Tugum milljóna eytt í gagnslaust lyf? Hrund Þórsdóttir skrifar 11. apríl 2014 20:00 Margir kannast við flensulyfið Tamiflu og ítrekað hafa verið sagðar fréttir af vandræðum í heilbrigðiskerfinu vegna skorts á lyfinu. Ný rannsókn bendir hins vegar til þess að að Tamiflu hindri á engan hátt útbreiðslu flensu og geri lítið til að draga úr flensueinkennum. Lyfið virki í raun ekkert betur en venjulegar paracetamol verkjatöflur.Haraldur Briem sóttvarnalæknir segir samanburðinn einkennilegan þar sem Tamiflu sé ekki verkjalyf. „Það dregur úr verkjum og hita vegna þess að það slær niður veiruna sjálfa,“ bendir hann á. Í kjölfar heimsfaraldurs inflúensu kom Landlæknisembættið sér upp birgðum af Tamiflu fyrir um þriðjung þjóðarinnar og Haraldur er sannfærður um virkni lyfsins. „Tamiflu gagnast fyrst og fremst þeim sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og ef við erum með svæsinn inflúensufaraldur, jafnvel heimsfaraldur, þá skiptir verulega miklu máli að geta notað þetta rétt,“ segir Haraldur. Rannsakendur ytra eru hins vegar jafnvissir í sinni sök. Rannsóknin var gerð á vegum bresku rannsóknastofnunarinnar The Chochrane Collaboration en í samtali við fréttastofu í dag sagði Rannveig Gunnarsdóttir,forstjóri Lyfjastofnunar, að rannsóknin myndi engin áhrif hafa hér á landi þar sem Lyfjastofnun Evrópu hefði komist að þeirri niðurstöðu að Tamiflu gæti dregið úr flensueinkennum. Hversu mikið hefur ríkið greitt fyrir birgðir af Tamiflu? „Þessar birgðir eru komnar til ára sinna en endast vel og ef ég man rétt varði hið opinbera mörgum tugum milljóna til kaupa á þessum lyfjum,“ segir Haraldur. Heldurðu að því fjármagni hafi verið vel varið? „Já, þetta er öryggisatriði og þetta var mjög skynsamlega gert að mínu mati,“ segir hann. „Sumir vildu kaupa ennþá meira en þetta er sá skammtur sem við töldum að myndi duga ef til faraldurs kæmi.“ Verður Tamiflu notað áfram hér á landi? „Já,“ segir Haraldur að lokum. Tengdar fréttir Fullyrða að Tamiflu sé nær gagnlaust gegn flensu Í nýrri skýrslu er því haldið fram að milljörðum króna hafi verið eytt til einskis um allan heim þegar flensulyfið Tamiflu var keypt í stórum stíl af þjóðum heims til þess að koma í veg fyrir flensufaraldur. 10. apríl 2014 08:45 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Margir kannast við flensulyfið Tamiflu og ítrekað hafa verið sagðar fréttir af vandræðum í heilbrigðiskerfinu vegna skorts á lyfinu. Ný rannsókn bendir hins vegar til þess að að Tamiflu hindri á engan hátt útbreiðslu flensu og geri lítið til að draga úr flensueinkennum. Lyfið virki í raun ekkert betur en venjulegar paracetamol verkjatöflur.Haraldur Briem sóttvarnalæknir segir samanburðinn einkennilegan þar sem Tamiflu sé ekki verkjalyf. „Það dregur úr verkjum og hita vegna þess að það slær niður veiruna sjálfa,“ bendir hann á. Í kjölfar heimsfaraldurs inflúensu kom Landlæknisembættið sér upp birgðum af Tamiflu fyrir um þriðjung þjóðarinnar og Haraldur er sannfærður um virkni lyfsins. „Tamiflu gagnast fyrst og fremst þeim sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og ef við erum með svæsinn inflúensufaraldur, jafnvel heimsfaraldur, þá skiptir verulega miklu máli að geta notað þetta rétt,“ segir Haraldur. Rannsakendur ytra eru hins vegar jafnvissir í sinni sök. Rannsóknin var gerð á vegum bresku rannsóknastofnunarinnar The Chochrane Collaboration en í samtali við fréttastofu í dag sagði Rannveig Gunnarsdóttir,forstjóri Lyfjastofnunar, að rannsóknin myndi engin áhrif hafa hér á landi þar sem Lyfjastofnun Evrópu hefði komist að þeirri niðurstöðu að Tamiflu gæti dregið úr flensueinkennum. Hversu mikið hefur ríkið greitt fyrir birgðir af Tamiflu? „Þessar birgðir eru komnar til ára sinna en endast vel og ef ég man rétt varði hið opinbera mörgum tugum milljóna til kaupa á þessum lyfjum,“ segir Haraldur. Heldurðu að því fjármagni hafi verið vel varið? „Já, þetta er öryggisatriði og þetta var mjög skynsamlega gert að mínu mati,“ segir hann. „Sumir vildu kaupa ennþá meira en þetta er sá skammtur sem við töldum að myndi duga ef til faraldurs kæmi.“ Verður Tamiflu notað áfram hér á landi? „Já,“ segir Haraldur að lokum.
Tengdar fréttir Fullyrða að Tamiflu sé nær gagnlaust gegn flensu Í nýrri skýrslu er því haldið fram að milljörðum króna hafi verið eytt til einskis um allan heim þegar flensulyfið Tamiflu var keypt í stórum stíl af þjóðum heims til þess að koma í veg fyrir flensufaraldur. 10. apríl 2014 08:45 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Fullyrða að Tamiflu sé nær gagnlaust gegn flensu Í nýrri skýrslu er því haldið fram að milljörðum króna hafi verið eytt til einskis um allan heim þegar flensulyfið Tamiflu var keypt í stórum stíl af þjóðum heims til þess að koma í veg fyrir flensufaraldur. 10. apríl 2014 08:45