Íslenski boltinn

Óli Þórðar: Við gefum þessi mörk sjálfir

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Óli ósáttur á hliðarlínunni í kvöld.
Óli ósáttur á hliðarlínunni í kvöld. vísir/valli
„Ég er ósáttur við úrslitin en það breytir engu úr þessu, þessi leikur er búinn og stigin eru farin upp í Árbæ,“ sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkings, eftir tapið gegn Fylki í kvöld.

„Við vorum betra liðið í þessum leik, svo einfalt er það. Við nýttum ekki færin og gefum þessi mörk sjálfir. Það er skelfilegt,“ sagði Ólafur sem sagðist hafa verið búinn að ákveða að taka Ómar af velli áður en hann gaf sigurmarkið.

„Það var ákveðið en þegar við jöfnuðum metin þá hinkruðum við aðeins of lengi.

„Ef við höldum áfram að spila eins og við höfum verið að gera þá er ég ekkert smeykur.

„Það er ekki nóg að einn maður sé að gera eitthvað, það þurfa fleiri leikmenn að taka til hendinni,“ sagði Ólafur um góða innkomu Arons Elísar í hálfleik.

„Ég hefði viljað vera með meira en fjögur stig eftir fjóra leiki en svona er þetta. Við höldum áfram.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×