Ekki heyrt „bofs“ frá Sambíóunum Samúel Karl Ólason skrifar 7. maí 2014 07:15 Stjórnendur Sambíóanna báðust í gær afsökunar á því að vaktstjóri í Sambíóunum Álfabakka gerði þau mistök að innleiða reglu um kynbundna verkaskiptingu í annarri sjoppu bíósins. Þrátt fyrir það hafa tvær stúlkur, sem sagt var upp eftir að þær tóku þátt í umræðu á Facebook síðunni Kynlegar athugasemdir, um þessi mistök, ekkert heyrt frá fyrirtækinu. „Ég hef ekki heyrt bofs frá þeim og veit ekki einu sinni hvort þeir vilji að ég vinni uppsagnarfrestinn,“ segir Brynja Sif Sigurjónsdóttir, sem missti vinnu sína ásamt Sesselju Þrastardóttur. Báðar höfðu þær starfað hjá Sambíóunum í nokkur ár. Brynja leitaði til VR vegna málsins og þar var henni ráðlagt að mæta áfram á sínar vaktir á uppsagnarfrestinum. Vaktstjóri í Álfabakka hafði sagt að strákur ætti aldrei að vinna einn á sjoppu á neðri hæðinni, þar sem iðulega aðeins einn starfsmaður er við vinnu. Sagt var frá uppsögn þeirra á DV.is í byrjun vikunnar, en Brynja segir þær stöllur hafa fengið nærri því eingöngu jákvæð viðbrögð eftir að greint var frá uppsögn þeirra. „Við höfum fengið 90 prósent góð viðbrögð og frábæran stuðning,“ segir hún en bætir við: „Það er einn og einn sem hefur sagt að við ættum ekki að vera að væla þetta.“ Undir orð Brynju tekur Sesselja í opinni færslu á Facebook í gær. Færsluna má sjá neðst í fréttinni.Tilkynningu Sambíóanna í heild sinni má lesa hér að neðan:Engin kynbundin störf innan SambíóannaVegna umfjöllunar um Sambíóin Álfabakka í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum síðustu daga þykir stjórnendum bíósins nauðsynlegt að árétta að engin störf innan bíósins eru kynbundin. Starfsmenn af báðum kynjum hafa í gegnum tíðina gengið í öll almenn störf, sælgætissölu jafnt sem dyravörslu. Það vinnufyrirkomulag tóku Sambíóin upp fyrst íslenskra bíóhúsa.Fyrir skömmu gerði vaktstjóri í bíóinu mistök þegar hann innleiddi á spjallsvæði starfsmanna, án vitneskju framkvæmdastjóra, reglu um kynbundna verkaskiptingu í annarri sjoppu bíósins. Þessi regla er ekki í gildi hjá bíóinu enda samræmist hún ekki áherslum fyrirtækisins.Stjórnendur bíósins biðjast afsökunar á þessum mistökum og munu á næstu dögum fara yfir alla verkferla innan bíóhúsanna til að tryggja eins og kostur er að jafnræði ríki meðal starfsmanna fyrirtækisins.Sambíóin, sem rekið hafa kvikmyndahús í 42 ár, hafa frá upphafi lagt áherslu á gott starfsumhverfi sem er mikilvæg forsenda fyrir jákvæðri upplifun bíógesta. Post by Sesselja Þrastardóttir. Tengdar fréttir Sam-kúgun í Álfabakka Íhaldssöm kynhlutverk birtast oft ómeðvitað, bæði hjá körlum og konum. 5. maí 2014 08:00 "Við viljum sýna að okkur sé ekki sama“ Yfir þúsund manns hafa skráð sig á viðburðinn Sambíógestaverkfall sem ung kona stofnaði fyrr í dag. 6. maí 2014 15:43 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Sjá meira
Stjórnendur Sambíóanna báðust í gær afsökunar á því að vaktstjóri í Sambíóunum Álfabakka gerði þau mistök að innleiða reglu um kynbundna verkaskiptingu í annarri sjoppu bíósins. Þrátt fyrir það hafa tvær stúlkur, sem sagt var upp eftir að þær tóku þátt í umræðu á Facebook síðunni Kynlegar athugasemdir, um þessi mistök, ekkert heyrt frá fyrirtækinu. „Ég hef ekki heyrt bofs frá þeim og veit ekki einu sinni hvort þeir vilji að ég vinni uppsagnarfrestinn,“ segir Brynja Sif Sigurjónsdóttir, sem missti vinnu sína ásamt Sesselju Þrastardóttur. Báðar höfðu þær starfað hjá Sambíóunum í nokkur ár. Brynja leitaði til VR vegna málsins og þar var henni ráðlagt að mæta áfram á sínar vaktir á uppsagnarfrestinum. Vaktstjóri í Álfabakka hafði sagt að strákur ætti aldrei að vinna einn á sjoppu á neðri hæðinni, þar sem iðulega aðeins einn starfsmaður er við vinnu. Sagt var frá uppsögn þeirra á DV.is í byrjun vikunnar, en Brynja segir þær stöllur hafa fengið nærri því eingöngu jákvæð viðbrögð eftir að greint var frá uppsögn þeirra. „Við höfum fengið 90 prósent góð viðbrögð og frábæran stuðning,“ segir hún en bætir við: „Það er einn og einn sem hefur sagt að við ættum ekki að vera að væla þetta.“ Undir orð Brynju tekur Sesselja í opinni færslu á Facebook í gær. Færsluna má sjá neðst í fréttinni.Tilkynningu Sambíóanna í heild sinni má lesa hér að neðan:Engin kynbundin störf innan SambíóannaVegna umfjöllunar um Sambíóin Álfabakka í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum síðustu daga þykir stjórnendum bíósins nauðsynlegt að árétta að engin störf innan bíósins eru kynbundin. Starfsmenn af báðum kynjum hafa í gegnum tíðina gengið í öll almenn störf, sælgætissölu jafnt sem dyravörslu. Það vinnufyrirkomulag tóku Sambíóin upp fyrst íslenskra bíóhúsa.Fyrir skömmu gerði vaktstjóri í bíóinu mistök þegar hann innleiddi á spjallsvæði starfsmanna, án vitneskju framkvæmdastjóra, reglu um kynbundna verkaskiptingu í annarri sjoppu bíósins. Þessi regla er ekki í gildi hjá bíóinu enda samræmist hún ekki áherslum fyrirtækisins.Stjórnendur bíósins biðjast afsökunar á þessum mistökum og munu á næstu dögum fara yfir alla verkferla innan bíóhúsanna til að tryggja eins og kostur er að jafnræði ríki meðal starfsmanna fyrirtækisins.Sambíóin, sem rekið hafa kvikmyndahús í 42 ár, hafa frá upphafi lagt áherslu á gott starfsumhverfi sem er mikilvæg forsenda fyrir jákvæðri upplifun bíógesta. Post by Sesselja Þrastardóttir.
Tengdar fréttir Sam-kúgun í Álfabakka Íhaldssöm kynhlutverk birtast oft ómeðvitað, bæði hjá körlum og konum. 5. maí 2014 08:00 "Við viljum sýna að okkur sé ekki sama“ Yfir þúsund manns hafa skráð sig á viðburðinn Sambíógestaverkfall sem ung kona stofnaði fyrr í dag. 6. maí 2014 15:43 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Sjá meira
Sam-kúgun í Álfabakka Íhaldssöm kynhlutverk birtast oft ómeðvitað, bæði hjá körlum og konum. 5. maí 2014 08:00
"Við viljum sýna að okkur sé ekki sama“ Yfir þúsund manns hafa skráð sig á viðburðinn Sambíógestaverkfall sem ung kona stofnaði fyrr í dag. 6. maí 2014 15:43