Sport

Mögnuð tilþrif í torfærukeppni í Jósepsdal | Myndir

vísir/vilhelm
Um helgina fór fram önnur umferð Íslandsmótsins í torfæru en það var Akstursíþróttafélag Suðurnesja sem að sá um keppni helgarinnar.

Veðrið lék hvorki við keppendur né áhorfendur en þrátt fyrir það komu um 1.000 manns til þess að fylgjast með keppninni.

Ívar Guðmundsson á Kölska varð hlutskarpastur í keppni helgarinnar í götubílaflokki með 1.597 stig. Í öðru sæti varð Steingrímur Bjarnason á Strumpinum með 1.270 stig.

Sævar Már Gunnarsson á Bruce Willys kom þar rétt á eftir með 1.239 stig. Eðvald Orri Guðmundsson á Pjakknum varð svo fjórði en hann fékk 1.090 stig.

Í flokki sérútbúinna götubíla vann Jón Vilberg Gunnarsson yfirburðasigur en hann fékk 1.253 stig á meðan Sigfús Gunnar Benediktsson fékk aðeins 713 stig.

Í sérútbúna flokknum vann Elmar Jón Guðmundsson á Heimasætunni. Hann fékk 1.331 stig en Valdimar Jón Sveinsson á Crash Hard fékk 1.297 stig. Helgi Gunnlaugsson á Gærunni fékk 1.240 stgi að þessu sinni og Benedikt Helgi Sigfússon á Hlunknum fékk 1.140 stig.

Fleiri myndir úr keppninni má sjá hér að neðan.

vísir/vilhelm
vísir/vilhelm
vísir/vilhelm
vísir/vilhelm
vísir/vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×