Innlent

Munu afgreiða mál Mohammadi eins fljótt og verða má

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Mohammadi er frá Afganistan. Hann hefur beðið eftir svari vegna umsóknar sinnar um hæli hér á landi síðan árið 2012.
Mohammadi er frá Afganistan. Hann hefur beðið eftir svari vegna umsóknar sinnar um hæli hér á landi síðan árið 2012.
Innanríkisráðuneytið mun afgreiða mál hælisleitandans Gashem Mohammadi svo fljótt sem verða má með hliðsjón af ástandi hans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Mohammadi er frá Afganistan. Hann hefur beðið eftir svari vegna umsóknar sinnar um hæli hér á landi síðan árið 2012. Fyrir rúmri viku síðan fór hann í hungurverkfall og sagði í samtali við Stöð 2 að hann vildi frekar deyja hér á landi en að fara aftur til Afanistan.

Í gær var hann fluttir meðvitundarlaus á sjúkrahús. Í morgun var boðað til samstöðufundar fyrir framan Innanríkisráðuneytið og um þrjú hundruð manns skrifuðu undir áskorun þess efnis að hælisumsókn Mohammadi fá efnislega meðferð hér á landi.

Í tilkynningunni frá Innanríkisráðuneytinu segir að ráðuneytið geti almennt ekki fjallað um mál einstakra hælisleitenda. En vegna umræðu um ástand Mohammadi sé rétt að upplýsa að hann hafði áður sótt um pólitískt hæli úi Svíþjóð en var synjað.

Hann Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra ræddi í morgun við fólkið sem mætti í ráðuneytið vegna Mohammadi. Hún upplýsti hópinn um þá stöðu hans að um mál hans hefur verið fjallað efnislega af öðru ríki.

Innanríkisráðuneytið vill árétta að mikil vinna hafi að undanförnu farið fram innan ráðuneytisins til þess að hraða málsmeðferð vegna hælisleitenda. Sú vinna sé á áætlun. Frumvarp innanríkisráðherra því til stuðnings bíði lokaafgreiðslu á Alþingi og því sé það von ráðuneytisins að sá biðtími sem umræddur hælisleitandi og fleiri hafa þurft að búa við styttist til muna.

Að auki starfar nú með ráðherra þverpólitískur þingmannahópur, sem hefur það að markmiði að vinna að enn frekari umbótum í þessum málaflokki.


Tengdar fréttir

Mótmæli við Innanríkisráðuneytið

Boðað hefur verið til mótmæla til stuðnings Ghasem Mohammadi, tvítugum Afgana, sem á yfir höfði sér brottvísun frá Íslandi.

Hvorki borðað né drukkið í sjö daga

Afganskur hælisleitandi, sem er nú á sjöunda degi hungurverkfalls, var í morgun fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús. Hvorki Innanríkisráðuneytið né Útlendingastofnun hafa brugðist við fréttum af hungurverkfallinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×