Leiknir og Þróttur með fullt hús stiga | Aftur vann Grindavík ÍA Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. maí 2014 19:11 Jósef Kristinn Jósefsson skoraði í sigri Grindvíkinga á ÍA í 1. deildinni í dag. Vísir/Vilhelm Fimm leikir fóru fram í 1. deild karla í dag. Leiknir R. er með fullt hús stiga eftir 2-0 sigur á BÍ/Bolungarvík í Breiðholtinu. Sindri Björnsson og Óttar Bjarni Guðmundsson skoruðu mörk Leiknismanna í seinni hálfleik. Eyjólfur Tómasson varði vítaspyrnu Aarons Spear, leikmanns Vestfirðinga, í uppbótartíma. Þróttur R. er einnig með sex stig, en liðið bar sigurorð af KA í dag með þremur mörkum gegn einu. Vilhjálmur Pálmason - sem skoraði tvö mörk í 4-1 sigri á Haukum í fyrstu umferðinni - kom Þrótturum yfir snemma leiks, en Arsenij Buinickij jafnaði leikinn á 20. mínútu. Fimmtán mínútum síðar kom Matthew Eliason Þrótti yfir á nýjan leik og hann gulltryggði svo sigurinn með marki um miðjan seinni hálfleik. Grindavík vann 3-2 sigur á ÍA í hörkuleik, en liðin áttust einnig við í Borgunarbikarnum fyrr í vikunni þar sem Grindvíkingar höfðu betur, 4-1.Eggert Kári Karlsson kom Skagamönnum yfir í leiknum í dag á 17. mínútu, en Jósef Kristinn Jósefsson jafnaði leikinn eftir rúman hálftíma. Grindvíkingar komust svo yfir með sjálfsmarki Arnórs Snæs Guðmundssonar á 50. mínútu og Tomislav Misura bætti svo við forystuna á 74. mínútu. Garðar Gunnlaugsson minnkaði svo muninn með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Selfyssingar unnu góðan 0-1 sigur á Víkingum frá Ólafsvík í leik sem fór fram í Akraneshöllinni. Það var Elton Renato Livramento Barros sem skoraði markið á 90. mínútu. Þá skildu Tindastóll og KV jöfn 2-2 á KA-vellinum. Brynjar Orri Bjarnason og Magnús Bernhard Gíslason komu Vesturbæjarliðinu í 0-2 í fyrri hálfleik, en Stólarnir gáfust ekki upp. Mark Magee minnkaði muninn á 70. mínútu og í uppbótartíma jafnaði Loftur Páll Eiríksson metin. Í gær gerðu HK og Haukar 1-1 jafntefli í Kórnum.Úrslit 2. umferðar: Leiknir R. 2-0 BÍ/Bolungarvík Þróttur R. 3-1 KA Grindavík 3-2 ÍA Víkingur Ó. 0-1 Selfoss Tindastóll 2-2 KV HK 1-1 Haukar Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir BÍ/Bolungarvík á toppnum eftir eina umferð | Ólsarar unnu á Akureyri Þrír leikir voru á dagskrá 1. deildar karla í fótbolta í dag þegar fyrstu umferð deildarinnar lauk. BÍ/Bolungarvík er í efsta sæti eftir 4-0 sigur á Tindastóli á heimavelli. 10. maí 2014 15:52 ÍA, Leiknir og Ólafsvíkingar úr leik í bikarnum Víkingur Ólafsvík og ÍA, sem féllu bæði úr Pepsi-deild karla í haust, eru úr leik í Borgunarbikarkeppni karla en fjölmargir leikir í 2. umferð fóru fram í kvöld. 13. maí 2014 22:33 Jafnt í Kórnum HK og Haukar skildu jöfn, 1-1, í eina leik kvöldsins í 1. deild karla í knattspyrnu. 16. maí 2014 21:47 Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira
Fimm leikir fóru fram í 1. deild karla í dag. Leiknir R. er með fullt hús stiga eftir 2-0 sigur á BÍ/Bolungarvík í Breiðholtinu. Sindri Björnsson og Óttar Bjarni Guðmundsson skoruðu mörk Leiknismanna í seinni hálfleik. Eyjólfur Tómasson varði vítaspyrnu Aarons Spear, leikmanns Vestfirðinga, í uppbótartíma. Þróttur R. er einnig með sex stig, en liðið bar sigurorð af KA í dag með þremur mörkum gegn einu. Vilhjálmur Pálmason - sem skoraði tvö mörk í 4-1 sigri á Haukum í fyrstu umferðinni - kom Þrótturum yfir snemma leiks, en Arsenij Buinickij jafnaði leikinn á 20. mínútu. Fimmtán mínútum síðar kom Matthew Eliason Þrótti yfir á nýjan leik og hann gulltryggði svo sigurinn með marki um miðjan seinni hálfleik. Grindavík vann 3-2 sigur á ÍA í hörkuleik, en liðin áttust einnig við í Borgunarbikarnum fyrr í vikunni þar sem Grindvíkingar höfðu betur, 4-1.Eggert Kári Karlsson kom Skagamönnum yfir í leiknum í dag á 17. mínútu, en Jósef Kristinn Jósefsson jafnaði leikinn eftir rúman hálftíma. Grindvíkingar komust svo yfir með sjálfsmarki Arnórs Snæs Guðmundssonar á 50. mínútu og Tomislav Misura bætti svo við forystuna á 74. mínútu. Garðar Gunnlaugsson minnkaði svo muninn með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Selfyssingar unnu góðan 0-1 sigur á Víkingum frá Ólafsvík í leik sem fór fram í Akraneshöllinni. Það var Elton Renato Livramento Barros sem skoraði markið á 90. mínútu. Þá skildu Tindastóll og KV jöfn 2-2 á KA-vellinum. Brynjar Orri Bjarnason og Magnús Bernhard Gíslason komu Vesturbæjarliðinu í 0-2 í fyrri hálfleik, en Stólarnir gáfust ekki upp. Mark Magee minnkaði muninn á 70. mínútu og í uppbótartíma jafnaði Loftur Páll Eiríksson metin. Í gær gerðu HK og Haukar 1-1 jafntefli í Kórnum.Úrslit 2. umferðar: Leiknir R. 2-0 BÍ/Bolungarvík Þróttur R. 3-1 KA Grindavík 3-2 ÍA Víkingur Ó. 0-1 Selfoss Tindastóll 2-2 KV HK 1-1 Haukar
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir BÍ/Bolungarvík á toppnum eftir eina umferð | Ólsarar unnu á Akureyri Þrír leikir voru á dagskrá 1. deildar karla í fótbolta í dag þegar fyrstu umferð deildarinnar lauk. BÍ/Bolungarvík er í efsta sæti eftir 4-0 sigur á Tindastóli á heimavelli. 10. maí 2014 15:52 ÍA, Leiknir og Ólafsvíkingar úr leik í bikarnum Víkingur Ólafsvík og ÍA, sem féllu bæði úr Pepsi-deild karla í haust, eru úr leik í Borgunarbikarkeppni karla en fjölmargir leikir í 2. umferð fóru fram í kvöld. 13. maí 2014 22:33 Jafnt í Kórnum HK og Haukar skildu jöfn, 1-1, í eina leik kvöldsins í 1. deild karla í knattspyrnu. 16. maí 2014 21:47 Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira
BÍ/Bolungarvík á toppnum eftir eina umferð | Ólsarar unnu á Akureyri Þrír leikir voru á dagskrá 1. deildar karla í fótbolta í dag þegar fyrstu umferð deildarinnar lauk. BÍ/Bolungarvík er í efsta sæti eftir 4-0 sigur á Tindastóli á heimavelli. 10. maí 2014 15:52
ÍA, Leiknir og Ólafsvíkingar úr leik í bikarnum Víkingur Ólafsvík og ÍA, sem féllu bæði úr Pepsi-deild karla í haust, eru úr leik í Borgunarbikarkeppni karla en fjölmargir leikir í 2. umferð fóru fram í kvöld. 13. maí 2014 22:33
Jafnt í Kórnum HK og Haukar skildu jöfn, 1-1, í eina leik kvöldsins í 1. deild karla í knattspyrnu. 16. maí 2014 21:47