Enski boltinn

Magath ætlar að vera áfram hjá Fulham

Felix Magath.
Felix Magath. vísir/getty
Það bendir ansi margt til þess að Fulham muni falla úr ensku úrvalsdeildinni en liðið er fimm stigum frá öruggu sæti í deildinni eftir leiki helgarinnar.

Þó svo liðið falli þá ætlar hinn þýski stjóri liðsins, Felix Magath, að vera áfram hjá félaginu.

"Það er ekki spurning," sagði Magath en hann tók við liðinu á botni deildarinnar og hefur ekki náð að snúa gengi liðsins við.

"Það er mjög erfitt að taka við liði á botninum og ætlast til að það fari að vinna alla leiki. Ég vissi alltaf að þetta væri gríðarlega erfitt verkefni. Ég er byrjaður að undirbúa fallið og ég verð með liðinu í B-deildinni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×