Enski boltinn

Rodgers: Suarez er að nálgast 100 milljón punda verðmiðann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, telur að úrúgvæski framherjinn Luis Suarez gæti orðið fyrsti hundrað milljón punda knattspyrnumaðurinn. Liverpool er samt ekkert að fara að selja hann.

Real Madrid keypti Cristiano Ronaldo á 80 milljónir punda frá Manchester United og Gareth Bale á 86 milljónir punda frá Tottenham og hefur Luis Suarez verið margoft orðaður við risanna í Madrid.

Brendan Rodgers ítrekað það þó að Luis Suarez sé ekki til sölu en kappinn hefur skorað 28 mörk í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni.

„Hann er að nálgast hundrað milljón punda verðmiðann. Ef við skoðum bestu knattspyrnumenn heims eins og þá Ronaldo, Messi og fleiri sem hafa verið á hæsta palli í fimm eða sex ár þá sjáum við að Suarez er að ná upp á þeirra pall," sagði Brendan Rodgers við The Mirror.

„Luis hefur sýnt magnaðan stöðugleika og hann er orðinn miklu þroskaðri leikmaður í dag en hann var áður. Hann er heimsklassa leikmaður en svo á bara eftir að koma í ljós hvernig málin þróast í framtíðinni," sagði Rodgers.

Rodgers vill hinsvegar ekkert hugsa um það í dag hvað Liverpool myndi gera ef að eitthvert lið myndi síðan bjóða hundrað milljón punda í Luis Suarez.

Liverpool kemst í efsta sæti deildarinnar með sigri á Tottenham seinna í dag. Hér fyrir ofan má sjá má kynningu á leikjum dagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×