Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Víkingur 2-0 | KR-ingar refsuðu fyrir mistökin Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. júlí 2014 18:30 Vísir/Daníel KR vann sinn þriðja leik í röð í Pepsi-deild karla og stöðvaði um leið sigurgöngu nýliða Víkinga.Óskar Örn Hauksson og Atli Sigurjónsson skoruðu mörk KR-inga í síðari hálfleik en ef frá eru talin nokkur færi þeim fyrri var hann ekki mikið fyrir augað. 2-0 forysta dugði KR-ingum til að gera út um leikinn sem fjaraði út, hægt og rólega, eftir mörkin tvö. KR er því komið með nítján stig í þriðja sætinu en Víkingur situr eftir með sextán. Nýliðarnir töpuðu í kvöld sínum fyrsta leik í rúman mánuð. Víkingum var í kvöld refsað fyrir að nýta ekki þau færi sem þeir sköpuðu sér í fyrri hálfleik því lengi vel voru gestirnir sterkari aðilinn. KR byrjaði reyndar ágætlega en um miðbik hálfleiksins tóku Víkingar völdin í leiknum. Aron Elís Þrándarson komst nálægt því að skora en skot hans var varið í slá og Óttar Steinn Magnússon náði ekki að frákastinu fyrir opnu marki. Víkingar sýndu á köflum ágætan leik en áttu í erfiðleikum með að skapa sér fleiri færi. Gary Martin fékk reyndar gott færi til að ná forystunni fyrir heimamenn undir lok hálfleiksins en skot hans hafnaði í stönginni. Eftir rólega byrjun í síðari hálfleik gerðu Víkingar sig seka um mistök í vörninni. Varnarmaður sparkaði í samherja og af honum fór boltinn beint fyrir fætur Óskars Arnar. Hann þakkaði fyrir sig og skoraði með föstu skoti. Markið færði KR-ingum enn betri tök á leiknum á meðan að Víkingar sváfu á verðinum. Haukur Heiðar Hauksson fékk bæði pláss og tíma til að leggja upp annað mark KR fyrir Atla sem skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf Hauks frá hægri. KR-ingar vörðu forystu sína í leiknum og gerðu það af skynsemi. Víkingar fundu aldrei taktinn í síðari hálfleik og hafa oft sýnt betri frammistöðu en þeir gerðu í kvöld. Sem fyrr segir var það KR-ingum til happs að þeim var ekki refsað fyrir slappan fyrri hálfleik. Varnarleikur liðsins var heilt yfir ekki sannfærandi og uppspilið gekk ekki nógu vel. Aðstæður voru heldur ekki frábærar í kvöld og Víkingar áttu erfitt uppdráttar í síðari hálfleik, þegar þeir sóttu gegn vindi. Svo illa gekk gestunum að þeir náðu varla að skapa sér færi allan síðari hálfleikinn. Igor Taskovic, sem var í banni, var saknað og Aron Elís náði sér ekki nógu vel á strik að þessu sinni. Leikurinn fer ekki í sögubækurnar fyrir skemmtanagildi en KR-ingar taka þessum þremur stigum fagnandi, enda oft spilað betur en í kvöld.Visir/StefánRúnar: Balbi afar mikilvægurRúnar Kristinsson segir að það hafi verið sætt að landa 2-0 sigri gegn Víkingi eftir erfiðan fyrri hálfleik. „Leikurinn var erfiður, sérstaklega í fyrri hálfleik. Leikurinn var jafn þá en Víkingar fengu líklega betri færi,“ sagði Rúnar. „Mér fannst við svo mun betri í síðari hálfleik, þó svo að það hafi verið mikill heppnisstimpill yfir síðara markinu. Óskar slapp einn í gegn eftir þeirra mistök en nýtti það vel.“ „Eftir það stjórnuðum við leiknum og mér fannst að þeir hafi ekki náð að ógna okkur mikið. En leikurinn var gríðarlega erfiður og ánægjulegt að fá þessi þrjú stig.“ Rúnar sagði að hann hefði haft heilmikið að ræða í hálfleik og hann hafi gert það í rólegheitum með leikmönnunum. „Strákarnir gerðu allt sem ég bað þá um í síðari hálfleik og við náðum að taka völdin í leiknum og klára hann.“ Rúnar sagði að Baldur Sigurðsson, sem var á bekknum í kvöld, hafi verið tæpur vegna meiðsla og því hafi hann viljað hvíla hann. „Sem betur fer gátum við gefið honum þá hvíld sem hann þarf. Vonandi verður hann klár í leikinn á sunnudag en við vitum það ekki enn.“ Þjálfarinn hrósaði einnig Gonzalo Balbi sem átti fínan leik á miðjunni. „Hann hefur verið gríðarlega mikilvægur í síðustu leikjum. Hann er að læra inn á þetta enda allt nýtt fyrir honum - bæði aðstæður og liðsfélagar. En hann lærir hratt og hefur staðið sig gríðarlega vel.“Vísir/ValliÓlafur: KR-ingar refsaði okkur „Um leið og við gerðum ein mistök refsuðu KR-ingar og það var það sem skildi á milli liðanna í dag,“ sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkinga eftir leikinn í kvöld. „Við hefðum auðvitað getað svarað betur fyrir okkur eftir að þeir skoruðu en ég vil samt hrósa mínum leikmönnum. Þeir stóðu sig vel og gáfu allt sem þeir áttu.“ „Þeir eru kannski ekki vanir því að koma í vesturbæinn og vera betra liðið í stóran hluta leiksins. Við erum að læra og þetta fer í reynslubankann.“ Víkingur var án tveggja manna sem voru í leikbanni í kvöld og Ólafur sagði að þeirra hafi verið saknað. „Það eru leikmenn sem væru byrjunarliðsmenn. En þeir sem komu inn stóðu sig vel og ég hrósa þeim fyrir frammistöðuna.“Vísir/StefánÓskar Örn: Allt á uppleiðÓskar Örn Hauksson skoraði fyrra mark KR í kvöld og kom heimamönnum á bragðið. Leikurinn var annars ekki rismikill og segir Óskar að það sé mikilvægt að klára slíka leiki. „Við vorum á hælunum í fyrri hálfleik og það tók tíma að koma okkur í gang. Ég var ánægður með hversu sannfærandi þetta var hjá okkur því þetta hefur staðið tæpt hjá okkur oft í sumar.“ Hann segir að þeir hafi ekki sýnt nægilega þolinmæði í fyrri hálfleik. „Við vorum of mikið í þessum háu boltum og erfitt að glíma við þá í þessum vindi, sérstaklega þegar völlurinn er svona blautur. Við vildum laga það,“ sagði hann. „Ég var svo ánægður með að við hleyptum þeim ekki aftur inn í leikinn því mark hefði breytt miklu fyrir þá. Mér finnst þetta því vera allt á uppleið hjá okkur.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Víkingar verða bláir í Vesturbænum í kvöld Fossvogsliðið þurfti að kaupa nýjan búning fyrir einn leik í Pepsi-deildinni. 2. júlí 2014 13:17 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Þór 3-2 | Fyrsti sigur Blika Þór hafði ekki unnið Breiðablik á Kópavogsvelli í efstu deild síðan í maí 1992 og það varð engin breyting þar á í kvöld. 2. júlí 2014 16:04 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - ÍBV 1-2 | Fyrsti sigur ÍBV í hús ÍBV landaði fyrsta sigri sumarsins og voru vel að honum komnir. 2. júlí 2014 17:15 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjá meira
KR vann sinn þriðja leik í röð í Pepsi-deild karla og stöðvaði um leið sigurgöngu nýliða Víkinga.Óskar Örn Hauksson og Atli Sigurjónsson skoruðu mörk KR-inga í síðari hálfleik en ef frá eru talin nokkur færi þeim fyrri var hann ekki mikið fyrir augað. 2-0 forysta dugði KR-ingum til að gera út um leikinn sem fjaraði út, hægt og rólega, eftir mörkin tvö. KR er því komið með nítján stig í þriðja sætinu en Víkingur situr eftir með sextán. Nýliðarnir töpuðu í kvöld sínum fyrsta leik í rúman mánuð. Víkingum var í kvöld refsað fyrir að nýta ekki þau færi sem þeir sköpuðu sér í fyrri hálfleik því lengi vel voru gestirnir sterkari aðilinn. KR byrjaði reyndar ágætlega en um miðbik hálfleiksins tóku Víkingar völdin í leiknum. Aron Elís Þrándarson komst nálægt því að skora en skot hans var varið í slá og Óttar Steinn Magnússon náði ekki að frákastinu fyrir opnu marki. Víkingar sýndu á köflum ágætan leik en áttu í erfiðleikum með að skapa sér fleiri færi. Gary Martin fékk reyndar gott færi til að ná forystunni fyrir heimamenn undir lok hálfleiksins en skot hans hafnaði í stönginni. Eftir rólega byrjun í síðari hálfleik gerðu Víkingar sig seka um mistök í vörninni. Varnarmaður sparkaði í samherja og af honum fór boltinn beint fyrir fætur Óskars Arnar. Hann þakkaði fyrir sig og skoraði með föstu skoti. Markið færði KR-ingum enn betri tök á leiknum á meðan að Víkingar sváfu á verðinum. Haukur Heiðar Hauksson fékk bæði pláss og tíma til að leggja upp annað mark KR fyrir Atla sem skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf Hauks frá hægri. KR-ingar vörðu forystu sína í leiknum og gerðu það af skynsemi. Víkingar fundu aldrei taktinn í síðari hálfleik og hafa oft sýnt betri frammistöðu en þeir gerðu í kvöld. Sem fyrr segir var það KR-ingum til happs að þeim var ekki refsað fyrir slappan fyrri hálfleik. Varnarleikur liðsins var heilt yfir ekki sannfærandi og uppspilið gekk ekki nógu vel. Aðstæður voru heldur ekki frábærar í kvöld og Víkingar áttu erfitt uppdráttar í síðari hálfleik, þegar þeir sóttu gegn vindi. Svo illa gekk gestunum að þeir náðu varla að skapa sér færi allan síðari hálfleikinn. Igor Taskovic, sem var í banni, var saknað og Aron Elís náði sér ekki nógu vel á strik að þessu sinni. Leikurinn fer ekki í sögubækurnar fyrir skemmtanagildi en KR-ingar taka þessum þremur stigum fagnandi, enda oft spilað betur en í kvöld.Visir/StefánRúnar: Balbi afar mikilvægurRúnar Kristinsson segir að það hafi verið sætt að landa 2-0 sigri gegn Víkingi eftir erfiðan fyrri hálfleik. „Leikurinn var erfiður, sérstaklega í fyrri hálfleik. Leikurinn var jafn þá en Víkingar fengu líklega betri færi,“ sagði Rúnar. „Mér fannst við svo mun betri í síðari hálfleik, þó svo að það hafi verið mikill heppnisstimpill yfir síðara markinu. Óskar slapp einn í gegn eftir þeirra mistök en nýtti það vel.“ „Eftir það stjórnuðum við leiknum og mér fannst að þeir hafi ekki náð að ógna okkur mikið. En leikurinn var gríðarlega erfiður og ánægjulegt að fá þessi þrjú stig.“ Rúnar sagði að hann hefði haft heilmikið að ræða í hálfleik og hann hafi gert það í rólegheitum með leikmönnunum. „Strákarnir gerðu allt sem ég bað þá um í síðari hálfleik og við náðum að taka völdin í leiknum og klára hann.“ Rúnar sagði að Baldur Sigurðsson, sem var á bekknum í kvöld, hafi verið tæpur vegna meiðsla og því hafi hann viljað hvíla hann. „Sem betur fer gátum við gefið honum þá hvíld sem hann þarf. Vonandi verður hann klár í leikinn á sunnudag en við vitum það ekki enn.“ Þjálfarinn hrósaði einnig Gonzalo Balbi sem átti fínan leik á miðjunni. „Hann hefur verið gríðarlega mikilvægur í síðustu leikjum. Hann er að læra inn á þetta enda allt nýtt fyrir honum - bæði aðstæður og liðsfélagar. En hann lærir hratt og hefur staðið sig gríðarlega vel.“Vísir/ValliÓlafur: KR-ingar refsaði okkur „Um leið og við gerðum ein mistök refsuðu KR-ingar og það var það sem skildi á milli liðanna í dag,“ sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkinga eftir leikinn í kvöld. „Við hefðum auðvitað getað svarað betur fyrir okkur eftir að þeir skoruðu en ég vil samt hrósa mínum leikmönnum. Þeir stóðu sig vel og gáfu allt sem þeir áttu.“ „Þeir eru kannski ekki vanir því að koma í vesturbæinn og vera betra liðið í stóran hluta leiksins. Við erum að læra og þetta fer í reynslubankann.“ Víkingur var án tveggja manna sem voru í leikbanni í kvöld og Ólafur sagði að þeirra hafi verið saknað. „Það eru leikmenn sem væru byrjunarliðsmenn. En þeir sem komu inn stóðu sig vel og ég hrósa þeim fyrir frammistöðuna.“Vísir/StefánÓskar Örn: Allt á uppleiðÓskar Örn Hauksson skoraði fyrra mark KR í kvöld og kom heimamönnum á bragðið. Leikurinn var annars ekki rismikill og segir Óskar að það sé mikilvægt að klára slíka leiki. „Við vorum á hælunum í fyrri hálfleik og það tók tíma að koma okkur í gang. Ég var ánægður með hversu sannfærandi þetta var hjá okkur því þetta hefur staðið tæpt hjá okkur oft í sumar.“ Hann segir að þeir hafi ekki sýnt nægilega þolinmæði í fyrri hálfleik. „Við vorum of mikið í þessum háu boltum og erfitt að glíma við þá í þessum vindi, sérstaklega þegar völlurinn er svona blautur. Við vildum laga það,“ sagði hann. „Ég var svo ánægður með að við hleyptum þeim ekki aftur inn í leikinn því mark hefði breytt miklu fyrir þá. Mér finnst þetta því vera allt á uppleið hjá okkur.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Víkingar verða bláir í Vesturbænum í kvöld Fossvogsliðið þurfti að kaupa nýjan búning fyrir einn leik í Pepsi-deildinni. 2. júlí 2014 13:17 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Þór 3-2 | Fyrsti sigur Blika Þór hafði ekki unnið Breiðablik á Kópavogsvelli í efstu deild síðan í maí 1992 og það varð engin breyting þar á í kvöld. 2. júlí 2014 16:04 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - ÍBV 1-2 | Fyrsti sigur ÍBV í hús ÍBV landaði fyrsta sigri sumarsins og voru vel að honum komnir. 2. júlí 2014 17:15 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjá meira
Víkingar verða bláir í Vesturbænum í kvöld Fossvogsliðið þurfti að kaupa nýjan búning fyrir einn leik í Pepsi-deildinni. 2. júlí 2014 13:17
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Þór 3-2 | Fyrsti sigur Blika Þór hafði ekki unnið Breiðablik á Kópavogsvelli í efstu deild síðan í maí 1992 og það varð engin breyting þar á í kvöld. 2. júlí 2014 16:04
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - ÍBV 1-2 | Fyrsti sigur ÍBV í hús ÍBV landaði fyrsta sigri sumarsins og voru vel að honum komnir. 2. júlí 2014 17:15