Fótbolti

Bielsa til Marseille

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bielsa stýrir Marseille næstu tvö árin.
Bielsa stýrir Marseille næstu tvö árin. Vísir/Getty
Franska liðið Olympique Marseille tilkynnti í gær að argentínski þjálfarinn Marcelo Bielsa hefði verið ráðinn til að stýra liðinu næstu tvö árin. Jose Anigo hefur stýrt Marseille, sem situr í 6. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar, til bráðabrigða síðan í desember eftir að Elie Baup var sagt upp störfum.

Bielsa hefur verið án starfs síðan hann yfirgaf Athletic Bilbao eftir síðasta tímabil, en á rúmlega 20 ára ferli hefur hann m.a. þjálfað Newell's Old Boys, Vélez Sársfield og landslið Argentínu og Chile.

Bielsa er talinn einn af áhrifamestu þjálfurum sinnar kynslóðar, en hann hefur haft mikil áhrif á menn á borð við Pep Guardiola, Gerardo Martino, MauricioPochettino og Diego Simeone.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×