Innlent

Dæmdur fyrir vörslu á 302 kannabisplöntum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
VISIR/Valgarður
Maður var í dag dæmur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa haft 302 kannabisplöntur í vörslu sinni í mars árið 2009.

Einnig voru 4.95 grömm af kannabislaufum í fórum hans en dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Var hann dæmdur til að greiðslu alls sakakostnaðar og voru fyrrgreind efni ásamt fjórum brúsum af blómaáburði og einn peru gerð upptæk. Maðurinn játaði brot sín.

„Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru,“ er meðal annars reifað í dómnum yfir manninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×