Fjöldi íslenskra barna án matar Jakob Bjarnar skrifar 22. apríl 2014 14:35 Hildur Björk. Fátækt á Íslandi er staðreynd sem ekki fer fram hjá þeim á Vinasetrinu. Hildur Björk Hörpudóttir og Silja Huld Árnadóttir stofnuðu fyrirtækið Vinasetrið sem byggir á því og snýst meðal annars um að styðja við fátæk börn á Íslandi og/eða þau börn sem þurfa á stuðningsneti að halda. Vinasetrið hefur nú starfað í eitt ár, samtals 15 börn dveljast hjá þeim yfir helgar, en svo mikil er sóknin í þjónustu þeirra að Vinasetrið er nú að stækka við sig og flytja í stærra húsnæði. Á þessu ári hafa þær upplifað mikla fátækt meðal skjólstæðinga sinna, að sögn Hildar Bjarkar; svo mikla að börn hamstra mat í töskur sínar þegar þau fara eftir helgina, til að eiga eitthvað að borða inn í vikuna. RÚV vakti athygli á málinu í hádegisfréttum í dag. Starfsemina hafa þær rekið í Reykjanesbæ en börnin koma til þeirra allstaðar að af Suðvesturhorninu. „Okkar stærsti hópur kemur úr Kópavogi, Hafnarfirði og já, af öllu höfuðborgarsvæðinu í raun. Við höfum verið með fimmtán börn en erum að fara í stærra húsnæði, erum einmitt í miðjum flutningum núna,“ segir Hildur Björk í samtali við Vísi.Viðbrögð foreldra oftast góð Börnin koma til Vinasetursins í gegnum umsóknir frá barnaverndarnefndum og félagsþjónustu sveitarfélaganna. Þær hjá Vinasetrinu meta svo hvað er verið að vinna með og hversu oft þau vilja að barnið komi og hverjar eru kringumstæður þess eru. Spurt er um viðbrögð foreldra barnanna? „Þau eru langoftast góð. En það eru náttúrlega ekki allir foreldrar að geta valið um það hvort barnið þeirra komi til okkar eða ekki. Við lítum á þetta sem heildrænan stuðning en vinnum með fjölskyldunum og barnaverndarnefndum. Þetta er eins og við séum með barnið í þríhyrningi; við, barnaverndarnefnd og fjölskyldan. Stundum eru aðstæður þannig að fólk er ósátt en stundum hafa foreldrar beðið lengi eftir stuðningi og sérstaklega einstæðir foreldrar,“ segir Hildur Björk.Fordómar af ýmsu tagi Þau hjá Vinasetrinu þurfa að eiga við fordóma af ýmsu tagi. „Við mætum stundum fordómum þegar búið er að setja okkur upp sem einhvers konar Grýlu, að það eigi að taka börn en við erum ekki að gera neitt þannig. Vinnum í sem mestu samstarfi og okkar markmið er að barnið og fjölskyldurnar fái hvíld.“ Önnur tegund fordóma snúa að fátækt sem slíkri. Hildur Björk segir að fólki þyki þetta óþægilegt umræðuefni. Hvernig sem á það er litið. „Og við upplifum það að börnin segja frá því að skólafélögum finnst skrítið að þau geti ekki farið og lært á hljóðfæri og annað slíkt. Eða æft fótbolta eða eitthvað sem okkur finnst sjálfsagt. Tala nú ekki um þegar verið er að ræða þessa frístundastyrki og svona.“ Og Hildur Björk segir fordómana meira að segja snúa að fyrirtækinu og stofnun þess. „Við finnum fyrir fordómum gagnvart því að við stofnuðum nýsköpunarfyrirtæki í velferðarþjónustu. Arðurinn okkar er að leggja allt sem við eigum í þessa krakka og vona að það skili sér inn í framtíðina. En, jafnvel þar liggja líka fordómar. Þetta þykir ekki spennandi fjárfestingarkostur.“Sláandi fátækt og sár neyð Aðspurð segist Hildur Björk ekki vera í aðstöðu til að meta hvort fátækt sé vaxandi vandamál á Íslandi, til dæmis vegna þess að fólki finnst einfaldlega erfitt að tala um þetta. „En, sum hver, þeirra barna sem koma til okkar eru svöng; þau eru í of litlum fötum, gagnslitlum fötum, eiga ekki spariföt, eiga eitt skópar sem verður að duga x-langt. Nú nálgast sumarið og meðan önnur börn tala um sumarbústaðaferðir eða utanlandsferðir í tengslum við sumarfrí, þá ætla okkar börn kannski að fara í gönguferðir og byggja kofa. Þetta er ólík veröld.“ Og það sem er mest sláandi er hvað varðar grundvallaratriði sem er fæða. „Við bjuggumst ekki við að fátæktin væri svona mikil, að börn væru að hamstra mat í töskurnar sínar til að eiga að borða út vikuna.“ Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Sjá meira
Hildur Björk Hörpudóttir og Silja Huld Árnadóttir stofnuðu fyrirtækið Vinasetrið sem byggir á því og snýst meðal annars um að styðja við fátæk börn á Íslandi og/eða þau börn sem þurfa á stuðningsneti að halda. Vinasetrið hefur nú starfað í eitt ár, samtals 15 börn dveljast hjá þeim yfir helgar, en svo mikil er sóknin í þjónustu þeirra að Vinasetrið er nú að stækka við sig og flytja í stærra húsnæði. Á þessu ári hafa þær upplifað mikla fátækt meðal skjólstæðinga sinna, að sögn Hildar Bjarkar; svo mikla að börn hamstra mat í töskur sínar þegar þau fara eftir helgina, til að eiga eitthvað að borða inn í vikuna. RÚV vakti athygli á málinu í hádegisfréttum í dag. Starfsemina hafa þær rekið í Reykjanesbæ en börnin koma til þeirra allstaðar að af Suðvesturhorninu. „Okkar stærsti hópur kemur úr Kópavogi, Hafnarfirði og já, af öllu höfuðborgarsvæðinu í raun. Við höfum verið með fimmtán börn en erum að fara í stærra húsnæði, erum einmitt í miðjum flutningum núna,“ segir Hildur Björk í samtali við Vísi.Viðbrögð foreldra oftast góð Börnin koma til Vinasetursins í gegnum umsóknir frá barnaverndarnefndum og félagsþjónustu sveitarfélaganna. Þær hjá Vinasetrinu meta svo hvað er verið að vinna með og hversu oft þau vilja að barnið komi og hverjar eru kringumstæður þess eru. Spurt er um viðbrögð foreldra barnanna? „Þau eru langoftast góð. En það eru náttúrlega ekki allir foreldrar að geta valið um það hvort barnið þeirra komi til okkar eða ekki. Við lítum á þetta sem heildrænan stuðning en vinnum með fjölskyldunum og barnaverndarnefndum. Þetta er eins og við séum með barnið í þríhyrningi; við, barnaverndarnefnd og fjölskyldan. Stundum eru aðstæður þannig að fólk er ósátt en stundum hafa foreldrar beðið lengi eftir stuðningi og sérstaklega einstæðir foreldrar,“ segir Hildur Björk.Fordómar af ýmsu tagi Þau hjá Vinasetrinu þurfa að eiga við fordóma af ýmsu tagi. „Við mætum stundum fordómum þegar búið er að setja okkur upp sem einhvers konar Grýlu, að það eigi að taka börn en við erum ekki að gera neitt þannig. Vinnum í sem mestu samstarfi og okkar markmið er að barnið og fjölskyldurnar fái hvíld.“ Önnur tegund fordóma snúa að fátækt sem slíkri. Hildur Björk segir að fólki þyki þetta óþægilegt umræðuefni. Hvernig sem á það er litið. „Og við upplifum það að börnin segja frá því að skólafélögum finnst skrítið að þau geti ekki farið og lært á hljóðfæri og annað slíkt. Eða æft fótbolta eða eitthvað sem okkur finnst sjálfsagt. Tala nú ekki um þegar verið er að ræða þessa frístundastyrki og svona.“ Og Hildur Björk segir fordómana meira að segja snúa að fyrirtækinu og stofnun þess. „Við finnum fyrir fordómum gagnvart því að við stofnuðum nýsköpunarfyrirtæki í velferðarþjónustu. Arðurinn okkar er að leggja allt sem við eigum í þessa krakka og vona að það skili sér inn í framtíðina. En, jafnvel þar liggja líka fordómar. Þetta þykir ekki spennandi fjárfestingarkostur.“Sláandi fátækt og sár neyð Aðspurð segist Hildur Björk ekki vera í aðstöðu til að meta hvort fátækt sé vaxandi vandamál á Íslandi, til dæmis vegna þess að fólki finnst einfaldlega erfitt að tala um þetta. „En, sum hver, þeirra barna sem koma til okkar eru svöng; þau eru í of litlum fötum, gagnslitlum fötum, eiga ekki spariföt, eiga eitt skópar sem verður að duga x-langt. Nú nálgast sumarið og meðan önnur börn tala um sumarbústaðaferðir eða utanlandsferðir í tengslum við sumarfrí, þá ætla okkar börn kannski að fara í gönguferðir og byggja kofa. Þetta er ólík veröld.“ Og það sem er mest sláandi er hvað varðar grundvallaratriði sem er fæða. „Við bjuggumst ekki við að fátæktin væri svona mikil, að börn væru að hamstra mat í töskurnar sínar til að eiga að borða út vikuna.“
Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Sjá meira