Íslenski boltinn

Heldur sigurganga nýliðanna áfram?

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Fjölnir hefur farið frábærlega af stað í deildinni
Fjölnir hefur farið frábærlega af stað í deildinni VÍSIR/HAG
Fjölnir hefur farið frábærlega af stað í Pepsí deild karla í fótbolta og getur náð þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar í kvöld þegar Fjölnir tekur á móti Val klukkan 19:15.

Fjölnir hefur komið mörgum á óvart með góðri spilamennsku og tveimur sigrum í tveimur fyrstu umferðunum.

Fjölnir vann nýliðaslaginn gegn Víkingi í fyrstu umferðinni og gerði góða ferð norður á Akureyri á fimmtudaginn þar sem liðið skellti Þór.

Valur byrjaði deildina líka vel með því að leggja KR að velli í fyrstu umferðinni en liðið tapaði fyrir Keflavík á fimmtudaginn og velta margir því fyrir sér hvort liðið verði jójó lið líkt og á síðustu leiktíð þar sem hverjum sigurleiknum virtist fylgja tapleikur og öfugt.

Haldi Valur jójó spilamennskunni áfram vinnur liðið í kvöld en Fjölnir hefur sýnt að mikið er í liðið spunnið og má eiga von á spennandi leik á Fjölnisvelli í kvöld.

Boltavakt Vísis verður að sjálfsögðu á staðnum og mun lýsa leiknum beint hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×