Björgólfur Takefusa: Ef ég væri Ryan Giggs þá myndi ég setja mig strax inná Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. maí 2014 22:09 Bjarni Guðjónsson býður Björgólfur Takefusa velkomin í Fram í kvöld. Mynd/Knattspyrnudeild Fram Björgólfur Takefusa skrifaði í kvöld undir fimm mánaða samning við úrvalsdeildarlið Fram og mun spila með liðinu í Pepsi-deildinni í sumar. Björgólfur tók sér hvíld frá knattspyrnuiðkun eftir að hann sagði skilið við Val í júní í fyrra en mætir nú ferskur til leiks með Fram. Björgólfur verður 34 ára um helgina en hann er einn af mestu markaskorurum í efstu deild á þessari öld og vann gullskóinn 2009. Björgólfur hefur skorað 115 mörk í 253 leikjum í meistaraflokki. „Ég er búinn að vera æfa mjög mikið og vel sjálfur," sagði Björgólfur þegar Vísir heyrði í honum í kvöld. Hann ætlaði alltaf að eigin sögn að spila í sumar. „Ég var búinn að gera það upp við fyrir einhverjum mánuðum að ég ætlaði að spila í sumar og það var ástæðan fyrir því að ég fór að æfa á þeim nótunum sem ég er búinn að gera," sagði Björgólfur. Hann segir Bjarna Guðjónsson vera stóra ástæðu fyrir því að hann sé kominn í Fram. „Ég hef mjög mikla trú á Bjarna sem þjálfara og tel að hann eigi eftir að gera mjög góða hluti. Hann veit svolítið mikið fótbolta og kann hann svolítið vel. Hann er ekki búinn að vera lengi þarna í starfi en mér finnst hann hafa gert ótrúlega góða hluti og vera óhræddur við að fylgja sinni eigin sannfæringu hvað sé rétt og best að gera," sagði Björgólfur. „Ég held að það séu fáir sem hefðu þorað þessu því hann tók svo svakalega til. Hann tók þarna inn unga leikmenn sem höfðu litla sem enga reynslu. Það er ekki mikið að sjá í þessum tveimur fyrstu leikjum því þeir eru að spila alveg fantagóðan fótbolta og leggja sig fram," sagði Björgólfur. „Það er svo margt sem spilar inn í að ég fer í Fram. Það er Bjarni, hópurinn sem hann er búinn að setja saman og svo er einn af betri vinunum mínum í liðinu, Viktor Bjarki Arnarsson. Það er mjög gaman að spila aftur með honum," sagði Björgólfur sem er líka mjög ánægður með hvernig Framarar hafa tekið á mótinu honum. „Síðasta sumar fór bara eins og það fór og það var fínt að fá smá frí frá þessu," sagði Björgólfur um tímabilið í fyrra með Val þar sem hann náði ekki að skora í sjö leikjum og spilaði ekkert eftir sjöundu umferð. „Ég var byrjaður að leita mér að einhverjum til að fara í fótbolta með mér. Áður en ég fór á æfingu hjá Bjarna þá leið mér bara eins og litlum strák sem var nýbúinn að fá fyrstu takkaskóna sína. Það er ótrúlega gaman en þjálfarinn, hópurinn og umhverfið hefur líka mikið um það að segja," sagði Björgólfur. „Mér finnst alltaf best að tala inn á vellinum. Ég vona svo innilega að ég geti hjálpað liðinu og ég held ég viti eitthvað meira en sumir þarna og er allavega búinn að spila einum leik fleira en einhverjir. Ég hef farið í gegnum margt og á eftir að setja nokkur mörk og þau hjálpa vonandi liðinu," sagði Björgólfur. „Þetta virkar mjög skemmtilegt lið. Það er svo gaman þarna og það er svo mikið Bjarna að þakka. Það er mikill bolti í þeim og þeir hafa hausinn og metnaðinn sem skiptir miklu máli í þessu," sagði Björgólfur. „Ég get ekki beðið eftir því að byrja að spila. Ef ég væri Ryan Giggs þá myndi ég setja mig strax inná þó að það væri kannski ekki skynsamlegt. Ég get ekki beðið eftir því að komast inn á völlinn hvenær sem það verður og verð tilbúinn þegar kallið kemur," sagði Björgólfur. Það er alltaf stutt í léttleikann hjá Björgólfi og hann grínaðist með það í viðtalinu í kvöld hvort að það hafi ekki vantað útlendinga í deildina. „Ég sagði við Bjarna og Viktor Bjarka þegar ég var að mæta á æfingu að mér hafi aldrei liðið eins mikið eins og útlendingi og núna því eru þeir ekki alltaf mennirnir sem koma bara rétt fyrir mót," sagði Björgólfur í léttum tón og bætti við. „Þá svaraði Bjarni í gríni að hann hafi ákveðið að gera undantekningu hjá sér því hann ætlaði ekki að vera með neina útlendinga," sagði Björgólfur kátur með að vera kominn á ný í Pepsi-deildina. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Björgólfur Takefusa spilar með Fram í sumar Björgólfur Takefusa hefur ákveðið að spila með Fram í Pepsi-deild karla í sumar og er búinn að gera samning við Safamýrarliðið út tímabilið en þetta staðfesti Sverrir Einarsson, formaður Knattspyrnudeildar Fram, við Vísi í kvöld. 9. maí 2014 20:56 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjá meira
Björgólfur Takefusa skrifaði í kvöld undir fimm mánaða samning við úrvalsdeildarlið Fram og mun spila með liðinu í Pepsi-deildinni í sumar. Björgólfur tók sér hvíld frá knattspyrnuiðkun eftir að hann sagði skilið við Val í júní í fyrra en mætir nú ferskur til leiks með Fram. Björgólfur verður 34 ára um helgina en hann er einn af mestu markaskorurum í efstu deild á þessari öld og vann gullskóinn 2009. Björgólfur hefur skorað 115 mörk í 253 leikjum í meistaraflokki. „Ég er búinn að vera æfa mjög mikið og vel sjálfur," sagði Björgólfur þegar Vísir heyrði í honum í kvöld. Hann ætlaði alltaf að eigin sögn að spila í sumar. „Ég var búinn að gera það upp við fyrir einhverjum mánuðum að ég ætlaði að spila í sumar og það var ástæðan fyrir því að ég fór að æfa á þeim nótunum sem ég er búinn að gera," sagði Björgólfur. Hann segir Bjarna Guðjónsson vera stóra ástæðu fyrir því að hann sé kominn í Fram. „Ég hef mjög mikla trú á Bjarna sem þjálfara og tel að hann eigi eftir að gera mjög góða hluti. Hann veit svolítið mikið fótbolta og kann hann svolítið vel. Hann er ekki búinn að vera lengi þarna í starfi en mér finnst hann hafa gert ótrúlega góða hluti og vera óhræddur við að fylgja sinni eigin sannfæringu hvað sé rétt og best að gera," sagði Björgólfur. „Ég held að það séu fáir sem hefðu þorað þessu því hann tók svo svakalega til. Hann tók þarna inn unga leikmenn sem höfðu litla sem enga reynslu. Það er ekki mikið að sjá í þessum tveimur fyrstu leikjum því þeir eru að spila alveg fantagóðan fótbolta og leggja sig fram," sagði Björgólfur. „Það er svo margt sem spilar inn í að ég fer í Fram. Það er Bjarni, hópurinn sem hann er búinn að setja saman og svo er einn af betri vinunum mínum í liðinu, Viktor Bjarki Arnarsson. Það er mjög gaman að spila aftur með honum," sagði Björgólfur sem er líka mjög ánægður með hvernig Framarar hafa tekið á mótinu honum. „Síðasta sumar fór bara eins og það fór og það var fínt að fá smá frí frá þessu," sagði Björgólfur um tímabilið í fyrra með Val þar sem hann náði ekki að skora í sjö leikjum og spilaði ekkert eftir sjöundu umferð. „Ég var byrjaður að leita mér að einhverjum til að fara í fótbolta með mér. Áður en ég fór á æfingu hjá Bjarna þá leið mér bara eins og litlum strák sem var nýbúinn að fá fyrstu takkaskóna sína. Það er ótrúlega gaman en þjálfarinn, hópurinn og umhverfið hefur líka mikið um það að segja," sagði Björgólfur. „Mér finnst alltaf best að tala inn á vellinum. Ég vona svo innilega að ég geti hjálpað liðinu og ég held ég viti eitthvað meira en sumir þarna og er allavega búinn að spila einum leik fleira en einhverjir. Ég hef farið í gegnum margt og á eftir að setja nokkur mörk og þau hjálpa vonandi liðinu," sagði Björgólfur. „Þetta virkar mjög skemmtilegt lið. Það er svo gaman þarna og það er svo mikið Bjarna að þakka. Það er mikill bolti í þeim og þeir hafa hausinn og metnaðinn sem skiptir miklu máli í þessu," sagði Björgólfur. „Ég get ekki beðið eftir því að byrja að spila. Ef ég væri Ryan Giggs þá myndi ég setja mig strax inná þó að það væri kannski ekki skynsamlegt. Ég get ekki beðið eftir því að komast inn á völlinn hvenær sem það verður og verð tilbúinn þegar kallið kemur," sagði Björgólfur. Það er alltaf stutt í léttleikann hjá Björgólfi og hann grínaðist með það í viðtalinu í kvöld hvort að það hafi ekki vantað útlendinga í deildina. „Ég sagði við Bjarna og Viktor Bjarka þegar ég var að mæta á æfingu að mér hafi aldrei liðið eins mikið eins og útlendingi og núna því eru þeir ekki alltaf mennirnir sem koma bara rétt fyrir mót," sagði Björgólfur í léttum tón og bætti við. „Þá svaraði Bjarni í gríni að hann hafi ákveðið að gera undantekningu hjá sér því hann ætlaði ekki að vera með neina útlendinga," sagði Björgólfur kátur með að vera kominn á ný í Pepsi-deildina.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Björgólfur Takefusa spilar með Fram í sumar Björgólfur Takefusa hefur ákveðið að spila með Fram í Pepsi-deild karla í sumar og er búinn að gera samning við Safamýrarliðið út tímabilið en þetta staðfesti Sverrir Einarsson, formaður Knattspyrnudeildar Fram, við Vísi í kvöld. 9. maí 2014 20:56 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjá meira
Björgólfur Takefusa spilar með Fram í sumar Björgólfur Takefusa hefur ákveðið að spila með Fram í Pepsi-deild karla í sumar og er búinn að gera samning við Safamýrarliðið út tímabilið en þetta staðfesti Sverrir Einarsson, formaður Knattspyrnudeildar Fram, við Vísi í kvöld. 9. maí 2014 20:56