Hlíðarfjall varð af miklum tekjum yfir páskatímann Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 23. apríl 2014 11:15 Ný leið, Heimþráin, var opnuð á skíðasvæði Hlíðafjalls um páskana. MYND/NILLI „Um þrjátíu prósent af allri innkomu yfir veturinn er yfir páskatímann ,“ segir Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðafjalli við Akureyri. Lokað var í fjallinu á föstudeginum langa, á laugardeginum daginn eftir og á páskadag. „Þetta eru þrír stórir dagar sem skipta máli. Páskadagur og föstudagurinn langi eru stærstu dagarnir á hverjum vetri. Þá erum við oft með á milli þrjú og fjögurþúsund gesti á dag,“ segir Guðmundur. „En nú var bara tómt í fjallinu.“ Því er ljóst að skíðasvæðið varð af all-miklum tekjum þetta árið. „Páskarnir voru ekki eins og við höfðum gert okkur væntingar um,“ segir Guðmundur. „En svona er veðrið og þetta er hluti af því að vera með skíðasvæði. Páskarnir komu ekki á réttum tíma í ár fyrir okkur veðurfarslega séð.“Fólk á leiðinni með rútunni upp á bílastæði til þess að skíða aftur niður.MYND/NILLIVeðrið opnaði augu fólks fyrir nýjum leiðum Suðvestan átt var í fjallinu og segir Guðmundur að Hlíðarfjall sé sérstaklega viðkvæmt fyrir þeirri átt. Skíðasvæðin í bæjum rétt við Akureyri séu ekki jafn viðkvæm. Til dæmis hafi verið opið á Siglufirði og þar fylltist bærinn af skíðafólki. Á Dalvík hafi líka verið talsverður fjöldi skíðafólks. Skíðafólkið hafi því ekki allt þurft að verða fyrir vonbrigðum með ferðir sínar norður í land. Á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli reyndu starfsmenn svæðisins líka að reyna að komast til móts við skíðagarpa. Þar var búin til skíðaleið sem liggur frá bílastæðinu sem er í um 500 metra hæð yfir sjávarmáli og niður að orlofshúsunum sem eru í um 160 metra yfir sjávarmáli. Leiðin er um 2,2 kílómetra löng og fallhæðin er upp á tæpa 300 metra að sögn Guðmundar. Heimþráin kallast þessi nýja leið. „Við vorum svo með litlar rútur og skutluðum fólki uppeftir.“ Fjölmargir nýttu sér þetta tiltæki. „Það var þó ekkert í líkingu við þann fjölda sem við áttum von á yfir helgina. En undantekningalaust fannst fólki þetta skemmtilegt og góð tilbreyting,“ segir Guðmundur. Suðvestan áttin fjarar út að hans sögn í um 400 metra hæð yfir sjávarmáli og því var ágætis veður á leiðinni niður fyrir þá sem fóru. „Við gerðum þetta í tilraunaskyni og við eigum eftir að þróa þessa leið hér í framtíðinni. Þetta opnaði augu fólks fyrir nýjum tækifærum,“ segir Guðmundur. Post by Hlíðarfjall Akureyri. Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
„Um þrjátíu prósent af allri innkomu yfir veturinn er yfir páskatímann ,“ segir Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðafjalli við Akureyri. Lokað var í fjallinu á föstudeginum langa, á laugardeginum daginn eftir og á páskadag. „Þetta eru þrír stórir dagar sem skipta máli. Páskadagur og föstudagurinn langi eru stærstu dagarnir á hverjum vetri. Þá erum við oft með á milli þrjú og fjögurþúsund gesti á dag,“ segir Guðmundur. „En nú var bara tómt í fjallinu.“ Því er ljóst að skíðasvæðið varð af all-miklum tekjum þetta árið. „Páskarnir voru ekki eins og við höfðum gert okkur væntingar um,“ segir Guðmundur. „En svona er veðrið og þetta er hluti af því að vera með skíðasvæði. Páskarnir komu ekki á réttum tíma í ár fyrir okkur veðurfarslega séð.“Fólk á leiðinni með rútunni upp á bílastæði til þess að skíða aftur niður.MYND/NILLIVeðrið opnaði augu fólks fyrir nýjum leiðum Suðvestan átt var í fjallinu og segir Guðmundur að Hlíðarfjall sé sérstaklega viðkvæmt fyrir þeirri átt. Skíðasvæðin í bæjum rétt við Akureyri séu ekki jafn viðkvæm. Til dæmis hafi verið opið á Siglufirði og þar fylltist bærinn af skíðafólki. Á Dalvík hafi líka verið talsverður fjöldi skíðafólks. Skíðafólkið hafi því ekki allt þurft að verða fyrir vonbrigðum með ferðir sínar norður í land. Á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli reyndu starfsmenn svæðisins líka að reyna að komast til móts við skíðagarpa. Þar var búin til skíðaleið sem liggur frá bílastæðinu sem er í um 500 metra hæð yfir sjávarmáli og niður að orlofshúsunum sem eru í um 160 metra yfir sjávarmáli. Leiðin er um 2,2 kílómetra löng og fallhæðin er upp á tæpa 300 metra að sögn Guðmundar. Heimþráin kallast þessi nýja leið. „Við vorum svo með litlar rútur og skutluðum fólki uppeftir.“ Fjölmargir nýttu sér þetta tiltæki. „Það var þó ekkert í líkingu við þann fjölda sem við áttum von á yfir helgina. En undantekningalaust fannst fólki þetta skemmtilegt og góð tilbreyting,“ segir Guðmundur. Suðvestan áttin fjarar út að hans sögn í um 400 metra hæð yfir sjávarmáli og því var ágætis veður á leiðinni niður fyrir þá sem fóru. „Við gerðum þetta í tilraunaskyni og við eigum eftir að þróa þessa leið hér í framtíðinni. Þetta opnaði augu fólks fyrir nýjum tækifærum,“ segir Guðmundur. Post by Hlíðarfjall Akureyri.
Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira