„Stuðningsmenn vilja Gauja Þórðar en við viljum hann ekki“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. júní 2014 15:08 Sigurður Ragnar Eyjólfsson og Guðjón Þórðarson. „Sigurður Ragnar verður þjálfari hjá okkur. Það var gerður þriggja ára samningur við hann og ég þarf þá að fara á undan ef hann á að fara,“ segir Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV. Gengi Eyjamanna undir stjórn Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar í Pepsi-deild karla í knattspyrnu hefur verið vel undir væntingum Eyjaskeggja það sem af er leiktíð. Í sjö tilraunum hefur liðinu ekki tekist að landa sigri og situr liðið á botni deildarinnar með þrjú stig. Óskar Örn viðurkennir að hafa heyrt af áhuga stuðningsmanna á því að skipta um þjálfara. Þar sé Guðjón Þórðarson efstur á blaði. „Ég las þetta á stuðningsmannasíðu ÍBV á Facebook,“ segir Óskar en greinilegt er að skoðanir hans og stuðningsmanna á þjálfaramálum fara ekki fullkomlega saman. „Stuðningsmenn vilja Gauja Þórðar en við viljum hann ekki. Það er bara svoleiðis. Við viljum Sigurð.“ Sigurður Ragnar tók við liði Eyjamanna fyrir leiktíðina en starfið er hans fyrsta hjá karlaliði. Hann þjálfaði áður kvennalandsliðið í tæp sjö ár með góðum árangri. Guðjón hefur marga fjöruna sopið á litríkum ferli sem þjálfari og knattspyrnustjóri hér heima og erlendis. Hann þjálfaði síðast karlalið Grindavíkur sumarið 2012 þegar liðið féll úr efstu deild með aðeins tólf stig. Samskiptum Guðjóns við Grindavík var þó ekki lokið því hann kærði félagið fyrir vangoldin laun. Fór svo að Grindavík þurfti að greiða Guðjón 8,5 milljónir króna.Óskar Örn, annar frá hægri, þegar skrifað var undir samning við David James í fyrra.Vísir/VilhelmÓskar Örn segist að sjálfsögðu hafa áhyggjur af gengi liðsins en allt sé á réttri leið. Liðið leiddi 2-1 gegn Valsmönnum á Hásteinsvelli í gær þegar skammt var til leiksloka. Gunnar Gunnarsson jafnaði hins vegar metin undir lokin. „Bara ef dómarinn hefði dæmt eins og maður eftir að við komumst yfir í gær. Valsmenn máttu gera allan fjandann eftir það. Þessi aukaspyrna, sem markið kom upp úr, átti aldrei að vera,“ segir Óskar Örn ósáttur við dómara leiksins Vilhjálm Alvar Þórarinsson.Öll mörkin úr leiknum, aukaspyrnuna umdeildu og viðbrögð Sigurðs Ragnars Eyjólfssonar má sjá í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sjöunda umferðin verður svo gerð upp í heild sinni í Pepsi-mörkunum klukkan 22 annað kvöld að loknum stórleik Stjörnunnar og KR sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 20. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndband: ÍBV - Valur 2-2 Eyjamenn fengu í dag sitt fyrsta stig á heimavelli þegar að liðið gerði 2-2 jafntefli við Valsmenn í 7. umferð Pepsi-deildarinnar. 9. júní 2014 13:00 Mest lesið Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Sjá meira
„Sigurður Ragnar verður þjálfari hjá okkur. Það var gerður þriggja ára samningur við hann og ég þarf þá að fara á undan ef hann á að fara,“ segir Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV. Gengi Eyjamanna undir stjórn Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar í Pepsi-deild karla í knattspyrnu hefur verið vel undir væntingum Eyjaskeggja það sem af er leiktíð. Í sjö tilraunum hefur liðinu ekki tekist að landa sigri og situr liðið á botni deildarinnar með þrjú stig. Óskar Örn viðurkennir að hafa heyrt af áhuga stuðningsmanna á því að skipta um þjálfara. Þar sé Guðjón Þórðarson efstur á blaði. „Ég las þetta á stuðningsmannasíðu ÍBV á Facebook,“ segir Óskar en greinilegt er að skoðanir hans og stuðningsmanna á þjálfaramálum fara ekki fullkomlega saman. „Stuðningsmenn vilja Gauja Þórðar en við viljum hann ekki. Það er bara svoleiðis. Við viljum Sigurð.“ Sigurður Ragnar tók við liði Eyjamanna fyrir leiktíðina en starfið er hans fyrsta hjá karlaliði. Hann þjálfaði áður kvennalandsliðið í tæp sjö ár með góðum árangri. Guðjón hefur marga fjöruna sopið á litríkum ferli sem þjálfari og knattspyrnustjóri hér heima og erlendis. Hann þjálfaði síðast karlalið Grindavíkur sumarið 2012 þegar liðið féll úr efstu deild með aðeins tólf stig. Samskiptum Guðjóns við Grindavík var þó ekki lokið því hann kærði félagið fyrir vangoldin laun. Fór svo að Grindavík þurfti að greiða Guðjón 8,5 milljónir króna.Óskar Örn, annar frá hægri, þegar skrifað var undir samning við David James í fyrra.Vísir/VilhelmÓskar Örn segist að sjálfsögðu hafa áhyggjur af gengi liðsins en allt sé á réttri leið. Liðið leiddi 2-1 gegn Valsmönnum á Hásteinsvelli í gær þegar skammt var til leiksloka. Gunnar Gunnarsson jafnaði hins vegar metin undir lokin. „Bara ef dómarinn hefði dæmt eins og maður eftir að við komumst yfir í gær. Valsmenn máttu gera allan fjandann eftir það. Þessi aukaspyrna, sem markið kom upp úr, átti aldrei að vera,“ segir Óskar Örn ósáttur við dómara leiksins Vilhjálm Alvar Þórarinsson.Öll mörkin úr leiknum, aukaspyrnuna umdeildu og viðbrögð Sigurðs Ragnars Eyjólfssonar má sjá í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sjöunda umferðin verður svo gerð upp í heild sinni í Pepsi-mörkunum klukkan 22 annað kvöld að loknum stórleik Stjörnunnar og KR sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 20.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndband: ÍBV - Valur 2-2 Eyjamenn fengu í dag sitt fyrsta stig á heimavelli þegar að liðið gerði 2-2 jafntefli við Valsmenn í 7. umferð Pepsi-deildarinnar. 9. júní 2014 13:00 Mest lesið Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndband: ÍBV - Valur 2-2 Eyjamenn fengu í dag sitt fyrsta stig á heimavelli þegar að liðið gerði 2-2 jafntefli við Valsmenn í 7. umferð Pepsi-deildarinnar. 9. júní 2014 13:00