Enski boltinn

West Ham vann annan leikinn í röð

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Andy Carroll skoraði fyrir West Ham.
Andy Carroll skoraði fyrir West Ham. Vísir/Getty
Strákarnir hans Sams Allardyce í West Ham lögðu Sunderland, 2-1, á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Andy Carroll, framherjinn hávaxni, kom gestunum yfir með marki strax á níundu mínútu leiksins og Mohamed Diame bætti við öðru marki West Ham á 50. mínútu, 2-0.

Adam Johnson heldur áfram að gera það gott með Sunderland á nýju ári en hann minnkaði muninn fyrir heimamenn á 65. mínútu leiksins, 2-1. Fleiri mörk og voru ekki skoruð og fóru gestirnir heim með þrjú mikilvæg stig til London.

West Ham er nú búið að vinna tvo leiki í röð eftir að hafa tapað þremur leikjum í röð á undan því. Liðið er í ellefta sæti deildarinnar með 37 stig en Sunderland er í 19. og næstneðsta sæti með 25 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×