Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - KR 0-2 | Andlausir Blikar áttu aldrei möguleika Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 6. júlí 2014 00:01 Vísir/Valgarð KR lagði Breiðablik 2-0 í átta liða úrslitum Borgunarbikars karla í fótbolta í kvöld á Kópavogsvelli. KR skoraði bæði mörkin í fyrri hálfleik gegn bitlausum heimamönnum. Mótspyrna Breiðabliks var með minnsta móti. Leikmenn liðsins áttu í mestu vandræðum með að senda á samherja og sóknarleikurinn hugmyndasnauður. KR var mikið betra liðið á vellinum án þess þó að efna til flugeldaveislu. Liðið skoraði bæði mörkin í fyrri hálfleik. Fyrst Óskar Örn Hauksson á 14. mínútu og svo Baldur Sigurðsson á 34. mínútu en mörkin hefðu hæglega getað verið fleiri í fyrri hálfleik þó KR-ingar hafi ekki pressað stíft á slaka Blika. Fátt markvert gerðist framan af seinni hálfleik. KR vissi sem var að liðið var með unninn leik í höndunum og virtist liðið hreinlega vera að spara sig fyrir komandi átök. Breiðablik gerði lítið sem ekkert fram á við fyrr en Guðmundur Benediktsson gerði tvöfalda skiptingu á 68. mínútu, skipting sem hefði að ósekju mátt koma fyrr í leiknum í ljósi lélegrar spilamennsku liðsins. Í kjölfar skiptingarinnar fékk Breiðablik bæði góðu færi sín í leiknum en náði ekki að nýta þau og því komst aldrei spenna í leikinn. Breiðablik vann sinn fyrsta leik í deildinni á miðvikudaginn en ekki að sjá að liðið hafi öðlast neitt sjálfstraust við það og ljóst að KR er í allt öðrum gæðaflokki miðað við spilamennsku liðanna í kvöld. KR er því komið í undanúrslit Borgunarbikarsins líkt og Keflavík en átta liða úrslitin klárast á morgun. Guðmundur Reynir: Bjóst við þeim betri„Við mættum algjörlega klárir til leiks frá fyrstu mínútu og náðum sem betur fer að setja eitt og svo annað mark og þá einhvern vegin datt þetta undan Blikunum,“ sagði Guðmundur Reynir Gunnarsson vinstri bakvörður KR. „Við slökuðum aðeins á og hefðum ekki átt að gera það. Þeir fengu tvö, þrjú færi sem þeir hefðu getað skorað úr og þá hefði þetta orðið leikur. Það hefði verið stór hættulegt og við hefðum átt að halda áfram,“ sagði Guðmundur Reynir sem vildi þó ekki meina að KR-ingar hafi verið að spara sig fyrir átökin framundan í deild og Meistaradeild þar sem liðið mætir Celtic. „Maður er ekkert að hugsa um að spara sig og á ekki að gera það og ég held að enginn hafi verið að reyna það. Þetta spilaðist bara þannig. „Þeim hefur gengið illa á þessu tímabili og við byrjuðum leikinn af mjög miklum krafti en ég bjóst við að þeir yrðu betri en þeir voru eftir að við brutum þá niður,“ sagði Guðmundur sem vakti athygli fyrir skóbúnað sinn í kvöld en hann var í einum hvítum skóm og öðrum svörtum. „Annar er skrúfutakkaskór og hinn er venjulegur. Ég nota vinstri til að sparka í boltann og þá þarf ég ekki þunga skrúfatakka á vinstri. Af hverju þarf að nota tvo eins skó? Hver segir það? „Það er stutt í leikinn gegn Þór og svo Celtic. Júlí er skemmtilegasti mánuðurinn þegar Meistaradeildin kemur inn með deildinni og bikarnum. Mikið af leikjum, þá er skemmtilegast,“ sagði Guðmundur Reynir. Guðmundur Benediktsson: Hefðum klárlega átt að gera skiptingu fyrr„Við vorum klárlega næst besta liðið á vellinum í fyrri hálfleik þar sem KR-ingar léku við hvurn sinn fingur og við vorum skrefinu á eftir í öllum aðgerðum og vorum heppnir að vera bara 2-0 undir,“ sagði Guðmundur Benediktsson þjálfari Breiðabliks eftir tapið í kvöld. „Við vorum allt of langt frá mönnum. Við komumst ekki í tæklingar. Við komumst ekki í skallabolta og ekki í seinni bolta. Við komumst ekki í neina bolta nánast. KR var bara með boltann og við vorum í eltingaleik. Við vorum hreinlega ekki nógu duglegir í fyrri hálfleik. Menn voru ekki tilbúnir að leggja nógu mikið í þetta. „Af því að ég er jákvæður yfirleitt þá var ég ánægður með seinni hálfleikinn. Það var annar andi í liðinu og menn reyndu. Við fundum ekki þetta eina mark sem þurfti til að hrista upp í leiknum. Því fór sem fór. „Það komu augnablik í seinni hálfleik þar sem voru tækifæri til að skora en það kom ekki og við töpuðum þessum leik í fyrri hálfleik þegar við vorum ekki í topp standi. Þú þarft að vera í topp standi allan leikinn til að vinna KR,“ sagði Guðmundur en Breiðablik fékk færin sín eftir að hann gerði tvöfalda breytingu á liðinu á 68. mínútu. Mátti sú skipting ekki koma fyrr? „Það voru fjölmargar skiptingar sem komu upp í hugann í hálfleik satt að segja. Það var hægt að gera margar skiptingar held ég að sé óhætt að segja. Við eigum bara þrjár og jú eigum við ekki bara að taka undir þetta. Við hefðum klárlega átt að gera skiptingu fyrr,“ sagði Guðmundur sem vildi ekki kenna skorti á sjálfstrausti um slaka frammistöðu liðsins í kvöld og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. „Við getum ekki hangið á því að vera ekki með sjálfstraust. Við unnum fínan sigur á miðvikudaginn gegn Þór og þá töluðu flestir um það að sjálfstraustið myndi aukast. Menn voru samt eitthvað litlir í sér í fyrri hálfleik, hvort það var hræðsla við KR eða eitthvað annað á ég eftir að finna út úr en við vorum of litlir í fyrri hálfleiknum og var hent út úr bikarnum af mjög góðu KR-liði. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Sjá meira
KR lagði Breiðablik 2-0 í átta liða úrslitum Borgunarbikars karla í fótbolta í kvöld á Kópavogsvelli. KR skoraði bæði mörkin í fyrri hálfleik gegn bitlausum heimamönnum. Mótspyrna Breiðabliks var með minnsta móti. Leikmenn liðsins áttu í mestu vandræðum með að senda á samherja og sóknarleikurinn hugmyndasnauður. KR var mikið betra liðið á vellinum án þess þó að efna til flugeldaveislu. Liðið skoraði bæði mörkin í fyrri hálfleik. Fyrst Óskar Örn Hauksson á 14. mínútu og svo Baldur Sigurðsson á 34. mínútu en mörkin hefðu hæglega getað verið fleiri í fyrri hálfleik þó KR-ingar hafi ekki pressað stíft á slaka Blika. Fátt markvert gerðist framan af seinni hálfleik. KR vissi sem var að liðið var með unninn leik í höndunum og virtist liðið hreinlega vera að spara sig fyrir komandi átök. Breiðablik gerði lítið sem ekkert fram á við fyrr en Guðmundur Benediktsson gerði tvöfalda skiptingu á 68. mínútu, skipting sem hefði að ósekju mátt koma fyrr í leiknum í ljósi lélegrar spilamennsku liðsins. Í kjölfar skiptingarinnar fékk Breiðablik bæði góðu færi sín í leiknum en náði ekki að nýta þau og því komst aldrei spenna í leikinn. Breiðablik vann sinn fyrsta leik í deildinni á miðvikudaginn en ekki að sjá að liðið hafi öðlast neitt sjálfstraust við það og ljóst að KR er í allt öðrum gæðaflokki miðað við spilamennsku liðanna í kvöld. KR er því komið í undanúrslit Borgunarbikarsins líkt og Keflavík en átta liða úrslitin klárast á morgun. Guðmundur Reynir: Bjóst við þeim betri„Við mættum algjörlega klárir til leiks frá fyrstu mínútu og náðum sem betur fer að setja eitt og svo annað mark og þá einhvern vegin datt þetta undan Blikunum,“ sagði Guðmundur Reynir Gunnarsson vinstri bakvörður KR. „Við slökuðum aðeins á og hefðum ekki átt að gera það. Þeir fengu tvö, þrjú færi sem þeir hefðu getað skorað úr og þá hefði þetta orðið leikur. Það hefði verið stór hættulegt og við hefðum átt að halda áfram,“ sagði Guðmundur Reynir sem vildi þó ekki meina að KR-ingar hafi verið að spara sig fyrir átökin framundan í deild og Meistaradeild þar sem liðið mætir Celtic. „Maður er ekkert að hugsa um að spara sig og á ekki að gera það og ég held að enginn hafi verið að reyna það. Þetta spilaðist bara þannig. „Þeim hefur gengið illa á þessu tímabili og við byrjuðum leikinn af mjög miklum krafti en ég bjóst við að þeir yrðu betri en þeir voru eftir að við brutum þá niður,“ sagði Guðmundur sem vakti athygli fyrir skóbúnað sinn í kvöld en hann var í einum hvítum skóm og öðrum svörtum. „Annar er skrúfutakkaskór og hinn er venjulegur. Ég nota vinstri til að sparka í boltann og þá þarf ég ekki þunga skrúfatakka á vinstri. Af hverju þarf að nota tvo eins skó? Hver segir það? „Það er stutt í leikinn gegn Þór og svo Celtic. Júlí er skemmtilegasti mánuðurinn þegar Meistaradeildin kemur inn með deildinni og bikarnum. Mikið af leikjum, þá er skemmtilegast,“ sagði Guðmundur Reynir. Guðmundur Benediktsson: Hefðum klárlega átt að gera skiptingu fyrr„Við vorum klárlega næst besta liðið á vellinum í fyrri hálfleik þar sem KR-ingar léku við hvurn sinn fingur og við vorum skrefinu á eftir í öllum aðgerðum og vorum heppnir að vera bara 2-0 undir,“ sagði Guðmundur Benediktsson þjálfari Breiðabliks eftir tapið í kvöld. „Við vorum allt of langt frá mönnum. Við komumst ekki í tæklingar. Við komumst ekki í skallabolta og ekki í seinni bolta. Við komumst ekki í neina bolta nánast. KR var bara með boltann og við vorum í eltingaleik. Við vorum hreinlega ekki nógu duglegir í fyrri hálfleik. Menn voru ekki tilbúnir að leggja nógu mikið í þetta. „Af því að ég er jákvæður yfirleitt þá var ég ánægður með seinni hálfleikinn. Það var annar andi í liðinu og menn reyndu. Við fundum ekki þetta eina mark sem þurfti til að hrista upp í leiknum. Því fór sem fór. „Það komu augnablik í seinni hálfleik þar sem voru tækifæri til að skora en það kom ekki og við töpuðum þessum leik í fyrri hálfleik þegar við vorum ekki í topp standi. Þú þarft að vera í topp standi allan leikinn til að vinna KR,“ sagði Guðmundur en Breiðablik fékk færin sín eftir að hann gerði tvöfalda breytingu á liðinu á 68. mínútu. Mátti sú skipting ekki koma fyrr? „Það voru fjölmargar skiptingar sem komu upp í hugann í hálfleik satt að segja. Það var hægt að gera margar skiptingar held ég að sé óhætt að segja. Við eigum bara þrjár og jú eigum við ekki bara að taka undir þetta. Við hefðum klárlega átt að gera skiptingu fyrr,“ sagði Guðmundur sem vildi ekki kenna skorti á sjálfstrausti um slaka frammistöðu liðsins í kvöld og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. „Við getum ekki hangið á því að vera ekki með sjálfstraust. Við unnum fínan sigur á miðvikudaginn gegn Þór og þá töluðu flestir um það að sjálfstraustið myndi aukast. Menn voru samt eitthvað litlir í sér í fyrri hálfleik, hvort það var hræðsla við KR eða eitthvað annað á ég eftir að finna út úr en við vorum of litlir í fyrri hálfleiknum og var hent út úr bikarnum af mjög góðu KR-liði.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Sjá meira