Innlent

Enginn lét sjá sig á málefnafundi Pírata

Júlía Margrét Einarsdóttir skrifar
Halldór Auðar Svansson oddviti Pírata í Reykjavík
Halldór Auðar Svansson oddviti Pírata í Reykjavík
Píratar boðuðu til málefnafundar í húsnæðinu Múltíkúltí á Barónsstíg í hádeginu í dag.

Til stóð að fara yfir ítarlega málefnavinnu flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.

Ekki varð mætingin þó betri en svo í þetta sinn að oddviti hreyfingarinnar, Halldór Auðar Svansson, reyndist vera eini gestur fundarins.

Enginn annar sá sér fært að taka þátt í málefnavinnu hreyfingarinnar að þessu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×