Fótbolti

Emil lagði upp tvö mörk á Ólympíuleikvanginum í Róm

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Emil Hallfreðsson.
Emil Hallfreðsson. Vísir/Getty
Emil Hallfreðsson átti stórleik þegar í Hellas Verona gerði 3-3 jafntefli við á Lazio í kvöld þegar liðin mættust í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta á Ólympíuleikvanginum í Rómarborg.

Emil lagði upp tvö mörk í leiknum þar á meðal þriðja markið fyrir Rómulo á 83. mínútu. Emil lagði einnig upp fyrsta mark liðsins fyrir Marquinho.  

Lazio komst tvisvar yfir í leiknum en Verona-mönnum tókst að jafna í bæði skiptin og komust svo yfir í 3-2 sjö mínútum fyrir leikslok. Stefano Mauri skoraði hinsvegar jöfnunarmarkið í uppbótartíma eftir að hafa fylgt eftir eigin vítaklúðri.

Balde Keita og Senad Lulic skoruðu fyrri tvö mörk Lazio-liðsins á 30. og 60. mínútu en Marquinho jafnaði í 1-1 eftir stoðsendingu Emils á 37. mínútu og Juan Iturbe jafnaði metin í 2-2 á 69. mínútu.

Hellas Verona og Lazio voru með jafnmörg stig fyrir leikinn og er Lazio áfram sæti ofar á betri markatölu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×