Enski boltinn

Fellaini hrækti ekki á Zabaleta

Fellaini í leiknum umtalaða.
Fellaini í leiknum umtalaða. vísir/getty
Belginn Marouane Fellaini, leikmaður Man. Utd, var sakaður um að hafa hrækt á Pablo Zabaleta, leikmann Man. City, í leik liðanna á dögunum.

Aganefnd enska knattspyrnusambandsins hefur nú tekið málið fyrir og sér enga ástæðu til þess að aðhafast frekar.

"Eftir að hafa skoðað allar myndbandsupptökur þá er ljóst að ekki þarf að gera neitt í þessu máli," segir í yfirlýsingu frá aganefndinni.

Fellaini hélt því alltaf fram að hann væri saklaus og nú hefur hann verið hreinsaður af öllum sökum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×