"Viagra er orðið partílyf“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 23. apríl 2014 15:46 Sala á Viagra hefur aukist um 120% á síðustu fjórum árum. „Það er að færast í aukana að unglingspiltar - og í raun karlmenn yfirhöfuð – noti stinningarlyf á djamminu,“ segir Sigríður Dögg Arnardóttir, betur þekkt sem Sigga Dögg kynfræðingur. Viagra og samheitalyfið Kamagra eru að sögn hennar orðin partílyf hjá framhaldsskólanemum – bæði drengjum og stúlkum, sem sæki jafnvel fyrirmyndir í persónur gamþáttarins Sex and the City sem hafa notað lyfið með að því er virðist jákvæðum afleiðingum. Sala á Viagra hefur aukist um 120% á síðustu fjórum árum. „Spurðu hvaða framhaldsskólanema sem er, það hafa allir heyrt um Kamagra. Ef þeir hafa ekki prófað það, þekkja þeir einhvern sem er að nota það eða selja það,“ segir Sigga Dögg. Hún segir þetta varhugaverða þróun, stinningarlyf hafi aukaverkanir og ekki eigi að drekka áfengi samhliða því að taka lyfin - og setur spurningamerki við tilgang þess.Salan margfaldast Sala á stinningarlyfinu Viagra hefur margfaldast á undanförnum árum. Árið 2009 voru rúmlega 82 þúsund skammtar af lyfinu seldir. Í fyrra, fjórum árum seinna, seldust rúmlega 180 þúsund skammtar; 120 prósenta aukning. Sala á Viagra á Íslandi er sambærileg tölum frá Danmörku. Salan, sé miðað við höfðatölu, er mjög lík hér og í Danmörku.Sigga Dögg.Halda að lyfið geri þær graðari Sigga Dögg segir þetta vera orðið vandamál. „Já, ég hef margoft heyrt framhaldsskólanema tala um að þeir eigi í vandræðum með að ná honum upp eftir djammið og þá séu stinningarlyf svarið. Þeim finnst það eftirsóknarvert að vera með holdris í lengri, lengri tíma. Svo hafa stelpur líka verið að prófa þetta. Einhverjar hafa talað um Viagra geti gert þær graðari eða næmari, eða bætt fullnæginu þeirra.“ Í því samhengi bendir Sigga Dögg á að í hinum vinsæla gamanþætti Sex and the City sé taki ein aðalpersónan, hin geðþekka Samantha, Viagra með þeim afleiðingum að fullnæging hennar verður afar tilþrifamikil. „Já, Sex and the City gerði þetta ódauðlegt. Stúlkum þykir þetta orðið sport. Það eru til bleikar töflur sem þær taka.“ Hér að neðan má sjá atriðið úr Sex and the City.Hættulegt að blanda þessu við áfengi Sigga Dögg bendir á að það geti reynst varasamt að taka stinningarlyf ofan í áfengi. „Svo eru einhverjir kannski að blanda áfenginu sínu í orkudrykki og þá verður þetta mjög varhugavert.“ Þekktar aukaverkanir við notkun á Viagra eru höfuðverkur, meltingatruflanir, nefstífla, yfirlið, hjarsláttatruflanir, langvarandi stinning og fleira. Aukaverkanirnar tengjast stærð skammtsins sem er tekinn. Sigga Dögg setur spurningamerki við þessar hugmyndir að taka stinningarlyf til þess að geta sofið hjá eftir að hafa farið út á lífið. „Kynlíf á ekki að snúast um að endast lengi. Það er ekki hollt að koma heim af djamminu og þurfa að taka pillur til að ná honum upp. Þá eru engar forsendur til samræðis.“ Sigga Dögg fjallar nánar um þetta í vikulegum pistli sínum í Fréttablaðinu á morgun. Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Sjá meira
„Það er að færast í aukana að unglingspiltar - og í raun karlmenn yfirhöfuð – noti stinningarlyf á djamminu,“ segir Sigríður Dögg Arnardóttir, betur þekkt sem Sigga Dögg kynfræðingur. Viagra og samheitalyfið Kamagra eru að sögn hennar orðin partílyf hjá framhaldsskólanemum – bæði drengjum og stúlkum, sem sæki jafnvel fyrirmyndir í persónur gamþáttarins Sex and the City sem hafa notað lyfið með að því er virðist jákvæðum afleiðingum. Sala á Viagra hefur aukist um 120% á síðustu fjórum árum. „Spurðu hvaða framhaldsskólanema sem er, það hafa allir heyrt um Kamagra. Ef þeir hafa ekki prófað það, þekkja þeir einhvern sem er að nota það eða selja það,“ segir Sigga Dögg. Hún segir þetta varhugaverða þróun, stinningarlyf hafi aukaverkanir og ekki eigi að drekka áfengi samhliða því að taka lyfin - og setur spurningamerki við tilgang þess.Salan margfaldast Sala á stinningarlyfinu Viagra hefur margfaldast á undanförnum árum. Árið 2009 voru rúmlega 82 þúsund skammtar af lyfinu seldir. Í fyrra, fjórum árum seinna, seldust rúmlega 180 þúsund skammtar; 120 prósenta aukning. Sala á Viagra á Íslandi er sambærileg tölum frá Danmörku. Salan, sé miðað við höfðatölu, er mjög lík hér og í Danmörku.Sigga Dögg.Halda að lyfið geri þær graðari Sigga Dögg segir þetta vera orðið vandamál. „Já, ég hef margoft heyrt framhaldsskólanema tala um að þeir eigi í vandræðum með að ná honum upp eftir djammið og þá séu stinningarlyf svarið. Þeim finnst það eftirsóknarvert að vera með holdris í lengri, lengri tíma. Svo hafa stelpur líka verið að prófa þetta. Einhverjar hafa talað um Viagra geti gert þær graðari eða næmari, eða bætt fullnæginu þeirra.“ Í því samhengi bendir Sigga Dögg á að í hinum vinsæla gamanþætti Sex and the City sé taki ein aðalpersónan, hin geðþekka Samantha, Viagra með þeim afleiðingum að fullnæging hennar verður afar tilþrifamikil. „Já, Sex and the City gerði þetta ódauðlegt. Stúlkum þykir þetta orðið sport. Það eru til bleikar töflur sem þær taka.“ Hér að neðan má sjá atriðið úr Sex and the City.Hættulegt að blanda þessu við áfengi Sigga Dögg bendir á að það geti reynst varasamt að taka stinningarlyf ofan í áfengi. „Svo eru einhverjir kannski að blanda áfenginu sínu í orkudrykki og þá verður þetta mjög varhugavert.“ Þekktar aukaverkanir við notkun á Viagra eru höfuðverkur, meltingatruflanir, nefstífla, yfirlið, hjarsláttatruflanir, langvarandi stinning og fleira. Aukaverkanirnar tengjast stærð skammtsins sem er tekinn. Sigga Dögg setur spurningamerki við þessar hugmyndir að taka stinningarlyf til þess að geta sofið hjá eftir að hafa farið út á lífið. „Kynlíf á ekki að snúast um að endast lengi. Það er ekki hollt að koma heim af djamminu og þurfa að taka pillur til að ná honum upp. Þá eru engar forsendur til samræðis.“ Sigga Dögg fjallar nánar um þetta í vikulegum pistli sínum í Fréttablaðinu á morgun.
Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Sjá meira