Cummings ekki síðri bardagamaður en LaFlare Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. maí 2014 17:45 Gunnar Nelson mætir nú Zak Cummings í Dyflinni. Vísir/Getty „Það var haft samband við okkur seint í gærkvöldi og við látnir vita að Ryan LaFlare hafi meitt sig á hné og þurfti að draga sig út úr bardaganum,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður bardagakappans GunnarsNelson.Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag hefur Gunnar fengið nýjan mótherja á UFC-bardagakvöldinu í Dyflinni 19. júlí. Ryan LaFlare þurfti að hætta við og í staðinn mætir Gunnar öðrum Bandaríkjamanni, Zak Cummings. „Zak er glímumaður eins og Ryan og ósigraður í UFC þar sem hann hefur barist tvisvar. Hann er ekki jafnhátt skrifaður og LaFlare en alls ekki síðri bardagamaður,“ segir Haraldur. Ryan LaFlare hefur barist ellefu sinnum í blönduðum bardagalistum, MMA, og unnið alla bardagana, þar af fjóra í UFC (alla á dómaraúrskurði). Zak Cummings er öllu reyndari þrátt fyrir að vera árinu yngri en LaFlare, 29 ára. Hann á að baki 20 bardaga í MMA (17-3), þar af tvo í UFC. Annan vann hann á dómaraúrskurði en hinn með hengingu í fyrstu lotu. Cummings hengdi Benny Alloway í bardaga þeirra á UFC-kvöldi í fyrra en LaFlare hefur einnig barist við Alloway og kláraði hann á dómaraúrskurði. „Við hefðum væntanlega getað hafnað bardaganum en það er engin ástæða til þess. Zak er verðugur andstæðingur þó svo það hefði verið gaman að berjast við LaFlare. Zak hefur unnið 17 bardaga og náði á sínum tíma að vinna tíu bardaga í röð. Hann er mun reyndari andstæðingur og hefur rotað fleiri,“ segir Haraldur. Það er ekki óalgengt að bardagamenn dragi sig úr keppni vegna meiðsla eins og Gunnar þekkir sjálfur of vel. Bæði hefur hann lent í því að skipt hefur verið 2-3 sinnum um andstæðing og þá hefur hann sjálfur þurft að hætta við bardaga vegna meiðsla. „Þetta er eins og Gunnar hefur alltaf sagt, það er ekkert sniðugt að æfa fyrir einhvern sérstakan andstæðing. Maður veit aldrei á móti hverjum maður berst á endanum. Þú gæti verið að æfa fyrir bardaga á móti glímukappa en endar á að mæta einhverjum boxara,“ segir Haraldur Dean Nelson.Bardagi Gunnars Nelson í Dyflinni 19. júlí verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. MMA Tengdar fréttir Gunnar fær nýjan andstæðing í Dublin Ryan LaFlare getur ekki barist við Gunnar Nelson í Dublin í sumar. Zak Cummings tekur hans stað. 28. maí 2014 13:05 Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Albert snuðaður um sigurmark Tindastóll vann Val í spennutrylli Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Haukar - Keflavík | Meistararnir vilja ekki dragast aftur úr Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Lifandi styttan í stúkunni grét í leikslok Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Sjá meira
„Það var haft samband við okkur seint í gærkvöldi og við látnir vita að Ryan LaFlare hafi meitt sig á hné og þurfti að draga sig út úr bardaganum,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður bardagakappans GunnarsNelson.Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag hefur Gunnar fengið nýjan mótherja á UFC-bardagakvöldinu í Dyflinni 19. júlí. Ryan LaFlare þurfti að hætta við og í staðinn mætir Gunnar öðrum Bandaríkjamanni, Zak Cummings. „Zak er glímumaður eins og Ryan og ósigraður í UFC þar sem hann hefur barist tvisvar. Hann er ekki jafnhátt skrifaður og LaFlare en alls ekki síðri bardagamaður,“ segir Haraldur. Ryan LaFlare hefur barist ellefu sinnum í blönduðum bardagalistum, MMA, og unnið alla bardagana, þar af fjóra í UFC (alla á dómaraúrskurði). Zak Cummings er öllu reyndari þrátt fyrir að vera árinu yngri en LaFlare, 29 ára. Hann á að baki 20 bardaga í MMA (17-3), þar af tvo í UFC. Annan vann hann á dómaraúrskurði en hinn með hengingu í fyrstu lotu. Cummings hengdi Benny Alloway í bardaga þeirra á UFC-kvöldi í fyrra en LaFlare hefur einnig barist við Alloway og kláraði hann á dómaraúrskurði. „Við hefðum væntanlega getað hafnað bardaganum en það er engin ástæða til þess. Zak er verðugur andstæðingur þó svo það hefði verið gaman að berjast við LaFlare. Zak hefur unnið 17 bardaga og náði á sínum tíma að vinna tíu bardaga í röð. Hann er mun reyndari andstæðingur og hefur rotað fleiri,“ segir Haraldur. Það er ekki óalgengt að bardagamenn dragi sig úr keppni vegna meiðsla eins og Gunnar þekkir sjálfur of vel. Bæði hefur hann lent í því að skipt hefur verið 2-3 sinnum um andstæðing og þá hefur hann sjálfur þurft að hætta við bardaga vegna meiðsla. „Þetta er eins og Gunnar hefur alltaf sagt, það er ekkert sniðugt að æfa fyrir einhvern sérstakan andstæðing. Maður veit aldrei á móti hverjum maður berst á endanum. Þú gæti verið að æfa fyrir bardaga á móti glímukappa en endar á að mæta einhverjum boxara,“ segir Haraldur Dean Nelson.Bardagi Gunnars Nelson í Dyflinni 19. júlí verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
MMA Tengdar fréttir Gunnar fær nýjan andstæðing í Dublin Ryan LaFlare getur ekki barist við Gunnar Nelson í Dublin í sumar. Zak Cummings tekur hans stað. 28. maí 2014 13:05 Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Albert snuðaður um sigurmark Tindastóll vann Val í spennutrylli Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Haukar - Keflavík | Meistararnir vilja ekki dragast aftur úr Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Lifandi styttan í stúkunni grét í leikslok Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Sjá meira
Gunnar fær nýjan andstæðing í Dublin Ryan LaFlare getur ekki barist við Gunnar Nelson í Dublin í sumar. Zak Cummings tekur hans stað. 28. maí 2014 13:05