“ Hjálparstarfsmenn sem umgangast ebólusjúklinga nota sérstakan hlífðarbúnað. Öllum er ráðlagt að forðast snertingu, vera í lokuðum skóm og þvo sér oft og vel. Rauði krossinn á Íslandi hefur verið í nánum tengslum við Rauða krossinn í Síerra Leone um árabil. Fjarskiptakerfi sem gerir Rauða krossinum kleift að senda fræðandi SMS skilaboð til fólks á ebólusvæðinu var komið upp nýlega með stuðningi Rauða krossins á Íslandi, sem fékk til þess framlag frá utanríkisráðuneytinu. SMS skilaboð hafa verið ákaft notuð til að fræða fólk undanfarnar vikur um hvernig það geti varist því að smitast.
Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Fleiri fréttir Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjá meira