Íslenski boltinn

Ólafur: Flumbrugangur á okkur

Árni Jóhannsson skrifar
Vísir/Vilhelm
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, var svekktur með 2-0 tapið gegn Keflavík í Pepsi-deildinni í kvöld.

„Það er svekkjandi að fá ekkert hér í dag og það var svekkjandi að tapa á móti KR. Við getum verið ánægðir með stigið sem við náðum í í Hafnarfirði eins og leikurinn spilaðist,“ sagði Ólafur en Breiðablik er aðeins með eitt stig að loknum þremur fyrstu umferðunum.

„Við virðumst við ekki þekkja okkar vitjunartíma, hvorki varnar né sóknarlega, erum klaufalegir og flumbrugangur á okkur þegar Keflavík skora þessi tvö mörk. Það ætti að vera hægt að keyra þessu heim með því að halda markinu hreinu en það tókst ekki í kvöld.“

Viðtalið allt má lesa hér fyrir neðan sem og frekari umfjöllun um leikinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×