Fótbolti

Fór áður ótroðnar slóðir í fagnaðarlátum | Myndband

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Sjálfsmyndin umrædda.
Sjálfsmyndin umrædda. Mynd/Twitter-síða Sporting Kansas City
Leikmenn ganga sífellt lengra í frumlegum fagnaðarlátum en Dom Dwyer fór áður ótroðnar slóðir er hann kom Sporting Kansas City yfir í leik gegn Chicago Fire í nótt í amerísku knattspyrnudeildinni.

Dwyer sem kom Sporting Kansas City yfir í fyrri hálfleik þegar hann nýtti sér mistök varnarmanns og renndi boltanum framhjá Sean Johnson í marki Chicago. Dwyer bauð upp á nýstárlegt fagn í tilefni marksins en hann fékk síma lánaðann hjá vallarstarfsmanni og skellti í selfie eða sjálfu með áhorfendum.

Hafði Dwyer látið vallarstarfsmannin hafa símann fyrir leik en hann fékk gult spjald fyrir fagnaðarlætin og stuttu síðar jafnaði Chicago Fire metin. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli og varð Kansas City af mikilvægum stigum í toppbaráttunni í MLS-deildinni.

Myndbandið af marki Dwyer og fagnaðarlátum hans má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×