Innlent

Herjólfsmenn enn veikir heima

Áhöfnin á Herjólfi tilkynnti sig áfram veika í gærkvöldi þannig að íhlaupamenn munu aftur hlaupa í skarðið í dag. Skipið sigldi þrjár ferðir til Landeyjahafnar í gær og var kvöldferðin sú fyrsta síðan fimmta mars, að verkfallsaðgerðir undirmanna hófust.

Skipið mun sigla samkvæmt áætlun í dag, væntanlega þrjár ferðir. Stjórnendur Eimskips fólu trúnaðarlækni fyrirtækisins að kanna heilsufar undirmanna á skipinu og fól hann heilsulgæslunni í Eyjum að annast málið. Niðurstöður úr þeirri athugun eiga að liggja fyrir í dag.


Tengdar fréttir

Segir lög á verkfall Herjólfsmanna algjörlega óásættanleg

Okkur finnst það bara ömurlegt, ég veit ekki hvað ég á að segja annað,“ segir Jónas Garðarsson, framkvæmdarstjóri Sjómannafélags Íslands, um lög sem samþykkt voru í gær á Alþingi um að fresta verkfallsaðgerðum undirmanna á Herjólfi til 15. september.

Lög á verkfall Herjólfsmanna samþykkt

Frumvarp Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra um að fresta verkfallsaðgerðum undirmanna á Herjólfi til fimmtánda september, var samþykkt á Alþingi upp úr miðnætti með 29 atkvæðum gegn 13, en fimm sátu hjá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×