Innlent

Fyrstu lýðræðislegu forsetakosningar í sögu Afganistan eru hafnar

Júlía Margrét Einarsdóttir skrifar
Afganar kjósa sér nýjan leiðtoga í dag
Afganar kjósa sér nýjan leiðtoga í dag VISIR.IS/AP
Fyrstu lýðræðislegu forsetakosningar í sögu Afganistan eru hafnar. Afganar ganga að kjörborði í dag og munu þar velja nýjan forseta. Hamid Karzai sem setið hefur í forsetastóli frá því árið 2001 eða frá falli stjórnar Talibana í landinu lætur af embætti og verður arftaki hans kjörinn í hans stað.

Samkvæmt stjórnarskrá Afganistan getur Karzai getur ekki setið þrjú kjörtímabil í röð og því liggur fyrir að nýr forseti muni sverja embættiseið í landinu á allra næstu dögum. Alls eru ellefu í framboði. Karzai var með þeim fyrstu sem greiddu atkvæði en kjörstaðir opnuðu klukkan þrjú í nótt.

Við það tækifæri sagði forsetinn fráfarandi, að dagurinn í dag markaði tímamót í sögu Afganistan og því ættu allir kosningabærir Afganar að greiða atkvæði í dag.



Stjórnarhermönnum Afganistan hefur verið falið að tryggja öryggi á kjörstöðum og þeirra bíður erfitt starf. Talibanar hafa farið mikinn síðustu daga og freistað þess að trufla kosningarnar. Fjölmargir hafa fallið eða særst í aðgerðum þeirra, þar á meðal nokkrir erlendir blaðamenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×