Taugatitringur innan Isavia og nýgerður samningur í hættu Heimir Már Pétursson skrifar 5. maí 2014 19:04 Mikil reiði er meðal starfsmanna Ísavia eftir að vinnustundir í verkfalli voru dregnar frá launum þeirra um mánaðamótin, einnig af þeim starfsmönnum sem sem voru í vaktafríi. Jafnvel er talin hætta á að nýgerðir kjarasamningar verði felldir vegna þessa. Isavía ber fyrir sig dómafordæmi í málinu. Samkvæmt þeim kjarasamningi sem þrjú stéttarfélög skrifuðu undir við Ísavia á dögunum og greiða á atkvæði um næst komandi föstudag fram til þriðjudags í næstu viku, áttu allir starfsmenn Ísavia allir að fá hundrað þúsund króna eingreiðslu. Þeim brá hins vegar mörgum í brún þegar þei sáu launaseðilinn þessi mánaðamótin og því búið var að draga frá laununum laun fyrir þann tíma sem verkfallið stóð yfir. Stéttarfélögin þrjú stóðu fyrir þremur fimm klukkustunda löngum vinnustöðvunum á meðan á aðgerðunum stóð. Það varð hins vegar lítið út hundrað þúsund króna eingreiðslunni þegar búið að taka af henni skatt og allt að um 30 þúsund krónur vegna vinnustöðvananna. Samkvæmt heimildum fréttastofu var einnig dregið af þeim sem vegna vakta áttu ekki að vinna sem og af þeim sem unnu á undanþágu, svo sem eins og í flugstjórnarmiðstöðinni. En verkalýðsfélögin stöðvuðu ekki starfsemi þar, sem skiptir Ísavia miklu máli vegna alls yfirflugs á flugstjórnarsvæðinu. Talsmaður Ísavia segir þetta hins vegar ekki rétt. Ekki hafi verið dregið af þeim sem unnu á undanþágu. Hins vegar sé það algilt að laun séu dregin af fólki vegna vinnustöðvana. „Ég hefði viljað að haft hefði verið meira samráð við félagið. Við erum að reyna að vinna að lausn þessa máls með samtölum við yfirmenn Ísavia og eigum við ekki að vona að okkur takist það,“ segir Kristján Jóhannsson formaður Félags flugmálastarfsmanna. Starfsmenn hafa haft samband við fréttastofuna og formaður Félags flugmálastarfsmanna segir að fjölmargir starfsmenn hafi einnig haft samband við félagið. Starfsmenn tala jafnvel um að fella kjarasamninginn vegna þessa. „Ég hef sagt það áður og stend við það að ég hefði ekki skrifað undir samning sem ég er ekki sáttur við. Við gerðum kannski ekki ráð fyrir svona utanaðkomandi atburðum í þessu. En eigium við ekki að vona að við leysum þetta á diplómatískan hátt,“ segir Kristján. Atkvæðagreiðsla um samningana hefst eftir fjóra daga og á að ljúka hinn 6. maí. Óttast þú að ef ekkert verður gert til að laga þetta að reiði starfsmanna verði svo mikil að samningarnir kunni að verða felldir út af þessu? „Það væri náttúrlega mjög leitt – og afskaplega mikil ábyrgð sem fylgir í rauninni að gera kjarasamning og framfylgja honum,“ segir Kristján. Vonandi breytist staðan eftir fundi með Ísavia, en hann kannast við að það sé gremja meðal starfsmanna. „Já, já, ég hef heyrt í fjölmörgum starfsmönnum,“ segir formaður Félags flugmálastarfsmanna. Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Mikil reiði er meðal starfsmanna Ísavia eftir að vinnustundir í verkfalli voru dregnar frá launum þeirra um mánaðamótin, einnig af þeim starfsmönnum sem sem voru í vaktafríi. Jafnvel er talin hætta á að nýgerðir kjarasamningar verði felldir vegna þessa. Isavía ber fyrir sig dómafordæmi í málinu. Samkvæmt þeim kjarasamningi sem þrjú stéttarfélög skrifuðu undir við Ísavia á dögunum og greiða á atkvæði um næst komandi föstudag fram til þriðjudags í næstu viku, áttu allir starfsmenn Ísavia allir að fá hundrað þúsund króna eingreiðslu. Þeim brá hins vegar mörgum í brún þegar þei sáu launaseðilinn þessi mánaðamótin og því búið var að draga frá laununum laun fyrir þann tíma sem verkfallið stóð yfir. Stéttarfélögin þrjú stóðu fyrir þremur fimm klukkustunda löngum vinnustöðvunum á meðan á aðgerðunum stóð. Það varð hins vegar lítið út hundrað þúsund króna eingreiðslunni þegar búið að taka af henni skatt og allt að um 30 þúsund krónur vegna vinnustöðvananna. Samkvæmt heimildum fréttastofu var einnig dregið af þeim sem vegna vakta áttu ekki að vinna sem og af þeim sem unnu á undanþágu, svo sem eins og í flugstjórnarmiðstöðinni. En verkalýðsfélögin stöðvuðu ekki starfsemi þar, sem skiptir Ísavia miklu máli vegna alls yfirflugs á flugstjórnarsvæðinu. Talsmaður Ísavia segir þetta hins vegar ekki rétt. Ekki hafi verið dregið af þeim sem unnu á undanþágu. Hins vegar sé það algilt að laun séu dregin af fólki vegna vinnustöðvana. „Ég hefði viljað að haft hefði verið meira samráð við félagið. Við erum að reyna að vinna að lausn þessa máls með samtölum við yfirmenn Ísavia og eigum við ekki að vona að okkur takist það,“ segir Kristján Jóhannsson formaður Félags flugmálastarfsmanna. Starfsmenn hafa haft samband við fréttastofuna og formaður Félags flugmálastarfsmanna segir að fjölmargir starfsmenn hafi einnig haft samband við félagið. Starfsmenn tala jafnvel um að fella kjarasamninginn vegna þessa. „Ég hef sagt það áður og stend við það að ég hefði ekki skrifað undir samning sem ég er ekki sáttur við. Við gerðum kannski ekki ráð fyrir svona utanaðkomandi atburðum í þessu. En eigium við ekki að vona að við leysum þetta á diplómatískan hátt,“ segir Kristján. Atkvæðagreiðsla um samningana hefst eftir fjóra daga og á að ljúka hinn 6. maí. Óttast þú að ef ekkert verður gert til að laga þetta að reiði starfsmanna verði svo mikil að samningarnir kunni að verða felldir út af þessu? „Það væri náttúrlega mjög leitt – og afskaplega mikil ábyrgð sem fylgir í rauninni að gera kjarasamning og framfylgja honum,“ segir Kristján. Vonandi breytist staðan eftir fundi með Ísavia, en hann kannast við að það sé gremja meðal starfsmanna. „Já, já, ég hef heyrt í fjölmörgum starfsmönnum,“ segir formaður Félags flugmálastarfsmanna.
Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira