Innlent

Pottur skilinn eftir á eldavél í Garðabæ og húsið fylltist af reyk

Slökkviliðið var kallað að húsi í Dalsbyggð í Garðabæ nú á níunda tímanum. Reykskynjari hafði sent brunaboð til öryggisfyrirtækis og þegar slökkvilið kom á staðinn kom í ljós að pottur hafði verið skilinn eftir á eldavél sem var í gangi.

Húsið var fullt af reyk en ekki var um eld að ræða. Slökkviliðið vinnur nú að reykræstingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×