Ögmundur: Ætlar að verða markvörður númer eitt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. maí 2014 08:00 Ögmundur Kristinsson er leikmaður fimmtu umferðar að mati Fréttablaðsins, Vísir/Daníel Ögmundur Kristinsson, fyrirliði Fram, er leikmaður fimmtu umferðar Pepsi-deildar karla að mati Fréttablaðsins, en hann átti frábæran í marki Fram þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Breiðablik á gervigrasvellinum í Laugardal. "Þetta er mjög góð og ánægjuleg viðurkenning," sagði Ögmundur í samtali við Fréttablaðið í gær. "Það var nóg að gera í búrinu og ég gekk sáttur frá leiknum, þrátt fyrir að maður hefði verið ánægðari með þrjú stig heldur en eitt." Fram situr í 9. sæti Pepsi-deildarinnar með fimm stig eftir fimm leiki. Ögmundur kveðst nokkuð sáttur með byrjun liðsins. "Þetta er búið að ganga fínt. Þetta hafa verið miklar baráttuleikir eins og oft vill verða í þessum fyrstu umferðum. Við erum búnir að spila marga góða hálfleiki, en við höfum kannski ekki enn náð að spila tvo svoleiðis í einum og sama leiknum. Eini virkilega slaki leikurinn var á móti Val, þá sérstaklega seinni hálfleikurinn. Hinir leikirnir hafa gengið ágætlega og við verðum að halda áfram og safna fleiri stigum."Ögmundur verður í íslenska landsliðinu sem mætir Austurríki og Eistlandi.Vísir/DaníelÖgmundur var valinn í landsliðshópinn fyrir vináttuleikina gegn Austurríki og Eistlandi sem fara fram 30. maí og 4. júní næstkomandi. Markvörðurinn öflugi segir það mikinn heiður. "Að fá kall í landsliðið er einn mesti heiður sem fótboltamanni getur hlotnast og ég er virkilega stoltur af því. Ég var í hópnum í leikjum í undankeppninni í fyrra, þannig ég þekki hópinn ágætlega." En gerir Ögmundur sér vonir að fá að spila í þessum tveimur landsleikjum sem framundan eru? "Maður vill alltaf spila leiki, hvort sem það er með lands- eða félagsliði og auðvitað vonast ég til að fá tækifæri, en ég læt Lars (Lagerback) og Heimi (Hallgrímsson) um að ákveða það. "Maður byrjar að standa sig vel með sínu félagsliði og þegar það gengur vel, þá fær maður vonandi sæti í landsliðinu. Ég fer ekkert leynt með það að ég vil vera markmaður númer eitt hjá íslenska landsliðinu og fá að spila," sagði Ögmundur að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Lars og Heimir völdu fjóra nýliða Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfarar karla í fótbolta, tilkynntu á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag hópinn sem mætir Austurríki og Eistlandi í tveimur vináttulandsleikjum. 23. maí 2014 12:05 Uppbótartíminn: Líflátshótanir og Óla Þórðar dúkka sem talar Fjórða umferð Pepsi-deildarinnar gerð upp í máli og myndum. 23. maí 2014 12:45 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fram - Breiðablik 1-1 | Blikar enn án sigurs Breiðablik er enn án sigurs í Pepsi-deild karla eftir 1-1 jafntefli við Fram í leik sem fór fram á gervigrasvellinum í Laugardal í kvöld. 22. maí 2014 10:31 Mest lesið Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Sjá meira
Ögmundur Kristinsson, fyrirliði Fram, er leikmaður fimmtu umferðar Pepsi-deildar karla að mati Fréttablaðsins, en hann átti frábæran í marki Fram þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Breiðablik á gervigrasvellinum í Laugardal. "Þetta er mjög góð og ánægjuleg viðurkenning," sagði Ögmundur í samtali við Fréttablaðið í gær. "Það var nóg að gera í búrinu og ég gekk sáttur frá leiknum, þrátt fyrir að maður hefði verið ánægðari með þrjú stig heldur en eitt." Fram situr í 9. sæti Pepsi-deildarinnar með fimm stig eftir fimm leiki. Ögmundur kveðst nokkuð sáttur með byrjun liðsins. "Þetta er búið að ganga fínt. Þetta hafa verið miklar baráttuleikir eins og oft vill verða í þessum fyrstu umferðum. Við erum búnir að spila marga góða hálfleiki, en við höfum kannski ekki enn náð að spila tvo svoleiðis í einum og sama leiknum. Eini virkilega slaki leikurinn var á móti Val, þá sérstaklega seinni hálfleikurinn. Hinir leikirnir hafa gengið ágætlega og við verðum að halda áfram og safna fleiri stigum."Ögmundur verður í íslenska landsliðinu sem mætir Austurríki og Eistlandi.Vísir/DaníelÖgmundur var valinn í landsliðshópinn fyrir vináttuleikina gegn Austurríki og Eistlandi sem fara fram 30. maí og 4. júní næstkomandi. Markvörðurinn öflugi segir það mikinn heiður. "Að fá kall í landsliðið er einn mesti heiður sem fótboltamanni getur hlotnast og ég er virkilega stoltur af því. Ég var í hópnum í leikjum í undankeppninni í fyrra, þannig ég þekki hópinn ágætlega." En gerir Ögmundur sér vonir að fá að spila í þessum tveimur landsleikjum sem framundan eru? "Maður vill alltaf spila leiki, hvort sem það er með lands- eða félagsliði og auðvitað vonast ég til að fá tækifæri, en ég læt Lars (Lagerback) og Heimi (Hallgrímsson) um að ákveða það. "Maður byrjar að standa sig vel með sínu félagsliði og þegar það gengur vel, þá fær maður vonandi sæti í landsliðinu. Ég fer ekkert leynt með það að ég vil vera markmaður númer eitt hjá íslenska landsliðinu og fá að spila," sagði Ögmundur að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Lars og Heimir völdu fjóra nýliða Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfarar karla í fótbolta, tilkynntu á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag hópinn sem mætir Austurríki og Eistlandi í tveimur vináttulandsleikjum. 23. maí 2014 12:05 Uppbótartíminn: Líflátshótanir og Óla Þórðar dúkka sem talar Fjórða umferð Pepsi-deildarinnar gerð upp í máli og myndum. 23. maí 2014 12:45 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fram - Breiðablik 1-1 | Blikar enn án sigurs Breiðablik er enn án sigurs í Pepsi-deild karla eftir 1-1 jafntefli við Fram í leik sem fór fram á gervigrasvellinum í Laugardal í kvöld. 22. maí 2014 10:31 Mest lesið Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Sjá meira
Lars og Heimir völdu fjóra nýliða Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfarar karla í fótbolta, tilkynntu á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag hópinn sem mætir Austurríki og Eistlandi í tveimur vináttulandsleikjum. 23. maí 2014 12:05
Uppbótartíminn: Líflátshótanir og Óla Þórðar dúkka sem talar Fjórða umferð Pepsi-deildarinnar gerð upp í máli og myndum. 23. maí 2014 12:45
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fram - Breiðablik 1-1 | Blikar enn án sigurs Breiðablik er enn án sigurs í Pepsi-deild karla eftir 1-1 jafntefli við Fram í leik sem fór fram á gervigrasvellinum í Laugardal í kvöld. 22. maí 2014 10:31