Sport

12 ára landsmótsmeistari í þriðja sinn: "Ég fæ ekki nóg"

Sunna Karen Sigurþórsdóttir á Gaddstaðaflötum skrifar
Hið sigursæla par, Glódís og Kamban.
Hið sigursæla par, Glódís og Kamban. vísir/bjarni þór
Þrátt fyrir ungan aldur hefur Glódís Sigurðardóttir fest sig í sessi sem einn efnilegasti knapi landsins en í dag bar hún sigur úr býtum í A-úrslitum barna, þriðja landsmótið í röð á hesti sínum Kamban frá Húsavík. Hún er tólf ára gömul og hefur verið í hestamennsku frá því hún man eftir sér. Hún segir fátt veita sér jafn mikla ánægju og hestarnir og segir þetta aldrei verða leiðinlegt.

„Ég fæ bara ekki nóg. Þetta verður aldrei leiðinlegt og það er alltaf jafn gaman að sigra,“ segir Glódís og hlær. Hún segir lykilinn bakvið undraverðan árangur sinn skipulagða og jafna þjálfun en stórmót sem þessi þarfnist þó meiri þjálfunar en ella.

Glódís tekur við verðlaununum.
„Það er í raun að halda sömu þjálfun og maður gerir um veturinn og haustið og hafa hestinn í góðu trimmi.“

Glódís fékk hest sinn Kamban í jólagjöf frá foreldrum sínum árið 2011 og eru þau miklir vinir.  Eftir landsmótið tekur við hvíld hjá hesti og knapa en stefnan er sett á Íslandsmót síðar í þessum mánuði.

„Ég er bara ótrúlega ánægð og þetta er mjög gaman,“ segir Glódís sem er bjartsýn á framhaldið.

Glódís og Kamban.mynd/jens einarsson

Tengdar fréttir

Landsmótið sett í blíðskaparveðri

Þrátt fyrir að veður hafi sett töluvert strik í reikninginn síðastliðna daga hafa landsmótsgestir ekki látið það mikið á sig fá og hefur það verið nokkuð vel sótt.

Heimsmet á Hellu

Heldur betur hefur ræst úr veðri á Gaddstaðaflötum á Hellu og sólin farin að skína á gesti landsmóts hestamanna.

Segir hugarfar hestamanna byggjast á afneitun

Tungubogar, sem sagðir eru stríða gegn dýravelferðarlögum, eru enn í notkun meðal hestamanna. Hestafræðingur sakar hestamenn um að neita að horfast í augu við staðreyndir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×