Innlent

Eyjamenn með sveitarfélögin á herðum sér

Jakob Bjarnar skrifar
Elliði segir að 2013 hafi Vestmannaeyjabær greitt um 160 milljónum meira í sjóðinn en hann fékk til baka. Hann birtir þessa mynd með grein sinni.
Elliði segir að 2013 hafi Vestmannaeyjabær greitt um 160 milljónum meira í sjóðinn en hann fékk til baka. Hann birtir þessa mynd með grein sinni.
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir Eyjamenn leggja miklu meira til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga en þeir fá úr honum. Þetta kemur fram í nýrri grein sem hann birtir á bloggsíðu sinni. Þar segir meðal annars:

„Árið 2011 greiddi Vestmannaeyjabær um 106 milljónir meira til sjóðsins en hann fékk úr sjóðnum.  Árið 2012 greiddi hann um 118 milljónum meira til sjóðsins en hann fékk úr honum og árið 2013 var niðurstaðan sú að Vestmannaeyjabær greiddi um 160 milljónum meira í sjóðinn en hann fékk til baka.“

Elliði segir að ef litið er sérstaklega til ársins 2013 komi í ljós að Vestmannaeyjabær greiddi 107 milljónum meira til sjóðsins vegna framlaga til reksturs grunnskóla en úthlutað var til sveitarfélagsins vegna grunnskólans. Og Elliði heldur áfram:

„Á sama hátt greiddi Vestmannaeyjabær 53 milljónum meira til reksturs málaflokks fatlaðra en hann fékk til baka til að veita þá þjónustu.Hér verður ekki efast um mikilvægi þess að styðja við veikari byggðir. Stutt er síðan Vestmannaeyjabær var í þeirri stöðu að þurfa verulega á slíkum framlögum að halda.  Hér er eingöngu bent á að á þessum þremur árum hefur Vestmannaeyjabær greitt 383 milljónum meira í Jöfnunarsjóð en hann hefur fengið greitt til baka.“

Elliði hefur samúð með veikari byggðum en honum finnst þetta miklir peningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×