Uppbótartíminn: Glæsileg mörk og klúður sumarsins | Myndbönd 3. júlí 2014 09:30 Ásgeir Eyþórsson dettur í baráttunni við Christopher Tsonis í fyrsta marki Fjölnis. vísir/valli Tíunda umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu kláraðist í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum nótum. FH og Stjarnan eru enn taplaus á toppi deildarinnar. FH er með 24 stig en Stjarnan 22 stig. KR er komið upp í þriðja sætið eftir sigur á Víkingum sem töpuðust sínum fyrsta leik í rúman mánuð. Þá unnu Blikar og Eyjamenn loks sinn fyrsta sigur í deildinni.Umfjöllun og viðtöl úr öllum sex leikjum umferðarinnar:KR - VíkingurKeflavík - ÍBVFH - ValurFram - StjarnanFjölnir - FylkirBreiðablik - ÞórPáll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, horfir á Elfar Árna Aðalsteinsson fagna marki fyrir Breiðablik.vísir/valliGóð umferð fyrir ...... Jeppe Hansen, Stjörnunni Framherjinn öflugi kvaddi Pepsi-deildina með stæl, en hann skoraði tvö mörk og tryggði Garðbæingum sigur á Fram eftir að liðið lenti manni undir. Fyrra markið sem hann skoraði var hreint stórkostlegt en hann fíflaði þá þrjá leikmenn Framara upp úr skónum áður en hann renndi boltanum undir Ögmund Kristinsson í markinu. Myndband af því má sjá hér neðar í uppgjörinu.... Blika og Eyjamenn Loksins unnu Breiðablik og ÍBV og það í sömu umferðinni. Blikar lögðu Þórsara í Kópavogi en Eyjamenn sóttu þrjú stig í spennandi leik til Keflavíkur. Gríðarlega þýðingamiklir sigrar fyrir bæði lið, sem vonast væntanlega til að þetta sé byrjunin á frekari stigasöfnun. Atli Fannar Jónsson fær sérstakt lof fyrir sína frammistöðu í liði ÍBV.... Þá sem horfðu á sjónvarpsleikinn Þeir sem ekki nenntu út í kuldann í gærkvöldi og ákváðu að horfa á sjónvarpsleik Fjölnis og Fylkis fengu eitthvað fyrir áskriftaraurinn. Boðið var upp á stórkostlegan sex marka leik með ótrúlegum mörkum, sveiflum og dramatík. Frábær leikur.Sándor Matus kýlir boltann frá marki Þórs í gær.vísir/gettyErfið umferð fyrir ...... Bjarna Guðjónsson, þjálfara Fram Framarar töpuðu fyrir Stjörnunni þrátt fyrir að komast marki yfir og vera manni fleiri. Tilraun Bjarna að setja bróður sinn Jóhannes Karl í miðvörðinn virkaði ekki, en Jói Kalli átti aftur dapran dag. Eftir leikinn veitti Bjarni svo engin viðtöl og fékk skömm í hattinn í beinni útsendingu í Pepsi-mörkunum.... Óttar Stein Magnússon, Víkingi Austfirðingnurinn átti að koma nýliðunum yfir á móti Íslandsmeisturum KR í fyrri hálfleik en á einhvern óskiljanlegan hátt hitti hann ekki boltann nánast á marklínu fyrir auðu marki. Óttar þrumaði boltanum svo í samherja seinna í leiknum sem varð að stungusendingu fyrir Óskar Örn Hauksson sem kom KR yfir. Óttar hefur ekki sofið mikið í nótt. Myndband af þessu klúðri sumarsins má sjá hér að neðan.... Þórsara Norðanmenn töpuðu sínum sjöunda leik í Pepsi-deildinni í gær þegar þeir lágu í valnum gegn Breiðabliki. Eftir að Þór vann sinn fyrsta leik gegn Fylki í 5. umferðinin hafa nú tekið við fimm leikir án sigurs og uppskeran aðeins tvö stig. Chuck er ekki ennþá farinn að spila þó hann sé á bekknum og Páll Viðar segir Þórsliðið á réttri leið. Þórsarar eru á botninum með fimm stig eftir tíu leiki.Fjölnismenn og Fylkismenn takast á í Grafarvoginum í gærkvöldi.vísir/valliTölfræðin: *KR-ingar hafa unnið 11 deildarleiki í röð á KR-vellinum og alls náð í 40 stig af 42 mögulegum í deildarleikjum sínum í Frostaskjólinu undanfarin tvö tímabil. *Markatala KR-inga í fyrri hálfleik í fyrstu tíu leikjum sínum í Pepsi-deildinni í sumar er -5 (5-10) en í seinni hálfleik er marktalan KR-liðsins hinsvegar +9 (10-1). *Sigurmark Eyjamanna á móti Keflavík var fyrsta mark ÍBV-liðsins í uppbótartíma í sumar (fyrri og seinni hálfleik) og markatala liðsins í uppbótartíma er nú -5 (1-6). Eyjamenn voru fyrir leikinn búnir að fá á sig fimm mörk á síðustu tíu mínútum leikjanna sem höfðu öll kostað þá stig. *Keflvíkingar eru búnir að fá á sig 7 af þeim 11 mörkum sem þeir hafa fengið á sig í Pepsi-deildinni í sumar eftir að 82 mínútur eru liðnar af leikjunum. Markatala liðsins á fyrstu 82 mínútunum er hinsvegar 16-4. *Fjölnismenn hafa verið 2-0 yfir í hálfleik í þremur leikjum í sumar en hafa aðeins skorað eitt mark í fyrri hálfleik í hinum sjö leikjunum sínum. *Fylkisliðið hefur unnið seinni hálfleik í síðustu tveimur deildarleikjum sínum með markatölunni 5-2 en það hefur samt aðeins skilaði Fylkismönnum einu stigi. *Jeppe Hansen náði aðeins að skora 1 mark á fyrstu 390 mínútum sínum með Stjörnunni í Pepsi-deildinni en skoraði síðan 5 mörk á síðustu 308 mínútunum sínum með Garðabæjarliðinu. *Framarar hafa tapað 7 af síðustu 9 deildarleikjum sínum á Laugardalsvellinum og ekki fagnað deildarsigri á Þjóðarleikvanginum í sex síðustu leikjum (1 jafntefli,l 5 töp). Framarar hafa oftar fengið á sig fjögur mörk í síðustu 9 deildarleikjum sínum á Laugardalsvellinum (3 sinnum) en þeir hafa fagnað sigri (1 sinni). *Framherjar Valsmanna hafa ekki skorað í síðustu fimm leikjum en öll sex mörk Valsliðsins á þessum tíma hafa verið mörk varnarmanna (3), miðjumanna (2) eða sjálfsmark mótherja (1).Davíð Þór Viðarsson og Iain Williamson í leik FH og Vals.vísir/arnþórSkemmtilegir punktar úr boltavaktinni:Ingvi Þór Sæmundsson á Kópavogsvelli: „Í óspurðum fréttum er það helst að söngvarinn í Sóldögg stendur vaktina í miðasölunni hér á Kópavogsvelli. Eða allavega einhver mjög líkur honum.“Eiríkur Stefán Ásgeirsson á KR-velli: „Víkingar spila í fyrsta sinn í bláu í kvöld. Mjög skrýtið að sjá þá. Eins og þeir séu í bláu vesti yfir hvítum búningi.“Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Elfar Freyr Helgason, Breiðabliki - 8 Stefán Ragnar Guðlaugsson, Fylki - 8 Atli Guðnason, FH - 8 Ögmundur Kristinsson, Fram - 8 Jeppe Hansen, Stjörnunni - 8 Orri Freyr Hjaltalín, Þór - 3 Haukur Páll Sigurðsson, Val - 3 Jóhannes Karl Guðjónsson, Fram - 3 Björgólfur Takefusa, Fram - 3Umræðan #pepsi365Bilað mark hjá Ásgeiri Marteins ! #pepsi365 — Kristján Marteinsson (@KristjanAtli10) July 2, 2014Snuddan frá Herra Fjölnir #fotbolti#gullinbru.is #pepsi365pic.twitter.com/1X2LDMmUme — Gunnar H Arnarsson (@gunnarhrafn) July 2, 2014Aldrei rautt spjald á Atla Jó, fer beint í boltann. Þvílíka ruglið #pepsi365#fotbolti — Jón Haukur Baldvins (@JonnieBaldvins) July 2, 2014Held að Stjarnan hefði getað unnið deildina ef Jeppe Hansen myndi klára tímabilið með þeim #pepsi365 — Friðrik Reynisson (@FridrikSk) July 2, 2014Ætla Fylkismenn ekkert að na ser í nyjann keeper , er þora að koma i kk liðið #pepsi365 — Þórður Einarsson (@doddi_111) July 2, 2014Ég ætla að vona að Orri Sigurjóns hafi ekki verið jafn slakur og #pepsi365 er að sýna.. Vandræðaleg touch 3-4x sem sköpuðu hættu #fotbolti — Heiðar Ingi Helgason (@heidaringi) July 2, 2014#PrayforBjarniÞórður#pepsi365 — Kristján Sigurðsson (@kristjanoli) July 2, 2014Finnst það spes þegar þjálfara koma ekki í viðtöl eftir leiki. Gerist sjaldan en þó í kvöld. #Pepsi365#framstjarnan — Tómas Úlfar Meyer (@Meyerinn) June 27, 2014Flottasta mark umferðarinnar: Klúður sumarsins: Öll mörk 10. umferðar: Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: FH - Valur 2-1 | Atli sýndi snilli sína Atli Guðnason var hetja FH-inga gegn Val í Pepsi-deildinni í kvöld. 27. júní 2014 11:50 Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Fjölnir - Fylkir 3-3 | Glæsimark Illuga tryggði Fjölni stig Illugi Þór Gunnarsson tryggði Fjölnismönnum stig með glæsilegu marki á lokasekúndum leiksins í 3-3 jafntefli gegn Fylki í kvöld. 2. júlí 2014 17:00 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fram - Stjarnan 1-2 | Jeppe kveður með stæl Stjarnan vann magnaðan sigur á Fram, 2-1, í Pepsi-deild karla í kvöld. 27. júní 2014 11:52 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Þór 3-2 | Fyrsti sigur Blika Þór hafði ekki unnið Breiðablik á Kópavogsvelli í efstu deild síðan í maí 1992 og það varð engin breyting þar á í kvöld. 2. júlí 2014 16:04 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Víkingur 2-0 | KR-ingar refsuðu fyrir mistökin KR vann sinn þriðja leik í röð í Pepsi-deild karla og stöðvaði um leið sigurgöngu nýliða Víkinga. 2. júlí 2014 18:30 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - ÍBV 1-2 | Fyrsti sigur ÍBV í hús ÍBV landaði fyrsta sigri sumarsins og voru vel að honum komnir. 2. júlí 2014 17:15 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Tíunda umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu kláraðist í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum nótum. FH og Stjarnan eru enn taplaus á toppi deildarinnar. FH er með 24 stig en Stjarnan 22 stig. KR er komið upp í þriðja sætið eftir sigur á Víkingum sem töpuðust sínum fyrsta leik í rúman mánuð. Þá unnu Blikar og Eyjamenn loks sinn fyrsta sigur í deildinni.Umfjöllun og viðtöl úr öllum sex leikjum umferðarinnar:KR - VíkingurKeflavík - ÍBVFH - ValurFram - StjarnanFjölnir - FylkirBreiðablik - ÞórPáll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, horfir á Elfar Árna Aðalsteinsson fagna marki fyrir Breiðablik.vísir/valliGóð umferð fyrir ...... Jeppe Hansen, Stjörnunni Framherjinn öflugi kvaddi Pepsi-deildina með stæl, en hann skoraði tvö mörk og tryggði Garðbæingum sigur á Fram eftir að liðið lenti manni undir. Fyrra markið sem hann skoraði var hreint stórkostlegt en hann fíflaði þá þrjá leikmenn Framara upp úr skónum áður en hann renndi boltanum undir Ögmund Kristinsson í markinu. Myndband af því má sjá hér neðar í uppgjörinu.... Blika og Eyjamenn Loksins unnu Breiðablik og ÍBV og það í sömu umferðinni. Blikar lögðu Þórsara í Kópavogi en Eyjamenn sóttu þrjú stig í spennandi leik til Keflavíkur. Gríðarlega þýðingamiklir sigrar fyrir bæði lið, sem vonast væntanlega til að þetta sé byrjunin á frekari stigasöfnun. Atli Fannar Jónsson fær sérstakt lof fyrir sína frammistöðu í liði ÍBV.... Þá sem horfðu á sjónvarpsleikinn Þeir sem ekki nenntu út í kuldann í gærkvöldi og ákváðu að horfa á sjónvarpsleik Fjölnis og Fylkis fengu eitthvað fyrir áskriftaraurinn. Boðið var upp á stórkostlegan sex marka leik með ótrúlegum mörkum, sveiflum og dramatík. Frábær leikur.Sándor Matus kýlir boltann frá marki Þórs í gær.vísir/gettyErfið umferð fyrir ...... Bjarna Guðjónsson, þjálfara Fram Framarar töpuðu fyrir Stjörnunni þrátt fyrir að komast marki yfir og vera manni fleiri. Tilraun Bjarna að setja bróður sinn Jóhannes Karl í miðvörðinn virkaði ekki, en Jói Kalli átti aftur dapran dag. Eftir leikinn veitti Bjarni svo engin viðtöl og fékk skömm í hattinn í beinni útsendingu í Pepsi-mörkunum.... Óttar Stein Magnússon, Víkingi Austfirðingnurinn átti að koma nýliðunum yfir á móti Íslandsmeisturum KR í fyrri hálfleik en á einhvern óskiljanlegan hátt hitti hann ekki boltann nánast á marklínu fyrir auðu marki. Óttar þrumaði boltanum svo í samherja seinna í leiknum sem varð að stungusendingu fyrir Óskar Örn Hauksson sem kom KR yfir. Óttar hefur ekki sofið mikið í nótt. Myndband af þessu klúðri sumarsins má sjá hér að neðan.... Þórsara Norðanmenn töpuðu sínum sjöunda leik í Pepsi-deildinni í gær þegar þeir lágu í valnum gegn Breiðabliki. Eftir að Þór vann sinn fyrsta leik gegn Fylki í 5. umferðinin hafa nú tekið við fimm leikir án sigurs og uppskeran aðeins tvö stig. Chuck er ekki ennþá farinn að spila þó hann sé á bekknum og Páll Viðar segir Þórsliðið á réttri leið. Þórsarar eru á botninum með fimm stig eftir tíu leiki.Fjölnismenn og Fylkismenn takast á í Grafarvoginum í gærkvöldi.vísir/valliTölfræðin: *KR-ingar hafa unnið 11 deildarleiki í röð á KR-vellinum og alls náð í 40 stig af 42 mögulegum í deildarleikjum sínum í Frostaskjólinu undanfarin tvö tímabil. *Markatala KR-inga í fyrri hálfleik í fyrstu tíu leikjum sínum í Pepsi-deildinni í sumar er -5 (5-10) en í seinni hálfleik er marktalan KR-liðsins hinsvegar +9 (10-1). *Sigurmark Eyjamanna á móti Keflavík var fyrsta mark ÍBV-liðsins í uppbótartíma í sumar (fyrri og seinni hálfleik) og markatala liðsins í uppbótartíma er nú -5 (1-6). Eyjamenn voru fyrir leikinn búnir að fá á sig fimm mörk á síðustu tíu mínútum leikjanna sem höfðu öll kostað þá stig. *Keflvíkingar eru búnir að fá á sig 7 af þeim 11 mörkum sem þeir hafa fengið á sig í Pepsi-deildinni í sumar eftir að 82 mínútur eru liðnar af leikjunum. Markatala liðsins á fyrstu 82 mínútunum er hinsvegar 16-4. *Fjölnismenn hafa verið 2-0 yfir í hálfleik í þremur leikjum í sumar en hafa aðeins skorað eitt mark í fyrri hálfleik í hinum sjö leikjunum sínum. *Fylkisliðið hefur unnið seinni hálfleik í síðustu tveimur deildarleikjum sínum með markatölunni 5-2 en það hefur samt aðeins skilaði Fylkismönnum einu stigi. *Jeppe Hansen náði aðeins að skora 1 mark á fyrstu 390 mínútum sínum með Stjörnunni í Pepsi-deildinni en skoraði síðan 5 mörk á síðustu 308 mínútunum sínum með Garðabæjarliðinu. *Framarar hafa tapað 7 af síðustu 9 deildarleikjum sínum á Laugardalsvellinum og ekki fagnað deildarsigri á Þjóðarleikvanginum í sex síðustu leikjum (1 jafntefli,l 5 töp). Framarar hafa oftar fengið á sig fjögur mörk í síðustu 9 deildarleikjum sínum á Laugardalsvellinum (3 sinnum) en þeir hafa fagnað sigri (1 sinni). *Framherjar Valsmanna hafa ekki skorað í síðustu fimm leikjum en öll sex mörk Valsliðsins á þessum tíma hafa verið mörk varnarmanna (3), miðjumanna (2) eða sjálfsmark mótherja (1).Davíð Þór Viðarsson og Iain Williamson í leik FH og Vals.vísir/arnþórSkemmtilegir punktar úr boltavaktinni:Ingvi Þór Sæmundsson á Kópavogsvelli: „Í óspurðum fréttum er það helst að söngvarinn í Sóldögg stendur vaktina í miðasölunni hér á Kópavogsvelli. Eða allavega einhver mjög líkur honum.“Eiríkur Stefán Ásgeirsson á KR-velli: „Víkingar spila í fyrsta sinn í bláu í kvöld. Mjög skrýtið að sjá þá. Eins og þeir séu í bláu vesti yfir hvítum búningi.“Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Elfar Freyr Helgason, Breiðabliki - 8 Stefán Ragnar Guðlaugsson, Fylki - 8 Atli Guðnason, FH - 8 Ögmundur Kristinsson, Fram - 8 Jeppe Hansen, Stjörnunni - 8 Orri Freyr Hjaltalín, Þór - 3 Haukur Páll Sigurðsson, Val - 3 Jóhannes Karl Guðjónsson, Fram - 3 Björgólfur Takefusa, Fram - 3Umræðan #pepsi365Bilað mark hjá Ásgeiri Marteins ! #pepsi365 — Kristján Marteinsson (@KristjanAtli10) July 2, 2014Snuddan frá Herra Fjölnir #fotbolti#gullinbru.is #pepsi365pic.twitter.com/1X2LDMmUme — Gunnar H Arnarsson (@gunnarhrafn) July 2, 2014Aldrei rautt spjald á Atla Jó, fer beint í boltann. Þvílíka ruglið #pepsi365#fotbolti — Jón Haukur Baldvins (@JonnieBaldvins) July 2, 2014Held að Stjarnan hefði getað unnið deildina ef Jeppe Hansen myndi klára tímabilið með þeim #pepsi365 — Friðrik Reynisson (@FridrikSk) July 2, 2014Ætla Fylkismenn ekkert að na ser í nyjann keeper , er þora að koma i kk liðið #pepsi365 — Þórður Einarsson (@doddi_111) July 2, 2014Ég ætla að vona að Orri Sigurjóns hafi ekki verið jafn slakur og #pepsi365 er að sýna.. Vandræðaleg touch 3-4x sem sköpuðu hættu #fotbolti — Heiðar Ingi Helgason (@heidaringi) July 2, 2014#PrayforBjarniÞórður#pepsi365 — Kristján Sigurðsson (@kristjanoli) July 2, 2014Finnst það spes þegar þjálfara koma ekki í viðtöl eftir leiki. Gerist sjaldan en þó í kvöld. #Pepsi365#framstjarnan — Tómas Úlfar Meyer (@Meyerinn) June 27, 2014Flottasta mark umferðarinnar: Klúður sumarsins: Öll mörk 10. umferðar:
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: FH - Valur 2-1 | Atli sýndi snilli sína Atli Guðnason var hetja FH-inga gegn Val í Pepsi-deildinni í kvöld. 27. júní 2014 11:50 Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Fjölnir - Fylkir 3-3 | Glæsimark Illuga tryggði Fjölni stig Illugi Þór Gunnarsson tryggði Fjölnismönnum stig með glæsilegu marki á lokasekúndum leiksins í 3-3 jafntefli gegn Fylki í kvöld. 2. júlí 2014 17:00 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fram - Stjarnan 1-2 | Jeppe kveður með stæl Stjarnan vann magnaðan sigur á Fram, 2-1, í Pepsi-deild karla í kvöld. 27. júní 2014 11:52 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Þór 3-2 | Fyrsti sigur Blika Þór hafði ekki unnið Breiðablik á Kópavogsvelli í efstu deild síðan í maí 1992 og það varð engin breyting þar á í kvöld. 2. júlí 2014 16:04 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Víkingur 2-0 | KR-ingar refsuðu fyrir mistökin KR vann sinn þriðja leik í röð í Pepsi-deild karla og stöðvaði um leið sigurgöngu nýliða Víkinga. 2. júlí 2014 18:30 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - ÍBV 1-2 | Fyrsti sigur ÍBV í hús ÍBV landaði fyrsta sigri sumarsins og voru vel að honum komnir. 2. júlí 2014 17:15 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: FH - Valur 2-1 | Atli sýndi snilli sína Atli Guðnason var hetja FH-inga gegn Val í Pepsi-deildinni í kvöld. 27. júní 2014 11:50
Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Fjölnir - Fylkir 3-3 | Glæsimark Illuga tryggði Fjölni stig Illugi Þór Gunnarsson tryggði Fjölnismönnum stig með glæsilegu marki á lokasekúndum leiksins í 3-3 jafntefli gegn Fylki í kvöld. 2. júlí 2014 17:00
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fram - Stjarnan 1-2 | Jeppe kveður með stæl Stjarnan vann magnaðan sigur á Fram, 2-1, í Pepsi-deild karla í kvöld. 27. júní 2014 11:52
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Þór 3-2 | Fyrsti sigur Blika Þór hafði ekki unnið Breiðablik á Kópavogsvelli í efstu deild síðan í maí 1992 og það varð engin breyting þar á í kvöld. 2. júlí 2014 16:04
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Víkingur 2-0 | KR-ingar refsuðu fyrir mistökin KR vann sinn þriðja leik í röð í Pepsi-deild karla og stöðvaði um leið sigurgöngu nýliða Víkinga. 2. júlí 2014 18:30
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - ÍBV 1-2 | Fyrsti sigur ÍBV í hús ÍBV landaði fyrsta sigri sumarsins og voru vel að honum komnir. 2. júlí 2014 17:15
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti