Bjóða fólki að kynnast hrossunum áður en það kaupir Sunna Karen Sigurþórsdóttir á Gaddstaðaflötum skrifar 4. júlí 2014 20:35 Stefán Birgir og Gangster frá Árgerði. mynd/stefán birgir Stefán Birgir Stefánsson er annar inn í A-úrslit á Landsmóti hestamanna sem fram fer á Gaddstaðaflötum á Hellu. Stefán hefur getið sér gott orð sem tamningamaður og ræktandi og tamdi hann hest sinn sem hann sýnir á mótinu sjálfur. Hestur hans þykir með eindæmum fagur en þó er það ekki það eina sem vakið hefur athygli fólks því hesturinn ber nafnið Gangster sem þýða mætti sem glæpamaður á íslensku. Gangster kemur frá Árgerði, ræktun Stefáns og eiginkonu hans. „Það var nú bara þannig að sem folald bar hann alltaf af í sínum árgangi. Hann var svo mikill töffari og allir sem sáu hann mundu eftir honum. Svo bara festist nafnið við hann,“ segir Stefán. Ræktun þeirra hjóna, Litli-Garður, byggir á gamalgrónni ræktun Magna Kjartanssonar í Árgerði. „Það sem við erum að gera er í raun framhald af því sem hann gerði og byrjaði fyrir fimmtíu árum síðan. Það mætti segja að hægt sé að rekja ættir flestra hrossa til hryssu Magna, Snældu frá Árgerði, sem stóð efst á landsmóti árið 1978 á Þingvöllum.“ Þau hafa hingað til rekið hrossaræktarbú og tamningastöð en stefna nú á að bjóða upp á hestatengda ferðaþjónustu á bæ sínum í Eyjafjarðasveit. „Við ætlum að bjóða fólki að koma og vera hjá okkur. Þá er fólki sem er að spá í að kaupa hross einnig boðið að koma og vera í einhvern tíma til að skoða það sem við höfum og kynnast hrossum sem við höfum til sölu.“ Stefáni hefur gengið nokkuð vel á mótinu og er hann bjartsýnn á framhaldið. „Hryssan sem ég ætlaði að sýna reyndar heltist og gat ég því ekki sýnt hana sem var leiðinlegt, en annað hefur gengið vel og vonandi heldur þannig áfram,“ segir Stefán að lokum. Hestar Tengdar fréttir Hellirignir á hesta og hestamenn Óveðrið setti dagskrá Landsmóts hestamanna á Gaddstaðaflötum við Hellu úr skorðum í gær. 2. júlí 2014 07:37 Landsmótið sett í blíðskaparveðri Þrátt fyrir að veður hafi sett töluvert strik í reikninginn síðastliðna daga hafa landsmótsgestir ekki látið það mikið á sig fá og hefur það verið nokkuð vel sótt. 3. júlí 2014 22:40 Besta veðrið á Landsmóti hestamanna Veðrið mun leika við gesti Landsmóts hestamanna um helgina. 4. júlí 2014 13:55 Baltasar Kormákur vill veðreiðar á Landsmót hestamanna Leikstjórinn Baltasar Kormákur vill fá meira "kick“ á Landsmót hestamanna. 3. júlí 2014 16:07 Landsmót hafið en veðurguðirnir gætu verið hliðhollari Landsmót hestamanna hófst í gær með kynbótasýningum. 30. júní 2014 13:06 Aldrei fleiri útlendingar á landsmóti Sjö þúsund manns eru á svæðinu, átta hundruð keppnishross og á þriðja hundruð starfsmenn. 4. júlí 2014 17:32 Birtir til og fjölgar á landsmóti Veðrið setti fyrstu dagana strik í reikninginn. 2. júlí 2014 16:58 Óttast ekki minni aðsókn vegna veðurs Verkefnastjóri Landsmóts hestamanna segir aldrei fleiri miða hafa selst í forsölu en í ár. 1. júlí 2014 07:45 Segir hugarfar hestamanna byggjast á afneitun Tungubogar, sem sagðir eru stríða gegn dýravelferðarlögum, eru enn í notkun meðal hestamanna. Hestafræðingur sakar hestamenn um að neita að horfast í augu við staðreyndir. 2. júlí 2014 16:01 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira
Stefán Birgir Stefánsson er annar inn í A-úrslit á Landsmóti hestamanna sem fram fer á Gaddstaðaflötum á Hellu. Stefán hefur getið sér gott orð sem tamningamaður og ræktandi og tamdi hann hest sinn sem hann sýnir á mótinu sjálfur. Hestur hans þykir með eindæmum fagur en þó er það ekki það eina sem vakið hefur athygli fólks því hesturinn ber nafnið Gangster sem þýða mætti sem glæpamaður á íslensku. Gangster kemur frá Árgerði, ræktun Stefáns og eiginkonu hans. „Það var nú bara þannig að sem folald bar hann alltaf af í sínum árgangi. Hann var svo mikill töffari og allir sem sáu hann mundu eftir honum. Svo bara festist nafnið við hann,“ segir Stefán. Ræktun þeirra hjóna, Litli-Garður, byggir á gamalgrónni ræktun Magna Kjartanssonar í Árgerði. „Það sem við erum að gera er í raun framhald af því sem hann gerði og byrjaði fyrir fimmtíu árum síðan. Það mætti segja að hægt sé að rekja ættir flestra hrossa til hryssu Magna, Snældu frá Árgerði, sem stóð efst á landsmóti árið 1978 á Þingvöllum.“ Þau hafa hingað til rekið hrossaræktarbú og tamningastöð en stefna nú á að bjóða upp á hestatengda ferðaþjónustu á bæ sínum í Eyjafjarðasveit. „Við ætlum að bjóða fólki að koma og vera hjá okkur. Þá er fólki sem er að spá í að kaupa hross einnig boðið að koma og vera í einhvern tíma til að skoða það sem við höfum og kynnast hrossum sem við höfum til sölu.“ Stefáni hefur gengið nokkuð vel á mótinu og er hann bjartsýnn á framhaldið. „Hryssan sem ég ætlaði að sýna reyndar heltist og gat ég því ekki sýnt hana sem var leiðinlegt, en annað hefur gengið vel og vonandi heldur þannig áfram,“ segir Stefán að lokum.
Hestar Tengdar fréttir Hellirignir á hesta og hestamenn Óveðrið setti dagskrá Landsmóts hestamanna á Gaddstaðaflötum við Hellu úr skorðum í gær. 2. júlí 2014 07:37 Landsmótið sett í blíðskaparveðri Þrátt fyrir að veður hafi sett töluvert strik í reikninginn síðastliðna daga hafa landsmótsgestir ekki látið það mikið á sig fá og hefur það verið nokkuð vel sótt. 3. júlí 2014 22:40 Besta veðrið á Landsmóti hestamanna Veðrið mun leika við gesti Landsmóts hestamanna um helgina. 4. júlí 2014 13:55 Baltasar Kormákur vill veðreiðar á Landsmót hestamanna Leikstjórinn Baltasar Kormákur vill fá meira "kick“ á Landsmót hestamanna. 3. júlí 2014 16:07 Landsmót hafið en veðurguðirnir gætu verið hliðhollari Landsmót hestamanna hófst í gær með kynbótasýningum. 30. júní 2014 13:06 Aldrei fleiri útlendingar á landsmóti Sjö þúsund manns eru á svæðinu, átta hundruð keppnishross og á þriðja hundruð starfsmenn. 4. júlí 2014 17:32 Birtir til og fjölgar á landsmóti Veðrið setti fyrstu dagana strik í reikninginn. 2. júlí 2014 16:58 Óttast ekki minni aðsókn vegna veðurs Verkefnastjóri Landsmóts hestamanna segir aldrei fleiri miða hafa selst í forsölu en í ár. 1. júlí 2014 07:45 Segir hugarfar hestamanna byggjast á afneitun Tungubogar, sem sagðir eru stríða gegn dýravelferðarlögum, eru enn í notkun meðal hestamanna. Hestafræðingur sakar hestamenn um að neita að horfast í augu við staðreyndir. 2. júlí 2014 16:01 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira
Hellirignir á hesta og hestamenn Óveðrið setti dagskrá Landsmóts hestamanna á Gaddstaðaflötum við Hellu úr skorðum í gær. 2. júlí 2014 07:37
Landsmótið sett í blíðskaparveðri Þrátt fyrir að veður hafi sett töluvert strik í reikninginn síðastliðna daga hafa landsmótsgestir ekki látið það mikið á sig fá og hefur það verið nokkuð vel sótt. 3. júlí 2014 22:40
Besta veðrið á Landsmóti hestamanna Veðrið mun leika við gesti Landsmóts hestamanna um helgina. 4. júlí 2014 13:55
Baltasar Kormákur vill veðreiðar á Landsmót hestamanna Leikstjórinn Baltasar Kormákur vill fá meira "kick“ á Landsmót hestamanna. 3. júlí 2014 16:07
Landsmót hafið en veðurguðirnir gætu verið hliðhollari Landsmót hestamanna hófst í gær með kynbótasýningum. 30. júní 2014 13:06
Aldrei fleiri útlendingar á landsmóti Sjö þúsund manns eru á svæðinu, átta hundruð keppnishross og á þriðja hundruð starfsmenn. 4. júlí 2014 17:32
Óttast ekki minni aðsókn vegna veðurs Verkefnastjóri Landsmóts hestamanna segir aldrei fleiri miða hafa selst í forsölu en í ár. 1. júlí 2014 07:45
Segir hugarfar hestamanna byggjast á afneitun Tungubogar, sem sagðir eru stríða gegn dýravelferðarlögum, eru enn í notkun meðal hestamanna. Hestafræðingur sakar hestamenn um að neita að horfast í augu við staðreyndir. 2. júlí 2014 16:01