Björgólfur Takefusa: Ef ég væri Ryan Giggs þá myndi ég setja mig strax inná Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. maí 2014 22:09 Bjarni Guðjónsson býður Björgólfur Takefusa velkomin í Fram í kvöld. Mynd/Knattspyrnudeild Fram Björgólfur Takefusa skrifaði í kvöld undir fimm mánaða samning við úrvalsdeildarlið Fram og mun spila með liðinu í Pepsi-deildinni í sumar. Björgólfur tók sér hvíld frá knattspyrnuiðkun eftir að hann sagði skilið við Val í júní í fyrra en mætir nú ferskur til leiks með Fram. Björgólfur verður 34 ára um helgina en hann er einn af mestu markaskorurum í efstu deild á þessari öld og vann gullskóinn 2009. Björgólfur hefur skorað 115 mörk í 253 leikjum í meistaraflokki. „Ég er búinn að vera æfa mjög mikið og vel sjálfur," sagði Björgólfur þegar Vísir heyrði í honum í kvöld. Hann ætlaði alltaf að eigin sögn að spila í sumar. „Ég var búinn að gera það upp við fyrir einhverjum mánuðum að ég ætlaði að spila í sumar og það var ástæðan fyrir því að ég fór að æfa á þeim nótunum sem ég er búinn að gera," sagði Björgólfur. Hann segir Bjarna Guðjónsson vera stóra ástæðu fyrir því að hann sé kominn í Fram. „Ég hef mjög mikla trú á Bjarna sem þjálfara og tel að hann eigi eftir að gera mjög góða hluti. Hann veit svolítið mikið fótbolta og kann hann svolítið vel. Hann er ekki búinn að vera lengi þarna í starfi en mér finnst hann hafa gert ótrúlega góða hluti og vera óhræddur við að fylgja sinni eigin sannfæringu hvað sé rétt og best að gera," sagði Björgólfur. „Ég held að það séu fáir sem hefðu þorað þessu því hann tók svo svakalega til. Hann tók þarna inn unga leikmenn sem höfðu litla sem enga reynslu. Það er ekki mikið að sjá í þessum tveimur fyrstu leikjum því þeir eru að spila alveg fantagóðan fótbolta og leggja sig fram," sagði Björgólfur. „Það er svo margt sem spilar inn í að ég fer í Fram. Það er Bjarni, hópurinn sem hann er búinn að setja saman og svo er einn af betri vinunum mínum í liðinu, Viktor Bjarki Arnarsson. Það er mjög gaman að spila aftur með honum," sagði Björgólfur sem er líka mjög ánægður með hvernig Framarar hafa tekið á mótinu honum. „Síðasta sumar fór bara eins og það fór og það var fínt að fá smá frí frá þessu," sagði Björgólfur um tímabilið í fyrra með Val þar sem hann náði ekki að skora í sjö leikjum og spilaði ekkert eftir sjöundu umferð. „Ég var byrjaður að leita mér að einhverjum til að fara í fótbolta með mér. Áður en ég fór á æfingu hjá Bjarna þá leið mér bara eins og litlum strák sem var nýbúinn að fá fyrstu takkaskóna sína. Það er ótrúlega gaman en þjálfarinn, hópurinn og umhverfið hefur líka mikið um það að segja," sagði Björgólfur. „Mér finnst alltaf best að tala inn á vellinum. Ég vona svo innilega að ég geti hjálpað liðinu og ég held ég viti eitthvað meira en sumir þarna og er allavega búinn að spila einum leik fleira en einhverjir. Ég hef farið í gegnum margt og á eftir að setja nokkur mörk og þau hjálpa vonandi liðinu," sagði Björgólfur. „Þetta virkar mjög skemmtilegt lið. Það er svo gaman þarna og það er svo mikið Bjarna að þakka. Það er mikill bolti í þeim og þeir hafa hausinn og metnaðinn sem skiptir miklu máli í þessu," sagði Björgólfur. „Ég get ekki beðið eftir því að byrja að spila. Ef ég væri Ryan Giggs þá myndi ég setja mig strax inná þó að það væri kannski ekki skynsamlegt. Ég get ekki beðið eftir því að komast inn á völlinn hvenær sem það verður og verð tilbúinn þegar kallið kemur," sagði Björgólfur. Það er alltaf stutt í léttleikann hjá Björgólfi og hann grínaðist með það í viðtalinu í kvöld hvort að það hafi ekki vantað útlendinga í deildina. „Ég sagði við Bjarna og Viktor Bjarka þegar ég var að mæta á æfingu að mér hafi aldrei liðið eins mikið eins og útlendingi og núna því eru þeir ekki alltaf mennirnir sem koma bara rétt fyrir mót," sagði Björgólfur í léttum tón og bætti við. „Þá svaraði Bjarni í gríni að hann hafi ákveðið að gera undantekningu hjá sér því hann ætlaði ekki að vera með neina útlendinga," sagði Björgólfur kátur með að vera kominn á ný í Pepsi-deildina. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Björgólfur Takefusa spilar með Fram í sumar Björgólfur Takefusa hefur ákveðið að spila með Fram í Pepsi-deild karla í sumar og er búinn að gera samning við Safamýrarliðið út tímabilið en þetta staðfesti Sverrir Einarsson, formaður Knattspyrnudeildar Fram, við Vísi í kvöld. 9. maí 2014 20:56 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Fleiri fréttir „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Sjá meira
Björgólfur Takefusa skrifaði í kvöld undir fimm mánaða samning við úrvalsdeildarlið Fram og mun spila með liðinu í Pepsi-deildinni í sumar. Björgólfur tók sér hvíld frá knattspyrnuiðkun eftir að hann sagði skilið við Val í júní í fyrra en mætir nú ferskur til leiks með Fram. Björgólfur verður 34 ára um helgina en hann er einn af mestu markaskorurum í efstu deild á þessari öld og vann gullskóinn 2009. Björgólfur hefur skorað 115 mörk í 253 leikjum í meistaraflokki. „Ég er búinn að vera æfa mjög mikið og vel sjálfur," sagði Björgólfur þegar Vísir heyrði í honum í kvöld. Hann ætlaði alltaf að eigin sögn að spila í sumar. „Ég var búinn að gera það upp við fyrir einhverjum mánuðum að ég ætlaði að spila í sumar og það var ástæðan fyrir því að ég fór að æfa á þeim nótunum sem ég er búinn að gera," sagði Björgólfur. Hann segir Bjarna Guðjónsson vera stóra ástæðu fyrir því að hann sé kominn í Fram. „Ég hef mjög mikla trú á Bjarna sem þjálfara og tel að hann eigi eftir að gera mjög góða hluti. Hann veit svolítið mikið fótbolta og kann hann svolítið vel. Hann er ekki búinn að vera lengi þarna í starfi en mér finnst hann hafa gert ótrúlega góða hluti og vera óhræddur við að fylgja sinni eigin sannfæringu hvað sé rétt og best að gera," sagði Björgólfur. „Ég held að það séu fáir sem hefðu þorað þessu því hann tók svo svakalega til. Hann tók þarna inn unga leikmenn sem höfðu litla sem enga reynslu. Það er ekki mikið að sjá í þessum tveimur fyrstu leikjum því þeir eru að spila alveg fantagóðan fótbolta og leggja sig fram," sagði Björgólfur. „Það er svo margt sem spilar inn í að ég fer í Fram. Það er Bjarni, hópurinn sem hann er búinn að setja saman og svo er einn af betri vinunum mínum í liðinu, Viktor Bjarki Arnarsson. Það er mjög gaman að spila aftur með honum," sagði Björgólfur sem er líka mjög ánægður með hvernig Framarar hafa tekið á mótinu honum. „Síðasta sumar fór bara eins og það fór og það var fínt að fá smá frí frá þessu," sagði Björgólfur um tímabilið í fyrra með Val þar sem hann náði ekki að skora í sjö leikjum og spilaði ekkert eftir sjöundu umferð. „Ég var byrjaður að leita mér að einhverjum til að fara í fótbolta með mér. Áður en ég fór á æfingu hjá Bjarna þá leið mér bara eins og litlum strák sem var nýbúinn að fá fyrstu takkaskóna sína. Það er ótrúlega gaman en þjálfarinn, hópurinn og umhverfið hefur líka mikið um það að segja," sagði Björgólfur. „Mér finnst alltaf best að tala inn á vellinum. Ég vona svo innilega að ég geti hjálpað liðinu og ég held ég viti eitthvað meira en sumir þarna og er allavega búinn að spila einum leik fleira en einhverjir. Ég hef farið í gegnum margt og á eftir að setja nokkur mörk og þau hjálpa vonandi liðinu," sagði Björgólfur. „Þetta virkar mjög skemmtilegt lið. Það er svo gaman þarna og það er svo mikið Bjarna að þakka. Það er mikill bolti í þeim og þeir hafa hausinn og metnaðinn sem skiptir miklu máli í þessu," sagði Björgólfur. „Ég get ekki beðið eftir því að byrja að spila. Ef ég væri Ryan Giggs þá myndi ég setja mig strax inná þó að það væri kannski ekki skynsamlegt. Ég get ekki beðið eftir því að komast inn á völlinn hvenær sem það verður og verð tilbúinn þegar kallið kemur," sagði Björgólfur. Það er alltaf stutt í léttleikann hjá Björgólfi og hann grínaðist með það í viðtalinu í kvöld hvort að það hafi ekki vantað útlendinga í deildina. „Ég sagði við Bjarna og Viktor Bjarka þegar ég var að mæta á æfingu að mér hafi aldrei liðið eins mikið eins og útlendingi og núna því eru þeir ekki alltaf mennirnir sem koma bara rétt fyrir mót," sagði Björgólfur í léttum tón og bætti við. „Þá svaraði Bjarni í gríni að hann hafi ákveðið að gera undantekningu hjá sér því hann ætlaði ekki að vera með neina útlendinga," sagði Björgólfur kátur með að vera kominn á ný í Pepsi-deildina.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Björgólfur Takefusa spilar með Fram í sumar Björgólfur Takefusa hefur ákveðið að spila með Fram í Pepsi-deild karla í sumar og er búinn að gera samning við Safamýrarliðið út tímabilið en þetta staðfesti Sverrir Einarsson, formaður Knattspyrnudeildar Fram, við Vísi í kvöld. 9. maí 2014 20:56 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Fleiri fréttir „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Sjá meira
Björgólfur Takefusa spilar með Fram í sumar Björgólfur Takefusa hefur ákveðið að spila með Fram í Pepsi-deild karla í sumar og er búinn að gera samning við Safamýrarliðið út tímabilið en þetta staðfesti Sverrir Einarsson, formaður Knattspyrnudeildar Fram, við Vísi í kvöld. 9. maí 2014 20:56