Fótbolti

Sæti Sneijder í hollenska hópnum er í hættu

Wesley Sneijder.
Wesley Sneijder. vísir/getty
Landsliðsþjálfari Hollands, Louis van Gaal, hefur varað Wesley Sneijder við því að sæti hans í hollenska landsliðshópnum sé í hættu.

Van Gaal segir að Sneijder sé alls ekki að spila nógu vel fyrir félag sitt, Galatasaray. Hann segir Sneijder aðeins gefa eina stungusendingu í leik.

"Hvað ef þessi eina stungusending gengur ekki upp hjá honum? Myndum við bara segja því miður fyrir hollenska landsliðið. Möguleikar okkar á að komast áfram eru minni ef hann stendur sig ekki," sagði landsliðsþjálfarinn.

"Toppleikmenn eiga að standa sig í hverri viku. Ef menn standa sig ekki með félagsliði sínu þá er alveg klárt að þeir gera það ekki með landsliðinu. Það verður að koma í ljós hvort hann kemst í hópinn."

Það er um mánuður þangað til Van Gaal velur hópinn sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×